Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 4
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR4 Helmingi fleiri fá undanþágu hjá LÍN Fjöldi veittra undanþága hjá LÍN vegna greiðsluörðugleika hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2008. Margir nýta sér aukin greiðsluúrræði sjóðsins eftir efnahagshrunið. Skapar ekki bein vandamál fyrir LÍN, segir stjórnarformaður. Auðvitað er betra þegar fólk getur staðið í skilum en þetta skapar ekki bein vandamál fyrir LÍN. HARALDUR GUÐNI EIÐSSON STJÓRNARFORMAÐUR LÍN FORELDRAR SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börn- um sínum og unglingum í bæinn á morgun og minnir jafnframt á að útivistarreglur gilda á Menn- ingarnótt sem venjulegur laugar- dagur væri. Segir hópurinn það mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því erfiðar aðstæður fyrir börn og unglinga geti auðveldlega skap- ast í mannmergðinni sem fylgi þessari hátíð. Þá er minnt á til varnaðar að lögreglan hafi í fyrra flutt fjölmarga unglinga í Miðbæjarathvarfið þar sem þeir hafi verið illa á sig komnir vegna ölvunar. - jse SAMAN-hópurinn: Minna foreldra á að gæta sinna MENNINGARNÓTT Það á að vera gaman á Menningarnótt en sitthvað getur farið úrskeiðis í mannmergðinni. MENNTAMÁL Borgarráð hefur sam- þykkt að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverðið er 184 milljónir króna. Borgarráð samþykkti jafnframt að heimila að leigja skólanum áfram fast- eignirnar undir starfsemi sína. Rekstur skólans hefur verið erfiður síðustu ár, einkum vegna mikilla skulda við Landsbankann. Nú liggur fyrir tilboð frá Lands- bankanum um 76 milljóna afskrift á skuldum skólans, verði þær greiddar upp að fullu. Kaup- verðið mun skólinn nota til að gera upp skuldir sínar. - shá Skuldauppgjör í hendi: Borgin bjargar Ísaksskóla BRETLAND, AP Snurða hljóp á þráð fyrirhugaðra björgunaraðgerða í þágu Grikklands í gær. Nú vilja ráðamenn í Austurríki, Slóveníu og Slóvakíu að Grikkir útvegi þeim tryggingaveð fyrir framlagi þessara ríkja til 109 milljarða neyðarláns, sem Evrópusamband- ið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætla að veita Grikkjum. Hollendingar segjast einnig vilja fá tryggingu fyrir sínum hluta lánsins. Víða í Evrópuríkj- um féllu hlutabréf banka í verði í gær, þar á meðal féllu stórir bankar í Bretlandi um 10 til 12 prósent. Svo virðist sem fjárfestar hafi áhyggjur af því hve hægt gengur að koma efnahagslífi kreppu- landa almennilega í gang og ótt- ist jafnvel að stórir bankar lendi í erfiðleikum við að útvega sér fjármagn. - gb Björgunaraðgerðir í óvissu: Vilja tryggingu frá Grikkjum BRÉFIN FALLA Meðan ráðamenn evruríkjanna deila er grannt fylgst með þróun markaða. NORDICPHOTOS/AFP Húsgögn D’Angleterre seld Innanstokksmunir Hótel D’Angleterre verða boðnir upp hjá uppboðshúsinu Hörsholm á næstunni. Ástæðan er sú að nýir eigendur hótelsins eru að endurnýja hótelið. Reiknað er með því að tæplega 70 milljónir fáist fyrir munina á uppboðinu. Hótel D’Angle- terre var eitt sinn í eigu Íslendinga. VIÐSKIPTI STJÓRNMÁL Titringur virðist vera meðal stuðningsmanna umsókn- ar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) í Framsóknarflokknum vegna yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokks- ins, í gær um að leggja ætti umsókn- ina til hliðar. Nokkrir foyrstumanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu sögðu sig úr honum í gær. Meðal þeirra eru Andrés Péturs son, sem var í þriðja sæti á lista flokksins í Kópavogi í bæjarstjórnar kosningunum í fyrra, Gestur Guðjónsson, stjórnmaður í Framsóknarfélaginu í Reykjavík, og G. Valdimar Valdemarsson, formaður Fram- sóknarfélags Kópavogs. Í bréfi sem Andrés sendi Fréttablaðinu s e g i r h a n n skrýtið að yfir- gefa flokkinn eftir þrettán ár. Forysta flokksins hafi hins vegar sveigt stefnu hans á braut sem sér hugnist ekki. Að ákveða fyrir fram hvort aðild þjóni hagsmunum Íslendinga sé forsjárhyggja sem eigi hvorki skylt við frjálslyndi né víð- sýni, segir Andrés, sem er formaður Evrópusamtakanna. Grein eftir Sigmund Davíð birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann lagði til að umsóknin að ESB yrði sett til hliðar að sinni. Í Alþingis- kosningunum 2009 hafði flokkur- inn á stefnuskrá sinni að aðildar- viðræður við ESB skyldu