Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 36
24 19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR
Opinber niðurgreiðsla líkams-tjóna í umferðarslysum hefur
lengi verið undarleg og óskiljan-
leg staðreynd hér þrátt fyrir fjár-
þörf hins opinbera í margt annað.
Ábendingar og áköll ýmissa á liðn-
um árum og áratugum til breyt-
inga á þessu fáránlega hátta-
lagi hafa engu skilað. Sinnuleysi
almennings, doði opinberra aðila,
þöggun fjölmiðla og hörð hags-
munagæsla áhrifaaðila,
sem tryggingafélögin
eru, virðast hafa ráðið
hér líkt og í kvóta málum
og lokun Guðmundar- og
Geirfinnsmála. Kostnað-
urinn lendir á almenn-
ingi eins og oft.
Sérstakur hvati til
skrifa um líkamstjón-
in er slys sem varð á
fögrum vordegi 2010.
Gömul vinkona var á
göngu til að kaupa fisk í
kvöldmatinn þegar öku-
maður missti stjórn á bíl
sínum svo hann fór upp
á gangstétt og klemmdi
hana upp við húsvegg og
braut hné og fleiri bein í
hægri fæti auk annarra
alvarlegra áverka. Lögregla og
sjúkralið voru fyrst til og síðan
komu sjúkrahúsdvalir, svo mán-
uðum skipti, með margvíslegum
aðgerðum. Og mjög er nú brugð-
ið vinkonunni, sem var ungleg
og óvenju vel á sig komin. Vantar
mikið á að hún hafi náð sér og
ljóst að aðgerðum svo sem endur-
hæfingu er langt í frá lokið.
Verkfræðistofan Línu hönnun
hefur áætlað kostnað vegna
umferðarslysa á árinu 2005 og
tengt hann launavísitölu Hag-
stofunnar. Samkvæmt því má ætla
að kostnaður vegna umferðarslysa
á árinu 2011 gæti verið um 38
milljarðar. Mikill hluti þessarar
fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem
kostunaraðila heilbrigðisþjónustu
og sjúkra- og örorkutrygginga,
auk annars sem tengist líkams-
tjónum í umferðarslysum.
Getur verið löglegt og
réttlætan legt að ríkissjóður beri
nánast allan kostnað af gáleysi
og glannagangi ökumanna og eða
bilunum ökutækja í umferðar-
slysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr.
88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987
segir: Sá sem ber ábyrgð á skrán-
ingarskyldu vélknúnu ökutæki
skal bæta það tjón sem hlýst af
notkun þess enda þótt tjónið verði
ekki rakið til bilunar eða galla á
tækinu eða ógætni ökumanns. Hér
hvílir því og hefur lengi hvílt víð-
tæk og ótvíræð laga-
skylda á eiganda bif-
reiðar að greiða tjón
sem hlýst af notkun
hennar. Þessi skylda
er síðan geirnegld
með laga skyldunni um
að ábyrgðar tryggja
ökutæki og þannig
ætti kostnaður inn af
umferðar slysunum
að lenda að mestu á
trygginga félögum
en ekki á ríkissjóði.
Ekki virðist tíðkað að
gera kröfur og leggja
fram reikninga vegna
margvís legrar opin-
berrar þjónustu hér,
svo sem þjónustu
heilbrigðis stofnananna,
nema þegar útlendingar eiga í
hlut. En ljóst má vera að fjár-
austur ríkissjóðs í lögbrot, sem
jafnan fylgja umferðarslysum,
hefur áhrif og dregur úr margvís-
legri viðleitni til að koma í veg
fyrir slys. Á þennan hátt hefur
ríkis sjóður niðurgreitt líkamstjón.
Margar opinberar stofnanir
sem ættu að láta sig þetta varða,
hafa ekkert gert í málinu svo séð
verði. Nefnd skulu: Alþingi, dóm-
stólar, ráðuneyti fjármála, innan-
ríkis og velferðar, Ríkisendur-
skoðun, umboðsmaður Alþingis,
Persónuvernd, umboðsmaður
barna og Umferðarstofa, svo og
Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Um nokkurra missera skeið hefur verið unnið að undir-
búningi Þekkingarmiðstöðvar
Sjálfsbjargar (ÞS). Um er að ræða
samstarfsverkefni Sjálfsbjargar
landssambands fatlaðra og Sjálfs-
bjargarheimilisins í samvinnu við
velferðarráðuneytið. Markmið
með verkefninu er veita hreyfi-
hömluðu fólki upplýsingar um allt
sem viðkemur réttindum þess og
þjónustuframboði á einum stað.
