Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 54
2. september 2011 FÖSTUDAGUR34 HLÝLEGRA UM AÐ LITAST Ásgeir Kolbeinsson á skemmti- og veitingastaðnum Austur eftir endurbæturnar sem hafa staðið yfir að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í hönd- unum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastað- arins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veit- ingahúsagesti á kvöldin og jafn- framt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmat- seðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konu- réttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkj- ast lengi og hann er öflugur fjár- málamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til lands- ins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þess- ar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spont- ant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Holly- wood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“ - fb Ásgeir bíður spennt- ur eftir Jim Carrey Nýjasta James Bond-myndin verður líklega tekin upp að hluta til á Indlandi. Þetta verður önnur Bond-myndin sem verður tekin upp þar í landi. Octopussy sem kom út 1983 var sú fyrsta. Einnig er talið að einhverjar tökur verði í Suður-Afríku. 23. Bond-myndin hefur enn ekki fengið nafn. Leikstjóri verður Sam Mendes, sem á að baki myndir á borð við American Beauty og Road To Perdition, og frumsýning verður 9. nóvember á næsta ári. Daniel Craig verður sem fyrr í hlutverki njósnara hennar hátignar, 007. James Bond til Indlands ÞRIÐJA MYNDIN Næsta James Bond- mynd verður sú þriðja með Daniel Craig í aðalhlutverki. Kvikmyndin Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunn- ars Sigurðssonar er komin í bíó. Myndin var tekin upp á aðeins sextán dögum og fóru upptökur fram á sunn- anverðum Vestfjörðum. „Ég er mjög stoltur að eiga þátt í þessu verkefni. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson leikari. Hann fer með aðalhlutverkið á móti Hilmari Guðjónssyni í kvik- myndinni Á annan veg sem fer í almennar sýningar í kvöld. Auk þeirra fer Þorsteinn Bachmann með stórt hlutverk. Á annan veg er lágstemmd kómedía sem segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingasnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á níunda áratugnum. Myndin, sem var að miklu leyti unnin í sjálf- boðavinnu, er sú fyrsta sem leik- stjórinn Hafsteinn Gunnar Sig- urðsson sendir frá sér. Hún er einnig fyrsta mynd Sveins og Hilmars í aðalhlutverkum. Á annan veg var tekin upp á mettíma, eða sextán dögum, og fóru tökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar Patreksfjarð- ar veittu tökuliðinu góða aðstoð á meðan það bjó í bænum. „Það fylgdi þessu gott karma frá fyrsta degi. Við vorum mjög sterk þrenn- ing, ég, Haddi [Hafsteinn Gunn- ar] og Himmi [Hilmar Guðjóns- son]. Þetta verkefni hafði einhvern veginn meðbyr alveg frá byrjun,“ segir Sveinn Ólafur. „Haddi talaði um það í byrjun þegar við komum á Patró að þar væri valinn maður í hverju rúmi og það reyndist vera raunin.“ Sveinn hafði gaman af því að vinna með Hilmari. „Það skapaðist sérstakur vinskapur með okkur. Ég vissi af honum en við þekkt- umst ekkert. Núna erum við mikl- ir og góðir vinir.“ Spurður hvort stemning í anda kvikmyndarinn- ar Brokeback Mountain hafi verið uppi á heiði við tökurnar hlær hann. „Þetta er kannski frekar rannsókn á karlmennsku en þessi mynd fer samt ekki í sömu átt. Þetta er kannski á einhvern hátt okkar kúreki, þessi vegavinnu- maður, en ekki samkynhneigði kúrekinn.“ Hilmar segir að það hafi verið gjörsamlega æðislegt að leika í myndinni. Hann kveðst aldrei hafa haft neinar áhyggjur meðan á gerð hennar stóð. „Maður gleymdi sér bara í verkefninu, það var svo gaman að vinna það.“ Samstarf hans og Sveins Ólafs gekk einnig mjög vel að hans mati. „Þetta var byrjunin á mjög góðri vináttu.“ Á annan veg hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu kvik- myndahátíð San Sebastian fyrir bestu frumraun leikstjóra. Hátíðin verður haldin á Spáni dagana 16. til 24. september. freyr@frettabladid.is MYNDUÐU STERKA ÞRENNINGU STERK ÞRENNING Hilmar Guðjónsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson mynduðu sterka þrenningu við tökurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.