Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 58
2. september 2011 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísland mætir Norðmönn- um á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í undankeppni EM 2012 í kvöld. Fátt annað en stoltið er í húfi hjá íslenska liðinu en það norska á í harðri baráttu um sæti í sjálfri lokakeppninni í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Í síðustu viku var tilkynnt að Ólafur myndi stíga til hliðar að lokinni undankeppninni þegar samningur hans við KSÍ rennur út. Sjálfur segir hann að sú til- kynning hafi engu breytt í undir- búningi leiksins. „Ég mun klára minn samning og sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þetta hefur því engu breytt,“ sagði Ólafur á blaða- mannafundi íslenska liðsins á Ullevaal í gær. Hann segist engin sérstök viðbrögð hafa fengið frá leikmönnunum um tíðindin. „Nei, ekki nein.“ Rúrik Gíslason var einnig á fundinum og segist sjálfur ekki hafa leitt hugann mikið að stöðu Ólafs. „Landsleikir skipta alltaf jafn miklu máli, hvort sem Óli er að hætta eða ekki. Hann er enn þjálfarinn okkar.“ Mikil og sterk umræða hefur verið um stöðu Ólafs undanfarna mánuði og segir Rúrik að honum sé viss vorkunn. „Auðvitað vor- kennir maður Óla, hann hefur fengið alla gagnrýnina. En það má ekki heldur gleyma því að við erum lið og þó svo að þjálfarinn taki mikla ábyrgð á því berum við leikmenn okkar sök. Við vitum vel að við höfum ekki verið að standa okkur eins og við getum best.“ Ísland vann síðan keppnisleik árið 2008 og segir Rúrik að leik- menn hungri í sigur. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir landsleikj- um og er ávallt fullur sjálfstrausts. Við förum inn í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Vissulega eru meiðsli og forföll í okkar hópi en við eigum góða leikmenn sem koma inn í liðið í þeirra stað. Ég finn að menn eru hungraðir í sigurinn.“ Á blaðamannafundinum voru þeir sem fyrir svörum sátu spurð- ir af norskum blaðamönnum út í stöðu Íslands á heimslista FIFA. Rúrik gaf lítið fyrir þær spurn- ingar. „Þetta skiptir mig engu máli. Við vitum best sjálfir hvern- ig við höfum staðið okkur upp á síðkastið og tek ég þessu ekki alvarlega.“ Um leikinn sjálfan sagði Ólafur að hann ætti von á því að Norð- menn myndu sækja hratt og stíft á íslensku vörnina. „Lykilatriði verður eins og alltaf að verjast vel. Ég býst við mikilli hápressu frá Norðmönnum og hef undirbúið liðið fyrir það.“ Mikil forföll eru í íslenska landsliðinu og verður Kristján Örn Sigurðsson í banni í kvöld. Indriði Sigurðsson gæti tekið stöðu hans sem miðvörður og Hjörtur Logi Valgarðsson þá komið inn í stöðu vinstri bakvarð- ar. Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla, sem og Ólafur Ingi Skúlason, og því líklegt að Helgi Valur Daníelsson sinni stöðu varnartengiliðs við hlið Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Að öðru leyti ætti uppstillingin að vera nokkuð hefðbundin, með Kolbein Sigþórsson sem fremsta sóknar- mann. Síðustu pörinn af Sumarlínunni 2011 nú á 40% afslætti frá 2. til 6. sept- ember, komdu og gerðu kaup. afsláttur af Ecco golfskóm ecco.com Casual Cool II - herra Verð áður kr. 29.995 Verð nú kr. 17.995 Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150024-54411 Casual Cool - dömu Verð áður kr. 27.995 Verð nú kr. 16.995 Stærðir: 35 - 43 | Vörunr. 120023-56455 Casual Cool - dömu Verð áður kr. 27.995 Verð nú kr. 16.995 Stærðir: 35 - 43 | Vörunr. 120023-51052 Casual Cool II - herra Verð áður kr. 24.995 Verð nú kr. 14.995 Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150014-56904 Casual Cool II - herra Verð áður kr. 24.995 Verð nú kr. 14.995 Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150014-56901 Casual Cool - dömu Verð áður kr. 24.995 Verð nú kr. 14.995 Stærðir: 35 - 43 | Vörunr. 120013-56938 Casual Cool II - herra Verð áður kr. 29.995 Verð nú kr. 17.995 Stærðir: 39 - 47 | Vörunr. 150024-56462 Classic - herra Verð áður kr. 29.995 Verð nú kr. 17.995 Stærðir: 39 - 50 | Vörunr. 140524-51222 Comfort Classic - herra Verð áður kr. 33.995 Verð nú kr. 20.995 Stærðir: 40 - 47 | Vörunr. 141004-01007 40% S í m i 5 5 3 8 0 5 0 NORÐMENN verða án þriggja af sínum stærstu knattspyrnustjörnum í kvöld. John Arne Riise og Morten Gamst Pedersen eru meiddir og þá er John Carew ekki í góðu leikformi og verður á bekknum. Moa, framherji Hannover 96, verður í norsku sókninni í hans stað en hann hefur verið sjóðheitur í Þýskalandi í upphafi tímabilsins. Hann skoraði einnig annað markið í 2-1 sigrinum á Íslandi fyrir ári síðan. Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Ósló í Noregi eirikur@frettabladid.is FÓTBOLTI Eiríkur Stefán Ásgeirs- son, íþróttafréttamaður á Frétta- blaðinu, hefur sett saman pistil um stöðu íslenska landsliðsins sem mætir Noregi í Osló í kvöld. Þar skrifar hann meðal annars um það að stærsti munurinn á stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar, þjálfara íslenska landsliðsins, og Egils „Drillo“ Olsen, þjálf- ara Noregs, sé að Drillo sé löngu búinn að finna sitt lið og hafi haldið sig við það. Hið sama sé ekki hægt að segja um Ólaf. Ólafur hættir sem þjálfari eftir undankeppnina og nýr maður verður að mati Eiríks að kynna sér hvaða mistök voru gerð í stjórnartíð forvera hans og ef til vill líka hvernig í ósköp- unum Egil „Drillo“ Olsen, þjálf- ari Noregs, kom liðinu á þann stall sem það er á í dag. Allan pistil Eiríks Stefáns má finna á Vísi. Utan vallar um landsliðið: Þarf að leita í smiðju Drillos EGIL „DRILLO“ OLSEN Hefur komið norska landsliðinu upp í tólfta sæti á FIFA-listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Leikmenn bera líka sök á genginu Ísland mætir Noregi í undankeppni EM 2012 ytra í kvöld. Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, vorkennir Ólafi Jóhannessyni þjálfara fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið og segir að leikmenn beri líka sök. EINN AF FRAMTÍÐARMÖNNUNUM Rúrik Gíslason er af ungu mönnunum í íslenska A-landsliðinu. Hér er hann í leik með 21 árs landsliðinu á EM í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.