Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 22
2. september 2011 FÖSTUDAGUR22 Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur samúð og veittu okkur stuðning í veikindum og við fráfall okkar ástkæra Eyjólfs Guðjónssonar fv. skipstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E, LSH, heimahlynningu Karitas og líknardeild LSH í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd ástvina, Sigurrós Guðjónsdóttir Anna Eyjólfsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristjana Gísladóttir Eyrarholti 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Magnús Haraldsson Gísli Þór Magnússon Kristín Sæmundsdóttir Borghildur Kristín Magnúsdóttir Pétur Már Gíslason og Hildur Una Gísladóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Kristín Vilhelmína Biering Fossvogsbletti 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. ágúst kl. 15. Moritz Wilhelm Sigurðsson Margrét Dóra Guðmundsdóttir Guðmundur Sigurðsson Anna Sigríður Zoëga Auður Sigurðardóttir Ólafur Halldórsson Sigurður Þórir Sigurðsson Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra Þuríður Benediktsdóttir frá Hömrum í Haukadal, til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum 31. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Hjördís Óskarsdóttir Kristján Ingason, Karl Ingason, Jón S. Hilmarsson, Þuríður Kristín Hilmarsdóttir, fjölskyldur þeirra og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Knútur Bergsveinsson Kópavogsbraut 1a, áður Melgerði 36, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 30. ágúst. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 7. september kl. 13.oo. Þeim sem vilja minnast Knúts er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða Minningarsjóð Sunnuhlíðar. Dýrólína (Lóa) Eiríksdóttir Logi Knútsson Ásta Kristjánsdóttir Auðbjörg Halla Knútsdóttir Sæmundur Kr. Þorvaldsson Auður Lena Knútsdóttir Rúnar Emilsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útfarar okkar elskulegs sonar og bróður Eyþórs Darra Róbertssonar Róbert Ólafsson Lilja Huld Steinþórsdóttir Albert Marel Róbertsson Berta María Róbertsdóttir og aðstandendur Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is S. Guðjónsson ehf. kom færandi hendi í Iðnskól- ann í Hafnarfirði í síðustu viku en fyrirtækið færði skólanum raflagnaefni og búnað í tölvur og síma- tengla ásamt öllum römm- um og frágangsbúnaði. Áætlað virði gjafarinnar er rúmlega hálf milljón króna. Á síðasta ári færði S. Guðjónsson ehf. skólanum ljósabúnað til kennslu í uppsetningu á lýsingabún- aði. Í fréttatilkynningu frá Iðnskólanum í Hafnarfirði er gjöfin sögð undirstrika skilning aðila í atvinnulíf- inu á mikilvægi samvinnu skólans og atvinnulífs. Iðnskólinn tók nýja kennsluaðstöðu í rafiðn- greinum í notkun í haust og er nú með mjög góða aðstöðu til kennslu í iðn- aðarveitum, stórveitum og smábátaraflögnum. - rat Iðnskólinn fær góða gjöf Ragnhildur Guðjónsdóttir deildarstjóri rafiðnaðardeildar, Ársæll Guðmundsson skólameistari, Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S.Guðjónssonar ehf., Gunnar Örn Steinarsson kennari, Björgúlfur Þor- steinsson kennari og Guðni Guðjónsson kennari. Sex háskólanemar munu kynna rann- sóknir sínar á íslenskri samtímalist- fræði á málþinginu Krítik og kenn- ingasmíð á sunnudaginn. Málþingið fer fram milli klukkan 15 og 17 í Lista- safni Reykjavíkur og er öllum opið. Verkefnið er samstarf LHÍ, Lista- safns Íslands, Listasafns Reykjavík- ur, Listfræði við HÍ, Nýlistasafnsins og Listfræðafélags Íslands og var unnið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, Rannís. Rannsökuð voru skrif fræðimanna og gagnrýnenda um íslenska samtímalist, auk skrifa lista- manna sjálfra. „Við söfnuðum saman textum í gagnagrunn en það hefur verið sár þörf á samantekt af þessu tagi og í raun krafa fræðimanna og listamanna og fólks innan þessa geira um árabil,“ segir Katrín Inga Jónsdóttir mynd- listarmaður og nemi í listfræði við HÍ. „Myndlist eru gerð lítil skil í samfé- laginu yfirleitt og það var mikill sigur að fá styrk til að sinna þessu verkefni. Síðasta heildaryfirlit um íslenska myndlist kom út fyrir 40 árum. Und- anfarna áratugi hefur því verið erfitt að stunda rannsóknir og afla sér heim- ilda um fagið,“ útskýrir Katrín en hóp- urinn þurfti að leita víða eftir efninu. „Við vorum aðallega að safna grein- um úr dagblöðum og blöðungum sem oft eru gefnir út í tengslum við sýning- ar en hefur ekki verið haldið til haga.“ Markmið rannsóknarinnar er að heildaryfirlit náist yfir fræðiskrif um íslenska myndlist og grundvöllur skap- ist fyrir frekari útgáfu. Katrín segir vinnu hópsins í sumar mikilvægt skref en nauðsynlegt sé þó að halda rann- sóknarstarfinu áfram. „Vinnunni er ekki nærri lokið. Það er mikilvægt að komast yfir sem mest af skrifum um íslenska myndlist svo úr verði gagnabanki sem nýtist ekki bara fræðifólki við rannsóknir held- ur einnig kennurum og nemendum. Efnið þarf síðan að gefa út í bókum svo það verði aðgengilegt almenningi og almenn þekking á myndlist eflist,“ segir Katrín og bætir við að fagna beri væntanlegri útgáfu á íslenskri lista- sögu nú í haust. Hún sé þó ekki nóg ein og sér. „Það er ekki nóg að skrifa bara sögu myndlistar, þetta er önnur hlið á sög- unni. Myndlistin er alltaf að berjast fyrir tilvist sinni í samfélaginu en von- andi verður það ekki eilífðarverkefni.“ heida@frettabladid.is KRÍTIK OG KENNINGASMÍÐ: MÁLÞING UM RANNSÓKNIR Á SAMTÍMALISTFRÆÐI Löngu tímabært verkefni RANNSÓKNARHÓPURINN VIÐ STÖRF Katrín Inga Jónsdóttir, önnur frá vinstri, ásamt samstarfs- fólki sínu. Hópurinn kynnir niðurstöður rannsóknarverkefnis á íslenskri samtímalistfræði á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lundúnabruninn mikli hófst þennan dag árið 1666 en elds- upptök voru í bakaríi Thomas Farriner á Pudding Lane. Bruninn, sem stóð yfir í þrjá daga, eða til 5. september, er einn sá mesti sem orðið hefur á Englandi. Hann breiddist hratt út um alla miðborgina, náði yfir í fátækrahverfi borgarinnar og ógnaði um tíma Westminster. Í brunanum eyðilögðust 13.200 hús, 87 kirkjur, þar á meðal Dómkirkja Páls postula, og flestar opinberar byggingar. Bruninn eyðilagði heimili sjötíu þúsund Lundúnabúa, en í miðborginni bjuggu um áttatíu þúsund manns. Ekki er talið að margir hafi látið lífið en þó voru manntöl yfir millistéttina og fátæka ónákvæm og því getur verið að fleiri hafi látist en tölur gefa til kynna. ÞETTA GERÐIST: 2. SEPTEMBER ÁRIÐ 1666 Eldur brýst út í London og geisar í þrjá daga INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON rithöfundur (1926-2000) lést þennan dag. „Enn í dag er sáralítið vitað um manninn sjálfan þótt ýmislegt af reynslu hans geymist í bókum og listaverkum.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.