Einnig mun miðstöðin standa fyrir
fræðslustarfsemi og námskeiða-
haldi.
Í dag þarf hreyfihamlað fólk
að sækja upplýsingar til ýmissa
stofnana, fyrirtækja og samtaka
sem getur reynst bæði tímafrekt
og slítandi. Þjónusta og upplýs-
ingagjöf eru oft á tíðum á sömu
hendi og hlutleysi upplýsinga því
etv. ekki tryggt. Verðmæti þjón-
ustu ÞS felast í fjárhags- og tíma-
sparnaði fyrir einstaklinginn og
samfélagið í heild. Lögð hefur
verið mikil vinna bæði í þarfa-
greiningu og gerð framkvæmda-
áætlunar, sem tryggja á góðan
grunn fyrir rekstur ÞS. Auk þess
hefur markviss kynning á miðstöð-
inni þegar hafist með viðtölum við
fjölda fólks, bæði tilvonandi sam-
starfsaðila og notendur þjónust-
unnar. Einnig fór kynning á fyrir-
hugaðri miðstöð fram á sérstökum
fundum sem Öryrkjabandalag
Íslands stóð fyrir sl. vetur víðs
vegar um landið.
Í störfum miðstöðvarinnar verð-
ur gengið út frá norræna tengsla-
líkaninu en þar er lögð áhersla á
tengsl og samskipti milli einstak-
lings og samfélags; þ.e. hinn fatl-
aði einstaklingur á ekki einhliða
að þurfa að laga sig að umhverf-
inu heldur verður umhverfið að
laga sig að hans þörfum. Lögð
verður áhersla á sjálfstætt líf
fatlaðra en í því felst m.a. að bar-
ist er fyrir jöfnum tækifærum,
sjálfsákvörðunar rétti og sjálfs-
virðingu. Hugmyndafræðin felur
í sér að allar manneskjur, óháð
eðli og alvarleika skerðingar, eiga
rétt á þátttöku í samfélaginu til
jafns við aðra. Auk þess felur hug-
myndafræðin í sér kröfu um val
og stjórn í daglegu lífi. Vald efling
verður eitt af grunnstefunum í
verkefnum miðstöðvarinnar. Vald-
efling í þjónustu við fatlað fólk
snýst um lífsgæði, mann réttindi
og borgaraleg réttindi. Auk þess
felur hugtakið í sér grundvallar-
breytingar á við horfum og upp-
byggingu á þjónustu fyrir fatlað
fólk. Bent hefur verið á að einn
þáttur í vald eflingu fatlaðs fólks
sé mikilvægi þess að það hafi
greiðan aðgang að upp lýsingum
og ráðgjöf sem auðveldi val og geri
því kleift að taka ákvarðanir.
Lengi hefur sú hugsun verið
ríkjandi, jafnvel meðal veitenda
þjónustu, að fatlað fólk eigi að vera
þakklátt fyrir að fá þá þjónustu
sem að því er rétt. Auk þess að eðli-
legt sé að fatlað fólk sé í láglauna-
störfum ef það er á annað borð svo
„heppið“ að fá vinnu. Góðvildar-
sýnin hefur einnig lengi ráðið
ríkjum í málefnum fatlaðs fólks
og hafa hagsmunasamtök þessara
hópa jafnvel gerst sek um að ýta
undir vorkunnsemi. Slík vorkunn-
semi tengist hugsanlega læknis-
fræðilegri sýn á fötlun þar sem
einstaklingurinn er skilgreindur
sem sjúkur og því minnimáttar.
Enn ber á fordómum í þjóðfélag-
inu gagnvart hreyfihömluðum.
Með uppbyggingu Þekkingar-
miðstöðvar Sjálfsbjargar verður
stigið mikilvægt skref í að upp-
ræta þá.
