Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 28
2 föstudagur 2. september Haft eftir vi skiptavinum okkar: Vilborg: Ég vakna i á venjulegum tíma dreif mig í sturtu, eftir hana eyddi ég 5 mínútum í hári , ég vissi ekki hva ég átti a gera vi næstu 45 mínúturnar sem ég yfirleitt eyddi í hári á morgnanna! Gu laug: Besta fjárfestingin sem ég hef gert hva var ar hár mitt! Hvet ig til a koma og prufa NATURA KERATIN kraftaverkame fer sem virka! NOLAS REYKJAVÍK BYLTINGAKENND ME FER AR SEM KERATIN OG ALOE BARBADENSIS ER NOTU TIL A INNSIGLA HÁRI . MÖGNU ME FER SEM GERIR HÁRI MJÚKT, SLÉTTARI, HEILBRIGT OG GLAN- SANDI. ESSI ME FER VIRKAR EINS OG KRAFTAVERK Á URRT, ÚFI , VI KVÆMT OG BROTTHÆTT HÁR. BESTI KOSTURINN FYRIR LITA HÁR, HÁR ME STRÍPUM E A SKEMMT HÁR. SALON REYKJAVÍK GRANDAGAR UR 5 101 REYKJAVÍK SÍMI: 56 85 305 = = núna ✽ Buslað í rigningu augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar KERTALJÓS Með lækkandi sól er klassískt að draga fram alla kertastjaka heimilisins og lífga upp á skammdegið. Það er gott ráð að kaupa kerti í ÖLLUM REGNBOGANS litum og gefa þannig gömlum kertastjökum nýjan og hressandi blæ. F atahönnuðirnir Guðmundur Jörundsson og Mundi stíga sín fyrstu skref í leikhúsunum á næsta ári þegar þeir hanna búninga fyrir sitthvort leikritið í Borgarleikhús- inu. Mundi ætlar að sjá um að klæða Vesturportsleikhópinn í leikritinu um Axlar-Björn og er strax byrjað- ur að brjóta heilann yfir búninga- vali. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Axlar-Birni, sem var einn skæð- asti fjöldamorðingi Íslandssögunn- ar og hefur gleymst gegnum tíðina. Ég var því ekki í vafa þegar Vestur- port hafði samband,“ segir Mundi, sem er nú þegar byrjaður að funda með leikhópnum og vinna í pers- ónusköpun. „Þetta er allt annað en að hanna sína eigin fatalínu og þetta verður engin Munda-tísku- sýning á sviðinu.“ Guðmundur, eða Gummi eins og hann er kallaður, sér um búninga- hönnun í leikriti Jóns Atla Jónas- sonar, Nóttin nærist á deginum. Það var Jón Atli sem hafði sam- band við Gumma, sem þótti þetta strax spennandi verkefni að tak- ast á við. „Ég varð strax heillað- ur af verkinu. Það er spennandi að prófa leikhúsið og fín reynsla fyrir mig,“ segir Gummi og bætir við að þetta verði einnig krefjandi. „Verk- ið er frekar dimmt og drungalegt nútímaleikrit. Það þarf að passa að búningarnir taki ekki of mikla at- hygli á sviðinu en ég hlakka til að hefja ferlið með leikhópnum.“ Báðir hafa þeir Mundi og Gummi vakið athygli fyrir hönnun sína en þeir eru um þessar mund- ir að vinna í sumarlínum næsta árs. Gummi hannar herrafatalínu fyrir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar ásamt því að hanna herrafatnað fyrir verslunina GK. Mundi er á fullu að vinna í sumar- línu sinni, sem hann stefnir á að frumsýna innan skamms. alfrun@frettabladid.is Fatahönnuðirnir Mundi og Guðmundur Jörundsson í leikhúsið: SPENNANDI REYNSLA Fatahönnuðir í leikhúsið Fatahönnuðirnir Guðmundur Jörundsson og Mundi stíga báðir sín fyrstu skref í leikhúsunum á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeld, gefur út ævisögu sína, Irreverent, 18. október næstkomandi. Bókarinn- ar er beðið með mikilli eftirvænt- ingu tískuspekúlanta enda Roit- feld áhrifamanneskja í tískuheim- inum og þykir luma á nokkrum skemmtilegum sögum þaðan. Bókin er tæpar 400 blaðsíður og inniheldur fullt af myndum úr einkaalbúmi Roit- feld. Einnig eru bréf og sögur frá frægum hönnuð- um á borð við Al- exander McQueen, John Galliano og Tom Ford í bókinni. R o i t f e l d s e g - ist sjálf ekki skilja þessa eftirvæntingu en nýtur þess að vera í sviðsljósinu. „Ég er hvorki lista- maður né rithöfund- ur. Ég stílisera myndatökur. Það er ekkert sérstakt við mig en kannski er ég á réttum stað á réttum tíma. Eftir að ég hætti hjá Vogue er ég að drukkna í alls konar tilboðum.“ - áp Ævisaga Carine Roitfeld Bók fyrir tískuljón Umdeild Í sinni tíð sem ritstjóri Vogue fór Carine Roitfeld oft yfir strikið og var umdeild. Dillað og dansað Þeim sem vilja sletta úr klaufunum og dansa inn í haust- ið er bent á að leggja leið sína á Nasa á laug- ardagskvöld- ið. Þar heldur útvarpsþátturinn Party Zone dans- veislu þar sem þýski plötusnúður- inn Henrik Schwartz er heiðurs- gestur. Íslensku plötusnúðarnir DJ Margeir og Benzol koma einnig fram ásamt Sean Danke. Eitthvað fyrir augað Ljósmyndarinn Sigríður Ólafsdótt- ir, betur þekkt sem Sissa, opnar ljósmyndasýningu á Kex Hostel á laugardaginn. Sýningin ber heitið Honesty og er einlæg, djörf og beint frá hjartanu en viðfangsefn- ið er meðvirkni í ólíkum myndum. Tónverk eftir tónlistarmanninn Bigga Bix er spilað undir sem hluti af sýningunni. Hress- andi viðkomustaður á laugar- dagsrúntinum. - áp KONA Í RAUÐU Lady Gaga vant- ar ekki hugmyndaflugið þegar kemur að því að velja sér klæðnað. Hér er hún rauðklædd frá toppi til táar í fyrirpartíi MTV Video Music Awards. Takið eftir háu sólunum á skónum hennar. NORDICPHOTO/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.