hafnar en á flokksþingi í apríl var ályktað að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB. Tillaga þess efnis að draga umsóknina til baka var hins vegar felld naumlega. - mþl Forystumenn í Framsókn á höfuðborgarsvæðinu segja sig úr flokknum: Ólga í Framsókn vegna Evrópumála ANDRÉS PÉTURSSON FÉLAGSMÁL Tíu fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu á Ísafirði það sem af er ári en 61 beiðnir um nauðungarsölur hafa verið skráðar. Í fyrra voru 81 slík mál skráð hjá embættinu. Árin á undan voru þau í kringum 100. Í lok ágúst í fyrra voru beiðnirnar orðnar 54 en átján eignir höfðu verið seldar nauðungarsölu. Þá hefur sýslumanni borist beiðni um nauðungarsölu á lausafé og tvær beiðnir um nauð- ungarsölu á bílum. Af nauðungar- sölum hefur þó ekki orðið. - þeb Beiðnir um sölu eru 61: Tíu fasteignir í nauðungarsölu GENGIÐ 18.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9644 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,66 114,20 187,46 188,38 163,19 164,11 21,901 22,029 20,948 21,072 17,828 17,932 1,4828 1,4914 182,73 183,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 4 aðgöngumiðar á myndir að eigin vali í Bíó Paradís ð fjóra aðgöngumiða áú fæÞ r 2000 kr., eða 500 k r.einað s . Kjörið tækifæri til aðn ðanmi sér fjölbreytilegt og nnaky ert úrval kvikmynda í vugaáh adír s. ó PBí a www.biop radis.isa 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 2.000 kr. GILDIR 24 TÍMA 4.800 kr. Verð 58% Afsláttur 2.800 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ TB W A R\ PI PA R TB W A • SÍ A SÍ A EFNAHAGSMÁL Veittar undanþágur til greiðenda Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa meira en tvöfaldast síðan árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Guðna Eiðssyni, stjórnar- formanni LÍN, má einna helst rekja fjölgunina til þess að í kjöl- far efnahagshrunsins og aukinna greiðsluerfiðleika einstaklinga jukust umsóknir um undanþágur og rýmkaði því sjóðurinn á árun- um 2009 og 2010 skilyrði til að fá undanþágu frá greiðslu. Í fyrra voru veittar undanþágur tæplega þrjú þúsund, eða 2.938 og 5 prósenta hlutfall af öllum greiðslu- seðlum. Árið 2008 voru veittar undanþágur 1.231 og 2,2 prósenta hlutfall af greiðsluseðlum. Í flest- um tilfellum eru undanþágurnar til komnar vegna þess að greiðandi hefur aftur hafið lánshæft nám, er atvinnulaus eða á örorkubótum. Eins og áður sagði var ákveðið á síðasta ári að auka svigrúm til að fá undanþágur frá greiðslum. Einn- ig var komið á nýju greiðsluúrræði þar sem fólk gat fryst afborganir í allt að þrjú ár. 370 manns nýttu sér úrræðið, en þurftu með því að sýna fram á greiðsluerfiðleika til að eiga rétt á frystingu. Haraldur útskýrir að með þessum úrræðum hafi sjóðnum tekist að vissu marki að mæta því efnahagslega ástandi sem ríkt hefur hér á undanförnum árum. Haraldur segir að þrátt fyrir þessa miklu fjölgun greiðslna sem veittar hafa verið undanþágur fyrir, standi sjóðurinn vel. „Auðvitað er betra þegar fólk getur staðið í skilum en þetta skapar ekki bein vandamál fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna,“ segir hann. „Greiðslurnar verða ekki niðurfelldar eða afskrifaðar og stóra myndin er sú að við getum tekið svona tímabundnu ástandi.“ Haraldur segir að tölfræðin fyrir árið í ár sé enn tiltölulega ómarktæk þar sem flestir greið- endur hafi aðeins fengið annan af tveimur greiðsluseðlum sendan, en síðari gjalddagi er 1. september næstkomandi. „En við sjáum það af tölunum að hugsanlega aukist vanskil eitthvað í ár, það kemur þó ekki endanlega í ljós fyrr en árið er gert upp,“ segir hann. sunna@frettabladid.is HÁSKÓLANEMI Margir hafa nýtt sér nýtt fyrirkomulag LÍN eftir efnahagshrunið með því að sýna fram á greiðsluörðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 28° 23° 18° 24° 29° 17° 17° 26° 22° 33° 28° 33° 15° 25° 20° 17°Á MORGUN víða 3-8 m/s, hvassara SA-til. SUNNUDAGUR Yfi rleitt hæg A-læg átt. 7 10 9 9 10 11 10 13 9 7 9 3 3 3 11 4 4 2 4 1 2 2 14 9 13 9 13 13 11 12 12 10 BJARTAST V-TIL Það stefnir í ágætis helgi og allir ættu að geta notið sín sem ætla að ganga í bæinn á laugar- dag. SA-til verður þó strekkingur í nótt og einhver úrkoma en lægir með deginum á morgun. Væta V- og A-til á sunnu- dag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.