Með fyrrnefndri félagslegri
nálgun sem verið hefur að ryðja
sér til rúms undanfarin ár og starf
ÞS mun grundvallast á, fylgir vald-
efling fyrir einstaklinginn, þ.e. að
hann skilgreini sjálfur líf sitt, lang-
anir, aðstæður og þarfir. Notenda-
stýrð persónuleg aðstoð sem bygg-
ir á því að einstaklingurinn stýri
sjálfur þeirri aðstoð sem hann þarf
á að halda tengist vald eflingunni
beint. Fatlað fólk vill ekki for-
réttindi og góðgerða stimpil held-
ur að geta staðið til jafns við aðra
eins og lögð er áhersla á í Samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna um rétt-
indi fatlaðs fólks. Nauðsynlegt er
að ÞS fylgi þessari hugmyndafræði
eftir í öllu sínu starfi.
Ætla má að starfsemi mið-
stöðvar innar, og þá ekki hvað síst
jafningjastuðningur og stuðning-
ur við aðstandendur, geti sparað
stórar fjárhæðir í velferðarkerfinu
með eflingu einstaklingsins og
fjölskyldu hans. Þannig má hugsa
sér að einstaklingurinn geti orðið
virkari í samfélaginu, tekið þátt í
atvinnulífinu og dregið sé úr and-
legri vanlíðan hans. Aukin lífs-
gæði einstaklings og bætt andleg
líðan getur leitt til lægri sjúkra-
húss- og lyfjakostnaðar ríkisins.
Sjálfsbjörg hefur kynnt verk-
efnið fyrir velferðarráðherra og
ráðuneyti hans sem hefur tekið
vel í þessar hugmyndir. Hjá Sjálfs-
björg eru miklar væntingar til
þessa nýja verkefnis og er það von
okkar m.a. með jákvæðum stuðn-
ingi yfirvalda að okkur auðnist að
eiga þátt í að varða leið fólks með
hreyfihömlun og vonandi annarra
síðar meir til sjálfstæðs lífs.
Áætlað er að Þekkingarmiðstöð
Sjálfsbjargar opni með formlegum
hætti fyrrihluta næsta árs. Frek-
ari upplýsingar um miðstöðina er
að finna á heimasíðu Sjálfsbjargar
lsf., sjalfsbjorg.is. Þar má einnig
sjá heimildaskrá, en stuðst er við
nokkrar heimildir þaðan í þessari
grein.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar
Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga,
olíukreppa, óeirðir á Englandi,
búferlaflutningar til Norðurlanda
og matarskattur. Alveg eins og
núna. Hvað er í gangi?
Þá eins og nú hafði vinstri stjórn
tekið við eftir áralanga óstjórn
hægri manna. Með Þjóðarsáttinni
árið 1989 voru lögð drög að upp-
byggingu efnahagslífsins og EES-
samningurinn var innan seilingar.
Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum
sínum mætti til að komast aftur
að kjötkötlunum og þegar loks fór
aftur að sjá til sólar komst flokkur-
inn til valda með efnahagsstefnu
sem lagði landið í rúst á 18 árum.
Efnahagsstefna Sjálfstæðis-
flokksins byggðist á stiglækkandi
sköttum og litlu sem engu félags-
legu kerfi. Með öðrum orðum: því
hærri tekjur sem menn höfðu, því
lægri skatta greiddu þeir til sam-
félagsins. Þeir tekjulágu skyldu sjá
um sig sjálfir. Samhliða var dregið
úr skatteftirliti og skattrannsóknir
heyrðu til undantekninga. Í stað-
inn var fólki talin trú um að lækk-
un virðisaukaskatts á matvæli úr
24,5% í 14% og síðar 7% bætti
kjör láglaunafólks eða kæmi í stað
beinna greiðslna eins og hækkun
persónuafsláttar og barna- og hús-
næðisbóta.
