Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 12
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR12
Straumhvörf urðu í heims-
sögunni þegar Sovétríkin,
annað tveggja stórvelda
heimsins í nær hálfa öld,
liðu undir lok. Tímamót
urðu í þeirri atburðarás
fyrir réttum tuttugu árum,
hinn 19. ágúst árið 1991,
þegar harðlínumenn innan
Kommúnistaflokksins
gerðu tilraun til valdaráns.
Þegar komið var fram á níunda
áratuginn voru Sovétríkin í mikl-
um vandræðum. Stöðnun ríkti
og ljóst að breytinga var þörf.
Mikhaíl Gorbatsjov hafði risið
hratt innan flokksins undir stjórn
Júrí Andropov og Konstantíns
Tsjernenko á árunum 1982 til 1985
og var skipaður aðalritari flokks-
ins í mars sama ár. Hann hóf strax
áætlun um efnahagslegar og sam-
félagslegar umbætur, perestroika
og glasnost, en sló líka nýjan tón í
stjórnmálasamskiptum við önnur
ríki, þar sem afvopnunarviðræð-
ur við Bandaríkin bar einna hæst.
Upplausnar fer að gæta
Innan Sovétríkjanna voru sömu-
leiðis mikil vatnaskipti þegar
aðildarríkin fóru að krefjast auk-
ins forræðis yfir sínum málum. Sú
tilhneiging minnkaði síst undir lok
áratugarins þegar frelsisalda reið
yfir Austur-Evrópu og hvert fylgi-
ríkið á fætur öðru losnaði undan
áratugaoki stórveldisins.
Umbætur Gorbatsjovs fólu
meðal annars í sér minni mið-
stýringu stjórnvalda í Kreml og í
febrúar árið 1990 var eins flokks
kerfið afnumið og efnt til kosninga
í öllum fimmtán aðildarríkjum
Sovétríkjanna.
Uppgangur þjóðernisflokka og
umbótasinna var augljós þar sem
kommúnistar lutu í lægra haldi í
kosningum í fimm ríkjum, Eystra-
saltsríkjunum þremur, Georgíu og
Moldóvu.
Upplausnarferlið hófst svo
þegar Litháen lýsti yfir sjálf-
stæði 11. mars 1990 og Eistland
og Lettland fylgdu þeim fast á
eftir. Stjórnvöld í Kreml reyndu
að kæfa frelsisbaráttuna og sendu
inn herinn, en það varð til lítils og
allt stefndi í áttina að lausriðnara
ríkjabandalagi.
Sverfur til stáls
Á miðstjórnarfundi Kommún-
istaflokksins í apríl 1991 fór að
sverfa til stáls innan forystunnar.
Umbótasinnar og afturhald átt-
ust þar við og segist Gorbatsjov
hafa fengið nóg þegar hugmyndir
komu upp um að lýsa yfir neyðar-
ástandi. Í endurminningum sínum
segist hann hafa sagt: „Ég hef
fengið nóg af þessu lýðskrumi. Ég
segi af mér [embætti aðalritara].“
Það fór þó ekki svo. Gorbatsjov
dró uppsögnina aftur og
upplausnar ferlið hélt áfram. Sam-
komulag tókst milli Kremlar-
veldisins og þeirra níu ríkja sem
enn höfðu hug á að vera innan
vébanda Sovétríkjanna um að
ríkin fengju verulegt sjálfs-
ákvörðunarvald meðal annars í
efnahagsmálum. Þau yrðu þó enn
með sameiginlegan forseta, utan-
ríkisstefnu og her.
Til stóð að undirrita nýjan
ríkjasáttmála þess efnis 20. ágúst,
en annað kom heldur betur á dag-
inn.
Afturhaldsöflin
Gorbatsjov hafði dvalið um stutta
hríð í sumarhúsi á Krímskaga
við Svartahaf, ásamt konu sinni
Raísu, þegar dró til tíðinda.
Hópur afturhaldssinna innan
hæstu raða flokksins hafði komið
sér saman um að bola Gorbatsjov
frá völdum, kasta nýja ríkjasátt-
málanum og endurreisa algert
vald flokksins yfir öllum þátt-
um samfélagsins. Þar í hópi
voru meðal annarra varaforset-
inn Gennadí Janajev, Vladimír
Krjúskov, yfirmaður leyniþjón-
ustunnar KGB, Valentín Pavlov
forsætisráðherra, Dimitrí Jasov
varnarmálaráðherra og Boris
Pugo innanríkisráðherra.
Útsendarar þeirra fóru til
fundar við Gorbatsjov í sumar-
húsið 18. ágúst og kröfðust þess
að hann segði af sér og bæri
við heilsufarsástæðum, skipaði
Janajev í forsetaembætti og lýsti
yfir neyðarlögum.
Hann varð ekki við því og var
í kjölfarið hnepptur í stofufang-
elsi.
Valdarán afturhaldsins
Daginn eftir stigu forsvarsmenn
uppreisnarhópsins fram og lýstu
yfir stofnun nefndar sem myndi
stýra Sovétríkjunum tímabundið.
