Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 50
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR38
sport@frettabladid.is
Þórsvöllur, áhorf.: 1.402
Þór KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–12 (4–8)
Varin skot Rajkovic 6 – Hannes 5
Horn 2–10
Aukaspyrnur fengnar 7–9
Rangstöður 2–2
KR 4–3–3
Hannes Þór Halld. 6
Magnús Már Lúðv. 5
(66. Dofri Snorrason 5)
*Grétar Sigurðars. 8
Aron Bjarki Jósepss. 6
Gunnar Þór Gunn. 4
Baldur Sigurðsson 6
Viktor Bjarki Jósepss. 6
Björn Jónsson 7
(66. Egill Jónsson 6)
Guðjón Baldvinsson 5
Kjartan Henry Finnb. 7
Guðm. Reynir Gunn. 6
*Maður leiksins
ÞÓR 4–3–3
Srdjan Rajkovic 5
Gísli Páll Helgason 5
Þorsteinn Ingason 6
Janez Vrenko 6
Ingi Freyr Hilmarsson 5
(73. Sigurður Marinó -)
Aleksandar Linta 5
Atli Sigurjónsson 6
Clark Keltie 5
Jóhann H. Hanness. 5
(35. David Disztl 4)
Sveinn Elías Jónsson 7
(81. Ármann Pétur -)
Gunnar Már Guðm. 4
1-0 Sveinn Elías Jónsson (21.)
1-1 Kjartan H. Finnbogason, víti (61.)
1-2 Grétar S. Sigurðarson (86.)
1-2
Gunnar Jarl Jónsson (6)
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN og félagar í AEK Aþenu unnu í gær 1-0 sigur á Dinamo Tbilisi í forkeppni
Evrópudeildar UEFA í gær. Eiður lék fyrstu 81 mínútuna en sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok. Elfar
Freyr Helgason var ekki í leikmannahópi AEK í gær en liðin mætast í Grikklandi í næstu viku.
00VILD LANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 70ARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERS
MISSTU EKKI AF FYRSTA STÓRLEIK TÍMABILSINS Á MORGUN KL. 11:35
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX!
GOLF Ólafur Björn Loftsson fór vel
af stað á Wyndham PGA-mótinu í
Norður-Karólínuríki í gær og lék
á tveimur höggum undir pari. Var
hann vel fyrir ofan miðjan hóp og
á góðan möguleika á að komast í
gegnum niðurskurðinn ef hann
heldur sig á sömu braut.
Samtals lék hann á 68 höggum
eða tveimur undir pari vallarins.
og endaði í 41. sæti ásamt fleiri
kylfingum. Hann byrjaði reyndar
ekki vel og fékk skramba á fyrstu
holu. Það reyndist í eina skiptið
sem hann lék holu á yfir pari.
„Þetta var alvöru byrjun,“ sagði
hann í léttum dúr. „Ætli ég hafi
ekki verið örlítið stressaður og svo
lenti ég þar að auki utan brautar
þar sem ég var í þykkum karga.
Þetta er þar að auki erfið hola og
var pinninn til að mynda á erfið-
um stað.“
Er með sterkar taugar
Hann segist ekki hafa svekkt sig á
þessari byrjun. „Ég átti von á því
að þetta yrði erfitt í dag en sem
betur fer náði ég að halda dampi.
Ég er með sterkar taugar og á ekki
í erfiðleikum með að höndla press-
una sem fylgir því að leika á svona
sterku móti. Ég hafði vissulega
ekkert gaman af því að fá þessa
erfiðu byrjun en það kom heldur
ekkert annað til greina en að halda
áfram að spila mitt golf.“
Það var einmitt það sem Ólafur
Björn gerði. Hann fékk þrjá fugla
á næstu fimm holum. Hann fékk
svo annan fugl á seinni níu og skil-
aði sér í hús á tveimur höggum
undir pari.
„Ég sló fullt af frábær-
um golfhöggum í dag og
hitti flestar brautirnar
– allar nema tvær. Ég
kom mér líka í fugla-
færi á flestum holum
þar að auki og ég tel það
vera mjög gott að vera
á fjórum höggum undir
pari á síðustu sautján holun-
um. Ég hefði jafnvel
getað náð enn betri
árangri ef fleiri
pútt hefðu dottið
ofan í hjá mér.“
Hann lék í holli
með Ástra la num
Cameron Percy og Billy
Horschel frá Banda-
ríkjunum í gær og verð-
ur með þeim aftur í dag.
Öllum gekk þeim vel í
gær – Percy lék á tveimur
undir og Horschel á þrem-
ur undir.
„Þetta voru flottir gaurar
og létt yfir okkur öllum. Mér
leið virkilega vel úti á vell-
inum.“
Hugsar ekki um niður-
skurðinn
Í dag fellur um helmingur
kylfinganna úr leik en
ekki er ólíklegt að Ólaf-
ur Björn þurfi að spila
jafn vel í dag til að
komast í gegnum hann.
En því er hann ekki að
velta fyrir sér nú.
„Ég fer ekki í mót
og hugsa um niður-
skurðinn. Ég fer í
öll mót til að vinna
og það á einnig
við nú. Ég mun
aðeins hugsa
um minn leik
og að gera
mitt besta.
É g mu n
hugsa um
eitt högg í
einu og svo
kemur í ljós
hverju það skil-
ar. Það er full
ástæða til að
ætla að ég geti
gert enn betur
á morgun. Það
eru engin tak-
mörk fyrir
því.“
Margir
þekktir kylf-
ingar keppa
á mótinu og
sumir spiluðu
verr en Ólaf-
ur í gær. Til
að mynda hinn
skrautlegi John
Daly og Írinn Padraig Harrington,
sem báðir voru á höggi undir pari
í gær.