Upphaf hins svonefnda matar-
skatts má rekja til krafna Alþýðu-
sambands Íslands, ASÍ, vorið 1993
um að kjör hinna lægst launuðu
yrðu bætt. Í kjölfarið setti ríkis-
stjórn Alþýðu- og Sjálfstæðis-
flokks, Viðeyjarstjórnin, lög um
lækkun virðisaukaskatts á mat-
væli. Miklar efasemdir vöknuðu
á Alþingi um skilvirkni þess að
lækka virðisaukaskatt af mat-
vælum til að jafna tekjur og var
Efnahags-og viðskiptanefnd þrí-
skipt um málið. Í kjölfarið óskaði
Halldór Ásgrímsson, Framsóknar-
flokki, eftir úttekt Ríkisendur-
skoðunar um áhrif lækkunarinn-
ar. Meginniðurstaða hennar var
sú, að aðgerðirnar hefðu gjör-
samlega mistekist. Lækkun
virðisauka skatts úr 24,5% í 14%
til að auka kaupmátt heimilanna
var versta leiðin sem völ var á
í stöðunni. Útreikningar Ríkis-
endurskoðunar bentu til þess að
aðeins 16% af tekjutapi ríkissjóðs
við aðgerðina hefðu skilað sér
til lágtekju heimilanna. Skýrsla
Ríkis endurskoðunar byggist m.a.
á rannsóknum þeirra Anthonys
Atkinson og Josephs Stiglitz frá
árinu 1976, en þeir bentu á að hag-
kvæmasta leiðin til þess að laga
kjör þeirra sem minnst báru úr
býtum væri fjölþrepa tekjuskattur
og flatur virðisaukaskattur.
Niðurstaða Ríkisendurskoðunar
er mikill áfellisdómur yfir stjórn-
sýslunni í heild sinni. Menn rjúka
upp til handa og fóta og öllu kerf-
inu er breytt í nafni félagslegs
réttlætis án nokkurra rannsókna.
Þegar storminn lægir og staðan
er skoðuð kemur jafnvel í ljós að
betra hefði verið að halda að sér
höndum. Í þessu tilviki taldi Ríkis-
endurskoðun að miklu nær hefði
verið að fara í beinar aðgerðir, s.s.
að hækka barnabótaauka, hækka
hátekjuskatt og hækka persónu-
afslátt, samskonar aðgerðir og
núverandi ríkisstjórn greip til
árið 2010 í kjölfar kreppunnar, en
þær hefðu skilað lágtekjuheimil-
um miklu meira en áðurnefndar
aðgerðir. Samt var þessi skýrsla
týnd og tröllum gefin þegar stjórn-
völd fóru aftur af stað og lækkuðu
matarskattinn úr 14% í 7%, með
lögum nr. 175/2006, en þá notuðu
þau nákvæmlega sömu rök og
áður, þ.e. að slíkar aðgerðir kæmu
lágtekjuheimilunum best. Miðað
við áðurnefnda útreikninga Ríkis-
endurskoðunar má reikna með að
aðeins 10% af tekjutapi ríkissjóðs
vegna lækkunar virðisaukaskatts
skili sér til lágtekju heimila. Hin
90% fara til þeirra sem ekki þurfa
á aðstoð að halda. Þessi aðgerð er
því bæði dýr og ómarkviss, eink-
um þegar þröngt er í búi vegna
óstjórnar síðustu ára. Mun mark-
vissari aðgerð í ríkisfjármálum
væri að hafa eitt 20% virðisauka-
skattsþrep, án nokkurrar undan-
þágu eins og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn leggur nú til, en þær
tillögur eru samhljóma fyrsta
frumvarpinu um virðisaukaskatt
og hækka persónuafslátt og barna-
og húsnæðisbætur. Þannig fengi
ríkissjóður meira upp í skuldahala
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
og þeir nytu aðstoðar sem þurfa á
henni að halda.
Matarskattur: kjarabót eða
pólitískt moldviðri?
Þannig hljóðaði fyrirsögn við frétt í Vikudegi þegar þar var
greint frá niðurstöðu atkvæða-
greiðslu í bæjarstjórn Akur eyrar
21. júní sl. varðandi breytingu á
deiliskipulagi við Hólabraut og
Laxagötu til þess að auðvelda
Ríkinu (ÁTVR) að stækka við
verslun sína á Akureyri, þá einu
í bænum. Rétt er að tillagan var
samþykkt í bæjarstjórn, en einung-
is af 6 fulltrúum L-listans, en fjórir
bæjarfulltrúar minnihlutans, þar á
meðal ég fulltrúi D-lista, greiddu
atkvæði gegn tillögunni og fimmti
minnihlutafulltrúinn sat hjá.