Þeir bönnuðu umsvifalaust aðra
stjórnmálaflokka og flest dag-
blöð í landinu í þeim yfirlýsta
tilgangi að bjarga Sovétríkjun-
um frá stórslysi. Gorbatsjov var
sagður í veikindaleyfi.
Hörð viðbrögð almennings
komu flatt upp á uppreisnar-
mennina sem höfðu alls ekki við
búist við þeim.
Jeltsín tekur af skarið
Boris Jeltsín, nýkjörinn forseti
Rússlands, tók strax af skarið og
hélt að þinghúsinu í Moskvu þar
sem hann lýsti því yfir að stofnun
nefndarinnar væri brot á lögum.
Hann beindi tilmælum til her-
manna að taka ekki þátt í gern-
ingnum og boðaði til allsherjar
verkfalls.
Þúsundir manna hópuðust að
þinghúsinu og létu óánægju sína
í ljós. Janajev kom fram í sjón-
varpi og reyndi árangurslaust að
sefa mannfjöldann, skjálfandi og
taugaóstyrkur.
Við þinghúsið átti Jeltsín sína
stærstu stund þegar hann klifr-
aði upp á skriðdreka og ákallaði
mótmælendur.
Uppreisnarmennirnir ráðgerðu
að taka þinghúsið með hervaldi,
en ekkert varð af því. Andstað-
an var einfaldlega svo mikil að
yfirmenn hersins töldu að blóð-
bað myndi hljótast af slíkum
aðgerðum.
Að tveimur dögum liðnum sáu
Janajev og félagar í hvað stefndi.
Hinn 21. ágúst hafði fjarað undan
harðlínuöflunum og þeir reyndu
að sættast við Gorbatsjov. Hann
vildi ekki heyra á það minnst
og flaug aftur til Moskvu. Dag-
inn eftir voru uppreisnarmenn-
irnir handteknir og allar þeirra
ákvarðanir ógildar.
Fall stórveldis
Þessir þrír dagar reyndust svo
sannarlega afdrifaríkir því að
þar sást svo ekki var um villst
hvernig samfélagið hafði tekið
stakkaskiptum. Völd hins mið-
stýrða kommúnistaflokks, sem
hafði um áratugaskeið hald-
ið heilum heimshluta í heljar-
greipum, voru ekki í líkingu við
það sem áður hafði verið.
Í framhaldinu sagði Gorbatsjov
skilið við flokkinn, Jeltsín bann-
aði starfsemi kommúnista í Rúss-
landi og stig af stigi raknaði
ríkjasambandið upp.
Eitt af öðru lýstu ríkin yfir
sjálfstæði og í desember ákváðu
FRÉTTASKÝRING: Tuttugu ár frá valdaránstilraun í Sovétríkjunum
Upphafið að endalokunum
Þorgils
Jónsson
thorgils@frettabladid.is
Pictures: AP,
Getty Images
Twenty years ago, the Soviet Union split apart and the Cold War came
to an end. But the chain of events leading to the collapse was set in
motion six years earlier by the sweeping reforms of Mikhail Gorbachev
1985: New
Soviet Communist
Party (CPSU) leader
Mikhail Gorbachev
calls for perestroika
(economic restructuring) and
glasnost (political openness)
Aug 21: Coup collapses amid
massive public demonstrations,
spearheaded by Yeltsin
Aug 19: Gorbachev overthrown
in coup by Communist hardliners
while at his holiday home in Crimea.
Plotters aim to prevent signing of new
treaty giving republics greater freedom
Aug 22: Gorbachev freed from
house arrest returns to Moscow
but is humiliated in Russian
parliament by Yeltsin, who orders
that Soviet Communist Party end
its activities on Russian soil
Dec 8: Leaders of Russia, Belarus
and Ukraine meet to disband Soviet
Union and form Commonwealth of
Independent States (CIS)
Sep 6: Independence of Lithuania,
Estonia and Latvia recognized
Aug 23: Gorbachev
resigns as General
Secretary
of CPSU
Jun 1991: Yeltsin elected president
of Russian Federation
1990-91: Gorbachev calls for multi-
party politics but pro-independence
demonstrations in Azerbaijan and
Lithuania are violently suppressed
1988: Stirrings of independence
in Lithuania, Latvia and Estonia
1989: Boris Yeltsin elected to
parliament set up under Gorbachev s
reforms. Soviet bloc crumbles as
Berlin Wall falls
3
4
56
7
8
9
21
10 11
14
13
12
Feb / Apr: Lithuania (1), Georgia (7)
Aug 20-22: Estonia (3), Latvia (2)
Aug 24-31: Ukraine (5), Belarus (4),
Moldova (6), Azerbaijan (9),
Kyrgyzstan (13)
Sep: Uzbekistan (11), Tajikistan (14),
Armenia (8)
Oct: Turkmenistan (10)
Dec: Kazakhstan (12)
Baltic States do not join CIS.