„Þetta er draumurinn og hérna
vil ég vera. Ég mun gera allt sem
ég get til að láta það rætast. Ég
útskrifast úr skóla næsta vor og
ætla mér að gerast atvinnumaður
þá. Ég stefni að því að spila með
þessum köppum reglulega þá.“
Ólafur Björn ræsir út klukkan
17.50 á íslenskum tíma í dag og
spilar í sama holli og í dag.
eirikur@frettabladid.is
ÓLAFUR BJÖRN
Lék vel á Wyndham-mótinu í
Bandaríkjunum í gær.
Stefnan sett á sigur eins og ávallt
Ólafi Birni Loftssyni gekk vel á fyrsta keppnisdeginum á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum í gær.
Hann lék betur í gær en margir heimsþekktir kylfingar og er í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn í dag.
Evrópudeild UEFA
FORKEPPNI, FYRRI LEIKIR
Álasund - AZ Alkmaar 2-1
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir
AZ Alkmaar.
FC Thun - Stoke City 0-1
0-1 Danny Pugh (18.).
Fulham - Dnipro 3-0
1-0 Aaron Hughes (38.), 2-0 Clint Dempsey
(43.), 3-0 Clint Dempsey (49.).
Hearts - Tottenham 0-5
0-1 Rafael van der Vaart (5.), 0-2 Jermain Defoe
(13.), 0-3 Jake Livermore (28.), 0-4 Gareth Bale
(63.), 0-5 Aaron Lennon (78.). Eggert Gunnþór
Jónsson var ónotaður varamaður hjá Hearts.
AEK Aþena - Dinamo Tbilisi 1-0
1-0 Jose Carlos (87.)
CD Nacional - Birmingham 0-0
Sænska úrvalsdeildin
Djurgården - Tyresö 0-3
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og
Dóra María Lárusdóttir léku allan leikinn fyrir Dj.
Pepsi-deild karla
STAÐAN
KR 13 10 3 0 30-10 33
ÍBV 14 9 2 3 22-12 29
FH 15 8 4 3 31-19 28
Valur 15 8 4 3 23-12 28
Stjarnan 15 6 5 4 30-24 23
Fylkir 15 5 4 6 22-27 19
Keflavík 14 5 2 7 18-20 17
Þór 15 5 2 8 22-30 17
Breiðablik 15 4 4 7 22-28 16
Grindavík 15 4 4 7 19-29 16
Fram 15 1 5 9 9-22 8
Víkingur 15 1 5 9 13-28 8
ÚRSLIT
SKRAUTLEGUR John Daly var klæddur
í appelsínugult í gær. Hann lék á einu
höggi undir pari á fyrsta keppnis-
deginum. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Það voru engir meistara-
taktar hjá KR á Akureyri í gær,
meistaraheppni er nær lagi en
liðið vann þó Þór 1-2. KR fékk á
sig mark um miðjan fyrri hálfleik
þegar Sveinn Elías gerði mjög vel
og skoraði gott mark eftir að Þór
hafði verið betri aðilinn.
Toppliðið fékk síðan víti þegar
Atli Sigurjónsson togaði Björn
Jónsson niður eftir klukkutíma
leik og Kjartan Henry skoraði.
Peysutog Atla var alls ekki mikið
en nóg til að Björn féll.
Kjartan Henry fékk síðan sitt
annað gula spjald og þar með rautt
fimmtán mínútum fyrir leikslok
en KR vann samt sem áður leik-
inn. Grétar Sigfinnur skoraði gott
skallamark eftir horn og kom KR
fjórum stigum frá ÍBV á toppnum.
Liðið á auk þess leik til góða.
Biðin eftir því að Þórsarar
keyrðu á KR eftir rauða spjaldið
stendur enn yfir, í stað þess gekk
KR á lagið. Vestubæjarliðið stýrði
reyndar leiknum lengst af en hefur
oft spilað betur.
KR-ingar voru ósáttir við
dómara umfjöllun Stöðvar 2 Sport í
vikunni og aðeins Rúnar Kristins-
son gaf Fréttablaðinu færi á við-
tali. „Ég er rosalega ánægður með
sigurinn og við vorum betri allan
leikinn. Ég er ósáttur við rauða
spjaldið, Kjartan fékk tvö glóru-
laus gul spjöld. Við fengum aug-
ljóst víti eftir að okkur var neitað
um annað. Í ljósi umræðna hjá Stöð
2 þora menn ekki að dæma og með
þessu er búið að hafa áhrif á dóm-
arana. Við erum komnir hingað til
að spila heiðarlegan leik en erum
sparkaðir niður trekk í trekk.
Samt fáum við fleiri spjöld en Þór.
Ef þetta er leiðin til að reyna að
brjóta KR á bak aftur er þetta
röng leið,“ sagði Rúnar ósáttur.
Páll Viðar Gíslason, kollegi
hans, var einnig ósáttur. „Þetta
er mest svekkjandi tap sem ég hef
séð. Ég þarf að passa mig að missa
ekkert út úr mér en ég er alveg
sjóðandi. Ég trúi ekki að menn hafi
ekki sýnt meiri sigurvilja, það er
nánast ófyrirgefanlegt að vinna
ekki. Ég þekki ekki liðið sem spil-
aði í seinni hálfleik,“ sagði þjálfar-
inn. - hþh
KR steig enn nær Íslandsmeistaratitlinum með góðum 1-2 sigri á Þór á Akureyri í gær:
Ekki rétta leiðin til að brjóta KR niður
KJARTAN HENRY Skoraði og sá rautt
gegn Þór í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN