Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 4
2. september 2011 FÖSTUDAGUR4 ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 27° 21° 18° 26° 27° 17° 17° 27° 25° 31° 25° 29° 18° 29° 27° 18°Á MORGUN Strekkingur á V-fjörðum annars mun hægari. SUNNUDAGUR Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. 10 10 11 11 11 13 14 14 13 13 6 9 7 8 9 7 5 6 5 6 7 8 13 12 12 14 8 10 15 12 14 7 HELGARSPÁIN Veðrið um helgina verður nokkuð gott. Vindur verður yfi rleitt mjög hægur en strekk- ingur á Vestfjörð- um. Víða dálítil væta á morgun en á sunnudag styttir víðast upp og léttir jafnvel eitthvað til, einkum syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Hvernig verður nýtingarrétti Huangs Nubo háttað á Grímsstöðum, gangi kaup hans eftir? Allar meiriháttar framkvæmdir sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill ráðast í á Grímsstöðum á Fjöllum verða háðar samþykki meðeiganda hans, ríkisins. Nubo hefur sótt um undanþágu hjá inn- anríkisráðuneytinu frá banni við fasteignakaupum ríkisborgara utan EES til að geta keypt 72 pró- senta hlut í Grímsstöðum, sem er um 300 ferkílómetra jörð, ein sú stærsta á landinu öllu. Ríkið á 25 prósenta hlut í jörðinni og stendur ekki til að selja hann, samkvæmt Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fái Nubo undanþágu hjá ráðu- neytinu mun hann eiga Gríms- staði í óskiptri sameign með rík- inu. Með óskiptri sameign er átt við að eignarhlutum landsins er ekki skipt upp landfræðilega, held- ur eiga báðir aðilar sinn hlut, óháð staðsetningu. Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður segir Nubo í raun og veru vera með hendur bundnar hvað framkvæmdir varðar þar til ríkið veiti samþykki sitt. „Hann gæti hugsanlega farið í eitthvað sem væri ekki á neinn hátt að ganga á hagsmuni sameiganda hans, eins og til dæmis að koma sér upp sauðfé og beita því á land- ið. Allt umfram það útheimtir sam- þykki sameigandans.“ Þeir sem eiga saman jörð í óskiptri sameign geta látið skipta lóðinni upp landfræðilega. Karl bendir þó á að það sé ekki einung- is stærð landsins sem skipti máli, heldur einnig hvernig landið er metið. „Hluti af Grímsstöðum er regin- fjöll og öræfi – algjörlega verðlaust land. Annað er undirlendi sem er miklu verðmætara,“ segir Karl. „Eftir skiptingu þurfa eigendur að eiga það sem svarar hlutfallslegri eign þeirra í verðmætum. Stærð er ekki eini mælikvarðinn, heldur líka gæði og eðli landsins.“ Ef til þess kæmi að ríkið seldi Nubo sinn hlut í Grímsstöðum, væri hann háður sömu lögum er varða lóðareignir og allir aðrir landeigendur. „Ef hann ætti landið einn og áformaði framkvæmdir, þá þyrfti hann að fá samþykkt deiliskipu- lag eða breytingu á aðalskipulagi, byggingaleyfi, leyfi samkvæmt auðlindalöggjöf og svo framvegis. Allt með nákvæmlega sama hætti og ef íslenskur aðili ætlaði að fara sömu leið,“ segir Karl en sveitar- félög fara með skipulagsvald. Innanríkisráðuneytið hefur veitt 24 erlendum aðilum utan EES und- anþágu til kaupa á fasteignum og lóðum hér á landi síðan árið 2007. Einum aðila hefur verið synjað og var það í fyrra. Ráðuneytið vill ekki gefa upp ástæðu synjunar- innar. sunna@frettabladid.is Nubo háður samþykki hins opinbera með framkvæmdir Gangi kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum eftir verður hann háður samþykki opinberra aðila varðandi allar framkvæmdir. Ríkið og Nubo munu eiga landið í óskiptri sameign þar til því verður skipt upp. GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Gangi kaup Huangs Nubo á um 72 prósenta hlut á Grímsstöðum eftir, mun hann þurfa að leita eftir samþykki ríkisins hvað varðar allar meiriháttar framkvæmdir á svæðinu. MYND/SIGGA HALLGRÍMS EFNAHAGSMÁL Alls 97 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í júlí. Það er tvöfaldur fjöldi þeirra fyrirtækja sem úrskurðuð voru gjaldþrota í sama mánuði í fyrra. Þetta kom fram í Morgunkorni Íslandsbanka á miðvikudag. