Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 16
16 2. september 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Kristinn Magnússon segir frá líflegu og annasömu starfi slökkviliðsmannsins. HALLDÓR Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mán-uði fram frumvarp til nýrra stjórnskip- unarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannrétt- indum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Það er eðlilegt í lýðræðislandi þar sem ekki er amast við ólíkum skoðunum og ekki krafist pólitísks rétttrún- aðar. Vonandi kemst Alþingi að farsælli niðurstöðu á grund- velli frumvarpsins sem byggt er á gildandi stjórnarskrá og tekur mið af afstöðu þjóðfund- ar sem þúsund manns af öllu landinu og á öllum aldri sátu í lok síðasta árs, enda benda líkur til að meirihluti alþingis- manna sé hlynntur grundvall- aratriðum frumvarpsins. Hafa ber í huga að Alþingi Íslendinga þiggur vald sitt frá þjóðinni, enda er slíkt tekið fram í stjórnarskrám margra lýðræðisríkja og í frumvarpi stjórnlagaráðs Alþingis segir: „Alþingi fer með löggjafarvald- ið í umboði þjóðarinnar.“ Öll stórmál ber í framtíðinni að leggja í dóm þjóðarinnar eins og „hið nýja lýðræði“ gerir ráð fyrir. Þetta er grundvöllur lýðræðis nýrrar aldar og það er m.a. þetta sem stefnt er að með nýrri stjórnarskrá: að efla lýðræði í landinu, auðvelda aðkomu almennings að stjórn landsins og koma í veg fyrir óheft flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratuga skeið. Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grundvall- arlög lýðveldisins Íslands – með málefnalegri umræðu þar sem skipst er á skoðunum um mikilsverðasta mál íslenskrar stjórn- skipunar. Ný stjórnarskrá – ný grundvallarlög Ný stjórnar- skrá Tryggvi Gíslason fv. skólameistari Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grund- vallarlög lýðveldisins Íslands. Skemmdarverkin ógurlegu Björn Bjarnason fer mikinn í pistli á Evrópuvaktinni og segir að núver- andi ríkisstjórn sé verri afleiðing bankahrunsins en fjárhagstjónið. Hann tínir til þrjú skemmdarverk sem stjórnin á að hafa unnið. 1) Að reka Davíð Oddsson úr Seðlabank- anum. 2) Að ætla sér að breyta stjórnarskrá lýðveldisins. 3) Að fela forsætisráðherra vald til að breyta stjórnarráðinu. Óvíst er hvort margir taka undir með Birni að þessir þrír gjörningar séu þeir hræðilegustu. Meira að segja hörðustu stjórnarsinnar yrðu ekki í vandræðum með að finna dæmi um verri stjórnarathafnir en að vilja breyta stöðnuðu valdakerfi Björns Bjarnasonar. Að kyngja því meltu Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra er maður hagur á íslenska tungu. Honum hefur undanfarið orðið tíðrætt um að hann vilji ekki „kyngja því ómeltu“ að Kínverji nokkur kaupi sér jörð á Norðurlandi. Vissulega hefst meltingin í munnholinu, en flestir kjósa þó að kyngja ómeltri en meltri fæðu. Ekki um kvikmyndaskóla Hér var í gær rætt um þá furðuskýr- ingu á málefnum Kvikmyndaskóla Íslands að Vinstri grænum mislíkaði að hafa þurft að feðra Georg Bjarn- freðarson. Skýringin var eignuð Birni Brynjúlfi Björnssyni. Þetta er mis- skilningur. Björn Brynjúlfur skrifaði grein um niðurskurð til kvikmynda- sjóða og birti hann þessa sögu frá kunningja sínum, ekki þó sem hina réttu skýringu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. kolbeinn@frettabladid.isÖ gmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 fer- kílómetrar. Þá hefur hann mikil áform um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni fyrir milljarða króna, meðal annars til að stuðla að fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann, sem er eitt af markmiðum stjórnvalda og ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Hann hefur skrifað undir viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á svæðinu um þessa fjárfestingu. Hann hefur sagzt hafa mikinn áhuga á nátt- úruvernd og að vinna með þjóð- görðum í nágrenninu, en hefur ekki áhuga á vatnsréttindum. Ástæðurnar fyrir efasemdum Ögmundar eru meðal annars hugsanleg ítök í auðlindum á borð við vatnið. Þá vitnar hann til þess að Kínverjar séu að „kaupa upp heiminn“ og hugsi í „lang- tímafjárfestingum og langtímaáhrifum/yfirráðum“. Nú er út af fyrir sig ástæða til að hafa varann á sér gagnvart kínverskri heimsvaldastefnu. En gerist það með því að banna einkafyrirtæki að fjárfesta fyrir milljarða króna? Ef ráðherrar hafa áhyggjur af útþenslustefnu Kínverja, af hverju leyfðu þeir þá Seðlabankanum að gera gjaldeyrisskiptasamning við Kína í fyrra? Slíka samninga gerir Kína víða um heim og þeir hafa verið túlkaðir sem viðleitni til að gera júanið að heimsgjaldmiðli. Staðreyndin er sú að hér eiga útlendingar fjölda eigna, bæði hús og jarðir. Margir eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þurfa ekkert opinbert leyfi til að kaupa þær. Aðrir koma frá ríkjum utan EES. Svissneskur maður á til dæmis tugi hektara í Heiðardal í Mýrdal og á þar vatns- og veiðiréttindi. Hefur það verið eitthvert vandamál frekar en aðrar erlendar fjárfestingar? Á það hefur verið bent að eignarréttur Huangs Nubo verður háður sömu takmörkunum og réttur annarra landeigenda. Hann verður háður íslenzkri löggjöf um auðlindir, framkvæmdir og skipulag. Ef kínversk stjórnvöld færu að beita sér til að reyna að hafa áhrif á þessa löggjöf í þágu kínverskra fjárfesta væri ástæða til að hafa áhyggjur. En nákvæmlega ekkert bendir til slíks. Fréttablaðið segir frá því í dag að undanfarin ár hafi tugir undanþágna verið veittir útlendingum, sem kaupa vilja fjárfest- ingar á Íslandi. Fjárfestingarsamningur Íslands og Kína kveður á um að kínverskir fjárfestar njóti hér sömu réttinda og aðrir. Og að íslenzkum fjárfestum sé heldur ekki mismunað í Kína, sem flestum þykir líklega sjálfsagt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af því að ríkisstjórn- in hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu á Íslandi. Á meðan ráðherrar haga sér eins og þeir hafa gert í máli Magma Energy og gera nú í máli Huangs Nubo, gefa þeir beinlínis til kynna að þeir hafi engan áhuga á erlendri fjárfestingu í landinu. Það er vissulega áhyggjuefni. Á fjárfesting í ferðaþjónustu á Íslandi að gjalda fyrir meinta kínverska heimsvaldastefnu? Ekki fjárfesta takk Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.