Georgia joins in 1993 but quits
in 2008 after war with Russia.
Turkmenistan reduces status
to associate member in 2005
R U S S I A
Moscow SOVIET REPUBLICS:
Date independence
declared, 1991
1,000km
620 miles
Countdown
to fall of
USSR
' GRAPHIC NEWS
Aðdragandi að falli stórveldis
Fyrir tuttugu árum síðan gerðu harðlínumenn í sovéska kommúnistaflokknum tilraun til valdaráns. Það rann
út í sandinn innan tíðar en í framhaldinu fóru Sovétríkin að liðast í sundur og Kalda stríðið leið undir lok.
Atburðarásin fram að því hófst hins vegar sex árum áður þegar Mikhaíl Gorbatsjov hóf umbótaáætlun sína.
1985:
G rbatsjov skipaður
leiðtogi Kommúnista-
flokksins og kallar eftir
perestroika (efnahags-
umbótum) og glasnost
(opnari stjórnarháttum)
198 : Sjálfstæðistitringur í Eystrasalts-
löndunum.
1989: ris Jeltsín kjörinn á þing, sem
var hluti umbóta Gorbatsjovs. Austurblokkin
leysist upp og Berlínarmúrinn fellur.
90-91: atsjov boðar jölflokkakerfi
en sjálfstæðisaðgerðir í Aserbaídsjan og
Litháen eru barðar niður af hörku.
úní 1991: J l ín kjörinn forseti Rússlands.
19. ágúst: Gorbatsjov lt úr sessi í valda-
ráni harðlínumanna. Tilgangurinn var að koma
í veg fyrir lög um aukin völd aðildarríkjanna.
21. ágúst: Valdaránstilraunin rennur
út í sandinn í skugga fjöldamótmæla
almennings, sem Jeltsín fer fyrir.
22. ágúst: Gorbatsjov fr lsaður úr
st fufangelsi í sumarhúsi sínu á Krím-
skaga. Snýr aftur til Moskvu en er settur
niður á þingi af Jeltsín, sem bannar
starfsemi Kommúnistaflokksins innan
landamæra Rússlands.
23.ágúst: Gorbatsjo hættir sem aðal-
ritari Kommúnistaflokksins.
6. september: Sjálfstæði Eystrasalts-
landanna viðurkennt.
8. desember: Leiðtogar Rússlands,
Hvíta-Rússlands og Úkraínu hittast til að
leysa upp Sovétríkin en ynda þess í stað
Samveldi sjálfstæðra ríkja.
25. desember: Gorbatsjov hverfur úr
stóli forseta Sovétríkjanna. Sovétríkin líða
endanlega undir lok.
RÚ SL AND
kva
Febrúar og apríl: Litháen (1), Georgía (7)
20.-22. ágúst: Eistland (3), Lettland (2)
24.-31. ágúst: Úkraína (5), Hvíta-Rússland (4),
Moldóva (6), Aserbaídsjan (9),
Kirgisistan (13)
September: Úsbekistan (11), Tadsjikistan (14),
Armenía (8)
Október: Túrkmenistan (10)
Desember: Kasakstan (12)
Sovésku ríkin:
agsetningar sjálf-
stæðisyfirlýsingar
árið 1991
Eystrasaltsríkin eru ekki í Samveldi sjálf-
stæðra ríkja. Georgía gengur í samveldið
árið 1993 en segir sig úr því árið 2008
eftir stríð við Rússa. Túrkm ni t n breytir
fullri aðild í aukaaðild árið 2005.
Myndir/AP og Getty.
leiðtogar Rússlands, Úkraínu og
Hvíta-Rússlands að leysa Sovét-
ríkin upp og stofna í stað þeirra
Samveldi sjálfstæðra ríkja.
Það var svo á jóladag árið
1991, rétt fjórum mánuðum eftir
að valdaránstilraunin var gerð,
sem Gorbatsjov sagði af sér for-
setaembættinu og Sovétríkin liðu
endanlega undir lok.
Höfuðpaurarnir voru hand-
teknir, að undanskildum Pugo
sem svipti sig lífi áður en til þess
kom. Réttarhöldin töfðust nokkuð
en árið 1994 fengu þeir allir upp
gefnar sakir og voru látnir laus-
ir. Margir þeirra fengu störf á
ýmsum stofnunum og fyrirtækj-
um, en flestir eru látnir í dag.
Kaldhæðni örlaganna er sú
að þessi misheppnaða tilraun
til að festa Kommúnistaflokk-
inn og Sovétríkin aftur í sessi
hafði þveröfug áhrif. Frekar en
að hverfa aftur til fortíðar varð
upphlaupið til þess að flýta hinu
óumflýjanlega. Annað tveggja
stórveldanna var fallið og heims-
myndin var allt önnur.
Það var svo á jóladag árið 1991, rétt fjórum mán-
uðum eftir að valdaránstilraunin var gerð, sem Gorbatsjeff
sagði af sér forsetaembættinu og Sovétríkin liðu endanlega
undir lok.