Þessi fyrirsögn rifjaðist upp
fyrir mér þegar ég las opnuviðtal
við Odd Helga Halldórsson, for-
mann bæjarráðs og föður L-listans,
í sama blaði nú á dögunum.
Nú skal áfram haldið boðar
Oddur Helgi. Mál sem hafa vafist
fyrir fyrri meirihlutum verða nú
afgreidd á færibandi enda hefur
hann vissu fyrir því að fyrir þeim
er mikill meirihluti í bænum, í
sumum tilvikum segir hann 9 af
hverjum 10 bæjarbúum hlynnta
viðkomandi máli. Engu skiptir að
þetta eru mál sem hafa mikil áhrif
á lítinn fjölda íbúa. Lítil íbúðar-
byggð við Hólabraut og Laxa götu
mátti sín lítils þegar meirihluti
bæjarstjórnar gætti í engu að hags-
munum þeirra og veitti Ríkinu færi
á að stækka eina af þriðju veltu-
mestu afgreiðslum sínum án þess
að í nokkru væri komið til móts
við íbúana. Einokunaraðili fékk
sitt fram undir því yfirskyni að
hann væri að auka þjónustuna við
fjöldann.
Annað skipulagsmál hefur lengi
verið deilumál í bænum en það er
lagning Dalsbrautar frá Miðhúsa-
braut að Þingvallastræti eða lið-
lega 1.000 m langur kafli. Eftir til-
komu Miðhúsabrautar segir nýleg
verkfræðiúttekt að ekki sé þörf á
lagningu þessa spotta til þess að
leysa úr umferðarþunga í næstu
framtíð, en hins vegar bæti gatan
umferðarskipulag og skapi heild-
stæðara reitakerfi í gatnakerfi
bæjarins. Ég hef því þráfaldlega
lagt til og kallað eftir því að gatan
verði lögð sem 30 km gata, enda
fer hún framhjá skóla og íþrótta-
húsi og tekur við umferð úr nýju
hverfi þar sem allar götur eru með
30 km hámarkshraða. Þannig er
umferðar hraða líka háttað í öðrum
hverfum bæjarins. Þetta er grunn-
ur að sátt í erfiðu máli.
Á þessa sátt getur meirihlut-
inn ekki sæst, enda til hvers segir
Oddur Helgi þegar 9 af hverjum 10
bæjarbúum eru samþykkir lagn-
ingu götunnar og Miðhúsabraut
virkar ekki að hans mati hvað svo
sem öllum verkfræðiúttektum
líður?
En stóru úrlausnarmálin bíða,
enda ekki vitað hvar meirihluti íbú-
anna liggur í þeim efnum. Síkið er
enn inni á skipulagi og meirihlut-
inn lét ógert að taka aðalskipulagið
til endurskoðunar. Miðbæjarskipu-
lagið bíður og allt það sem þar var
lofað af hálfu L-listans. Kostar of
mikið að skoða er viðbáran. Síðan
er stokkurinn góði sem átti að leysa
öll mál varðandi Dalsbrautina,
lausnin sem hinir flokkarnir sáu
ekki, gleymdur og tröllum gefinn.
Ríkið rann í gegn
Niðurgreiðsla líkamstjóna?
Samfélagsmál
Tryggvi
Friðjónsson
framkvæmdastjóri hjá
Sjálfsbjörg
Efnahagsmál
Jóhannes Hraun-
fjörð Karlsson
skattasagnfræðingur og
doktorsnemi í hagfræði
við HÍ
Skipulagsmál
Ólafur
Jónsson
bæjarfulltrúi D-lista
Umferðarslys
Tómas
Gunnarsson
lögfræðingur
Samkvæmt
því má ætla
að kostnaður
vegna um-
ferðarslysa
á árinu 2011
gæti verið
um 38 millj-
arðar.
Góðvildarsýnin hefur einnig lengi ráðið
ríkjum í málefnum fatlaðs fólks og hafa
hagsmunasamtök þessara hópa jafnvel
gerst sek um að ýta undir vorkunnsemi.