Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 24
Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg býður upp á tónleikadagskrá á Menningarnótt sjö-
unda árið í röð. Tónleikarnir standa yfir allan daginn og mun hljómsveitin Q4U, með söng-
konuna Ellý í broddi fylkingar, reka smiðshöggið á þá rétt fyrir flugeldasýninguna klukkan 23.
Áslaug Óskarsdóttir eða Aushi,
eins og hún er oftast kölluð í dans-
heiminum, ólst upp með íslensk-
um foreldrum sínum í Kaliforníu.
„Ég var tíu ára þegar ég byrjaði
að dansa en fór að gera það af
alvöru fjórtán ára gömul,“ segir
Áslaug sem flutti í framhaldinu
til New York og stundaði nám við
Alvin Ailey-dansskólann í nokkur
ár. Í dag á hún dansstúdíóið Dance
Fusion Company í San Francisco
auk þess sem hún kennir í sumar-
skóla í New York. „Ég er yfir djass-
deildinni í Socata eða School of
Cinema and Performing Arts,“
segir Áslaug sem fær þangað nem-
endur frá öllum heimshornum,
meira að segja frá Íslandi.
Áslaug stundar margar dans-
greinar, frá djassi, samtímadansi
og hipphopp til balletts og nútíma-
dans. Hún segir enda mikla áherslu
lagða á það í dans geiranum, sér-
lega í New York, að dansarar hafi
sem mesta reynslu úr öllum áttum.
Þannig fari hip hop-dansarar í ball-
etttíma og öfugt. „Ég held að þátt-
urinn So You Think You Can Dance
hafi aukið mjög hróður dansins og
þar kemur vel fram þessi áhersla
á fjölbreytileika,“ segir Áslaug en
stúlka úr dansstúdíói hennar varð
meðal tuttugu efstu í síðustu þátta-
röð. „Það hefur orðið henni happa-
drjúgt því hún hefur fengið nóg að
gera.“
En er engin ein dansgrein í
meira uppáhaldi en aðrar? „Jú, það
er samtímadjass. Greinin er til-
tölulega ný af nálinni og ekki full-
mótuð og því pláss fyrir sköpun.“
Áslaug hefur unnið með þekkt-
um listamönnum á borð við Sant-
ana, Deboruh Cox og MC Hammer
auk fyrirtækja eins og Pixar,
Macy‘s, Bloomingdale‘s og Micro-
soft. Kennslan er þó hennar ástríða
og hefur hún ferðast víða um heim.
„Ég hef kennt í Kosta Ríka, Havaí,
Mexíkó og Evrópu auk þess sem
ég fer brátt til Dubaí.“ Nú er hún
hins vegar í heimsókn á Íslandi
ásamt eiginmanni sínum til eins
árs. Áslaug mun kenna einn dans-
tíma í Laugum í dag klukkan 18.30.
„Þetta er opinn tími. Við munu hita
upp og svo ætla ég að kenna nokk-
ur spor,“ segir hún og vonast til að
sjá sem flesta. solveig@frettabladid.is
Kennir einn tíma á Íslandi
Áslaug Óskarsdóttir dansari hefur unnið með mörgum frægum listamönnum og kennir dans um allan
heim. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kennir einn danstíma í Laugum í kvöld klukkan 18.30.
Áslaug Óskarsdóttir dansari kennir dans um allan heim en kennir einn tíma í Laugum í kvöld klukkan 18.30. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
www.xena.is
Mikið af
fínum skóm í
leikfimina
no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.-
Opið virka daga 11-18
laugardag 11-16
SKÓMARKAÐUR
no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.-
no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.-
OÐTILB
Nýjar
haustvörur
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.