Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 24
Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg býður upp á tónleikadagskrá á Menningarnótt sjö- unda árið í röð. Tónleikarnir standa yfir allan daginn og mun hljómsveitin Q4U, með söng- konuna Ellý í broddi fylkingar, reka smiðshöggið á þá rétt fyrir flugeldasýninguna klukkan 23. Áslaug Óskarsdóttir eða Aushi, eins og hún er oftast kölluð í dans- heiminum, ólst upp með íslensk- um foreldrum sínum í Kaliforníu. „Ég var tíu ára þegar ég byrjaði að dansa en fór að gera það af alvöru fjórtán ára gömul,“ segir Áslaug sem flutti í framhaldinu til New York og stundaði nám við Alvin Ailey-dansskólann í nokkur ár. Í dag á hún dansstúdíóið Dance Fusion Company í San Francisco auk þess sem hún kennir í sumar- skóla í New York. „Ég er yfir djass- deildinni í Socata eða School of Cinema and Performing Arts,“ segir Áslaug sem fær þangað nem- endur frá öllum heimshornum, meira að segja frá Íslandi. Áslaug stundar margar dans- greinar, frá djassi, samtímadansi og hipphopp til balletts og nútíma- dans. Hún segir enda mikla áherslu lagða á það í dans geiranum, sér- lega í New York, að dansarar hafi sem mesta reynslu úr öllum áttum. Þannig fari hip hop-dansarar í ball- etttíma og öfugt. „Ég held að þátt- urinn So You Think You Can Dance hafi aukið mjög hróður dansins og þar kemur vel fram þessi áhersla á fjölbreytileika,“ segir Áslaug en stúlka úr dansstúdíói hennar varð meðal tuttugu efstu í síðustu þátta- röð. „Það hefur orðið henni happa- drjúgt því hún hefur fengið nóg að gera.“ En er engin ein dansgrein í meira uppáhaldi en aðrar? „Jú, það er samtímadjass. Greinin er til- tölulega ný af nálinni og ekki full- mótuð og því pláss fyrir sköpun.“ Áslaug hefur unnið með þekkt- um listamönnum á borð við Sant- ana, Deboruh Cox og MC Hammer auk fyrirtækja eins og Pixar, Macy‘s, Bloomingdale‘s og Micro- soft. Kennslan er þó hennar ástríða og hefur hún ferðast víða um heim. „Ég hef kennt í Kosta Ríka, Havaí, Mexíkó og Evrópu auk þess sem ég fer brátt til Dubaí.“ Nú er hún hins vegar í heimsókn á Íslandi ásamt eiginmanni sínum til eins árs. Áslaug mun kenna einn dans- tíma í Laugum í dag klukkan 18.30. „Þetta er opinn tími. Við munu hita upp og svo ætla ég að kenna nokk- ur spor,“ segir hún og vonast til að sjá sem flesta. solveig@frettabladid.is Kennir einn tíma á Íslandi Áslaug Óskarsdóttir dansari hefur unnið með mörgum frægum listamönnum og kennir dans um allan heim. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kennir einn danstíma í Laugum í kvöld klukkan 18.30. Áslaug Óskarsdóttir dansari kennir dans um allan heim en kennir einn tíma í Laugum í kvöld klukkan 18.30. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- OÐTILB Nýjar haustvörur Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.