Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 42
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 19. ágúst 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Klassískir tónleikar í Ketilhúsinu, Akureyri, með Huldu Jónsdóttur, fiðlu og Jane Ade Sutarjo, píanó. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500 og kr. 1.000 fyrir eldri borgara. 21.00 Hjálparsamtökin Veraldarvinir með góðgerðartónleikum á Sódóma. Bjartmar og Bergrisarnir, Haffi Haff, El Camino og The Vintage Caravan koma fram. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og mun renna óskiptur til hjálparstarfs Veraldarvina. 22.00 Steve Vai tribute hljómsveitin heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 23.00 Kveðjutónleikar hljómsveitar- innar Rökkurró verða haldnir á Faktorý. Ásamt þeim spila Útidúr, Agent Fresco og Úlfur Úlfur. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Pétur Ben leikur á Sumar- tónleikaröð Bar 11 og Tuborg. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 15.00 Útisýning á gömlum og sögu- legum ljósmyndum úr Grófargili opnuð milli Ketilhúss og Listasafnsins á Akur- eyri. Allir velkomnir. 17.00 Sýningin Gúbbar opnar í Kaolin Gallery, Ingólfsstræti 8. Þar sýnir leir- kerasmiðurinn Rut Ingólfsdóttir högg- myndir. Allir velkomnir. ➜ Fræðsla 13.00 Vikuleg fræðsluganga um Grasagarð Reykjavíkur í tilefni af 50 ára starfsafmæli garðsins. Þátttaka er ókeypis og mæting við aðalinngang. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. KLASSÍSKIR HÁDEGISTÓNLEIKAR Hulda Jónsdóttir leikur á fiðlu og Jane Ade Sutarjo á píanó á síðustu hádegistónleikum á vegum Listasumars í Ketilhúsinu á Akureyri. Efnisskráin er afar fjölbreytt og hefjast tónleikarnir klukkan 12. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara. TAKTU FORYSTUNA OG SETTU ÞÉR MARKMIÐ! D r. H e l g i Þ ó r I n g a s o n o g d r. H a u k u r I n g i J ó n a s s o n e r u f o r s tö ð u m e n n h i n s s í v i n s æ l a m e i s t a ra n á m s í ve r ke f n a - s t j ó r n u n ( M P M ) á Í s l a n d i Á Menningarnótt heldur Torfi Frans Ólafsson sýn- ingu á ljósmyndum sem hann tók á ferðalagi um Norður-Kóreu. „Norður-Kórea er eins og risa- stórt safn um kalda stríðið og kommúnismann. Eins konar stalín ískur húsdýragarður þar sem hægt er að sjá heiminn eins og hann var víða annars staðar fyrir mörgum árum. Ví ð a h ef u r hann breyst en í Norður-Kóreu er eins og hann hafi staðið í stað,“ segir Torfi F rans Ólafsson, list- rænn stjórn- andi Eve Online, sem heldur sýn- ingu á ljósmyndum sem hann tók á ferðalagi sínu um Norður-Kóreu á Hverfisgötu 52 á Menningar- nótt. Sýningin nefnist Drauma- land myrkursins og hangir hún aðeins uppi þennan eina dag, laugar daginn 20. ágúst, frá klukk- an 14 og fram á kvöld. Torfa bauðst tækifæri til að ferðast um Norður-Kóreu ásamt litlum hópi ferðamanna fyrir þremur árum, en áður hafði hann eytt löngum stundum við lestur frétta frá landinu og furðað sig á því sem þar gengur á. „Þetta var áróðursferð sem átti að sýna okkur hvað allt væri frábært í Norður-Kóreu og ég tók myndir af öllu því sem ég átti ekki að taka myndir af,“ segir Torfi. „Íbúar í landinu eru kúgaðir og settir í ánauð af einræðis stjórninni og strúktúrar samfélagsins eru í niðurníðslu. Í raun er hreint ótrú- legt að fólk búi við þessi hörmu- legu skilyrði á 21. öldinni, á meðan við kvörtum yfir of háum tollum á iPod-um. Þessi sýning er ekki fréttaskýring eða vísindaleg heimild heldur túlkun á minni upplifun,“ bætir hann við. Sýningin er sölusýning og allur ágóði rennur óskiptur til UNI- CEF, barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. kjartan@frettabladid.is Eins og stalínískur húsdýragarður TORFI FRANS ÓLAFSSON HÖLL BARNANNA „Skólastúlkur syngja ættjarðarlög um dýrð og yfirburði Norður-Kóreu og guðlegs leiðtoga þeirra í „Höll barnanna“ í Pyongyang,“ segir Torfi. MYNDIR/TORFI FRANS ÓLAFSSON EINANGRUNARSTEFNA „Íbúðarhús í Pyongyang. Langvarandi einangrunarstefna og misheppnuð hagstjórn mikillar hnignunar og niðurníðslu sem sést hvert sem litið er.” GRAFHÝSI „Risahöll Kim Il-sung, sem nú er grafhýsi þar sem hann hvílir í glerkistu, til sýnis eins og Maó í Beijing og Lenín í Moskvu.“ Tónlistarhúsið Harpa verður vígt á morgun, Menningarnótt. Meðal viðburða vígslunnar eru tónleikar sex hörpuleikara sem frumflytja tvo sextetta. Það eru verkin Ljósbrot eftir Mist Þorkelsdóttur, en við tón- smíðina leit hún til leiks ljóss- ins í glerhjúp Ólafs Elíassonar um Hörpu. Ljósin verða einnig tendruð í fyrsta sinn við vígsl- una. Hinn sextettinn nefnist Minning um Thor. Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson samdi hann til minningar um rithöf- undinn Thor Vilhjálmsson. Verkin verða flutt af hörpu- leikurunum Katie Buckley, Moniku Abendroth, Gunnhildi Einarsdóttur, Marion Herrera, Sólveigu Thoroddsen og Elísa- betu Waage. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 13.15 við stóra gler- vegg tónlistarhússins. - hþt Hörpuleikur í Hörpunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.