Fréttablaðið - 08.08.2011, Side 15
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512
T
HG Arkitektar fengu
fyrstu verðlaun fyrir til-
lögu sína um hönnun
og skipulag íbúabyggð-
ar í úthverfi Vilníus, höfuðborg-
ar Litháens. „Það voru fjárfestar
í Vilníus sem komu að máli við
okkur og báðu okkur um að taka
þátt í þessari samkeppni,“ segir
Ragnar Auðunn Birgisson, arki-
tekt hjá THG Arkitektum. „Þetta
er fínna hverfi í úthverfi Vilníus.
Þarna eru einbýlishús af stærri
gerðinni og það var verið að leita
eftir einhverju nýju og fersku sem
er ekki alveg það hefðbundnasta á
þessum slóðum.“
Verið er að byggja upp hverfið
sem THG Arkitektar hönnuðu.
Aðspurður segir Ragnar að þar
sé töluvert af litlum vötnum og
tjörnum, skóglendi og grösug-
um hæðum. „Þetta verður opið
og skemmtilegt úthverfi,“ segir
Ragnar en samkvæmt tillögu THG
Arkitekta er efnisval að mestu
litháískt og mikið um steinklæðn-
ingu og við. Hugað verður vel að
skjólgóðum útisvæðum, breytilegu
veðurfari og hitastigi.
Ragnar segir að óskað hafi verið
eftir annars vegar einbýlishús-
um og hins vegar parhúsum. „Við
tókum mið af landslaginu við val
á því hvort húsin yrðu á einni hæð
eða tveimur,“ upplýsir Ragnar og
tekur fram að húsin verði opin, ljós
og björt. „Þetta verður í nútíma-
legum skandinavískum stíl eins
og hefur verið ríkjandi hérlendis
undanfarin ár. Mikið gler, góð
lofthæð og opin rými sem renna
saman. Við vildum hafa flæði á
milli rýma.“
Ragnar segir að verkefnið auki
bjartsýni um að eitthvað sé að gera
fyrir arkitekta, bæði hérlendis og
erlendis. „Við erum að flytja inn
smá vinnu,“ segir Ragnar og bætir
við: „Við vonum að það verði farið í
þetta af alvöru hraða, að þetta verði
ekki bara eitt og eitt hús.“
Ragnar segir að fullur hugur
hafi verið í fjárfestunum að reisa
hverfið eftir þeim hugmyndum sem
THG Arkitektar lögðu fram. „Hvort
þetta verður nákvæmlega eins og
við lögðum til á eftir að koma í ljós.
Þetta verður þróað áfram í vinnu-
ferlinu.“ martaf@frettabladid.is
THG Arkitektar hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu um hönnun og skipulag íbúabyggðar í úthverfi Vilníus.
Hanna hverfi í Vilníus
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Opnunartími:
mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardag 11:00 - 14.00
ÚTSALA
KAUPIR 2 OG 3JA FLÍKIN
ER FRÍ
ATH. ÓDÝRASTA ER FRÍ
NÚNA ER BARA HÆGT
AÐ GERA GÓÐ KAUP
Lítið hringlótt og uppfullt
af möguleikum. www.weber.is
Listh
Gosasnagi fyrir gleraugu er nýjasta afurð 25togo stúdíósins
í Taívan. Hann ætti að koma sér vel fyrir fólk sem er gjarnt á
að týna gleraugunum sínum. Þau eru vel skorðuð á snagan-
um og eiga sér þar vísan og öruggan stað. Sjá nánar á www.
designboom.com.