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð sem aukning á sér stað í fjölda gjaldþrota á milli ára. Alls hafa því 938 fyrirtæki orðið gjaldþrota á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er aukning um 55 prósent á milli ára. Í Morgunkorni segir að sú seinkun sem orðið hefur á fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja skýri málið að stórum hluta. Í júlí voru gjaldþrot tíðust hjá fasteigna- og byggingarfyrir- tækjum. Þá voru fleiri fyrirtæki nýskráð í mánuðinum en urðu gjaldþrota. - mþl Nýskráningar enn fleiri: Fleiri fyrirtæki gjaldþrota HOLLAND, AP Frakkland og Þýska- land bera verulega ábyrgð á skuldakreppu evruríkjanna, segir Jan Kees de Jage, fjármálaráð- herra Hollands. Hann segir að fordæmi þessara tveggja stærstu ríkja evrusvæðisins, þegar fjárlaga- halli þeirra beggja fór yfir þriggja pró- senta markið árin 2003 og 2004, hafi orðið til þess að smærri ríki leyfðu sér hömlulítið að safna skuldum langt umfram þau mörk, sem reglur evrusvæðisins kveða á um. Þetta hafi á endanum leitt af sér kreppuna, sem nú sligar ríkin á evrusvæðinu. - gb Fjármálaráðherra Hollands: Stóru evruríkin bera ábyrgðina EFNAHAGSMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) spáir minni sveifl- um í hagvexti á Íslandi á næstu árum en Seðlabankinn. Þá spáir AGS meiri hagvexti í ár og á næsta ári en OECD. AGS birti nýjustu hagvaxtarspá sína fyrir Ísland í fyrradag. Forvitni legt er að bera hagvaxtarspá AGS saman við spár Seðlabankans og OECD sem birt- ar hafa verið síðustu mánuði. Í spá sinni gerir AGS ráð fyrir nokkuð stöðugum hagvexti næstu ár. Á næsta ári er gert ráð fyrir 2,5 pró- senta hagvexti, 3,1 prósents hag- vexti árið 2012 og svo 2,8 prósenta hagvexti 2013. Í nýjustu spá Seðlabankans er hins vegar gert ráð fyrir töluvert meiri sveiflum í hagvexti. Seðla- bankinn spáir 2,8 prósenta hagvexti í ár, 1,6 prósenta hagvexti 2012 og 3,7 prósenta hagvexti árið 2013. Efnahags- og framfarastofn- un Evrópu hefur einnig birt hagvaxtarspá fyrir Ísland en hún nær einungis fram á næsta ár. Stofnunin er varfærnari en AGS og spáir 2,2 prósenta hagvexti í ár og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári. - mþl Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur birt nýja hagvaxtarspá fyrir Ísland: AGS spáir minni sveiflum í hagvexti JAN KEES DE JAGER DANMÖRK Dönskum börnum þykja feður sínir jafnan skemmtilegri en mæðurnar. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn frá Háskólanum í Álaborg. Könnunin náði til 1.562 barna á aldrinum 11 til 16 ára, sem voru spurð að því hvort foreldr- ið hefði meiri húmor, hvort væri betra í að segja brandara og hvort væri líklegra til að sprella. Feður komu betur út bæði hjá stúlkum og drengjum, í öllum þremur flokkum. - þj Ný dönsk viðhorfskönnun: Pabbar fyndn- ari en mömmur HUANG NUBO KARL AXELSSON GENGIÐ 01.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4457 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,92 114,46 184,62 185,52 162,63 163,55 21,826 21,954 21,109 21,233 17,838 17,942 1,4778 1,4864 182,29 183,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Hagvaxtarspá 4 3 2 1 0 2011 2012 2013 % OECD gefur ekki út hagvaxtarspá fyrir árið 2013 ■ Seðlabanki Íslands ■ AGS ■ OECD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.