Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 18
18 2. september 2011 FÖSTUDAGUR Nokkuð hefur verið ritað og rætt um tannlækning- ar barna undanfarin misseri. Hefur þar hæst borið sú stað- reynd að tennur íslenskra barna skemmast meir en hjá frænd- þjóðum okkar í Skandinavíu. En hvers vegna skemmast tennur? Jú það er almenn þekking að bakteríur sitja á tönnum í lengri tíma og mynda sýru sem holar tennur að innan og skemmir fyrst glerung og síðar tannbein. Bakteríur nýta helst kolvetni (t.d. sykur og hveiti) til að lifa og því er almennt talið óhollt fyrir tennur að neyta mikils syk- urs, því það fæðir bakteríurnar og gerir þær virkari í niður- broti tanna. Þá hefur verið lögð áhersla á að hreinsa tennur með tannbursta og flúortannkremi en flúor gengur í efnasamband við tennur og endurnýjar yfir- borð skemmdra tanna, í ein- földuðu máli. Því er mikilvægt að foreldrar hirði tennur barna sinna samviskusamlega, passi upp á að börn neyti sætinda í hófi og bursti alltaf tennur barna sinna kvölds og morgna og noti tannþráð reglulega. Jæja, þá er búið að fara í gegnum helstu ástæður tannskemmda og hvernig hægt er að fyrir- byggja þær. Einfalt ekki satt? En því miður gengur þetta ekki alltaf svona fyrir sig og tennur íslenskra barna skemmast meir en annarra þjóða. Regluleg skoðun barns hjá tannlækni og þær fyrirbyggj- andi meðferðir sem hægt er að bjóða upp á eru svo þær aðferðir sem algengast er að nota til að greina og koma í veg fyrir tann- skemmdir. En hversu algengar eru tannskemmdir? Samkvæmt nýjustu rannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi eru tann- skemmdir um tvisvar sinnum algengari á Íslandi en í Dan- mörku (árið 2005) hjá tólf ára börnum. Þetta segir kannski ekki mikið en við greiningu á þessum staðreyndum má segja: Helmingur fullorðinsjaxla sem hafa verið lengur en eitt ár í munni, í 12 ára börnum, er skemmdur. Tannskemmdirnar versna svo þegar unglingsárin taka við og hjá 15 ára krökkum á Íslandi árið 2005 voru skemmd- irnar orðnar að meðaltali fjórar á hvert barn(!). Þá eru ótald- ar byrjandi skemmdir í munni sömu barna. Það er vert að lesa þetta aftur og íhuga hversu margar skemmdar tennur þetta eru á landsvísu. Tannlæknar hafa vakið máls á þessum stað- reyndum, ítrekað. Komur barna til tannlækna eru þó ekki alveg í samræmi við vandann en allt að 40% barna komu ekki til tannlæknis á Íslandi árið 2010. Hvers vegna koma mæður og feður barna ekki með börn sín í reglulegt eftirlit? Er þetta algjört hirðuleysi? Vanræksla? hafa sumir spurt. Mín reynsla er að langflestir foreldra eru mjög umhyggjusamir um börn sín, koma með þau reglulega í eftir- lit og vilja ekki að börn sín séu með skemmdar tennur. Hver er þá ástæðan? Í fyrrnefndri rann- sókn (MUNNÍS 2005) kemur einnig fram að efnahagur for- eldra hefur áhrif á komu þeirra með börn til tannlækna. Þetta stafar af þeirri einföldu stað- reynd að kostnaður foreldra við tannlækningar á Íslandi hefur aukist til muna síðustu ár. Er það einkum vegna þess að á sama tíma og verðhækk- anir hafa dunið yfir þjóðina í öllum geirum þjónustu og vöru- kaupa hefur framlag ríkisins til almennra tannlækninga barna staðið í stað í krónutölu frá árinu 2004. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sjá um endurgreiðslu (styrk) vegna tannlækninga. Heilbrigð- isráðherra hefur frá árinu 2002 sett, fyrst Tryggingastofnun og síðar SÍ, s.k. ráðherragjaldskrá og er það hún sem hefur ekk- ert hækkað. Þannig hefur það verið á valdi heilbrigðisráðherra hverju sinni hver gjaldskráin er. Óhætt er að spyrja þá alla sjö talsins (frá árinu 2004) hverju sætir að ekki hafi hækkað styrk- ir til tannlækninga barna. Það segir auðvitað nokkuð um þá opinberu stjórnsýslu sem hefur verið í þessum málaflokki að fimm mismunandi ráðherrar hafa komið að ákvörðunum um málaflokkinn þegar mest hefur riðið á síðastliðin fimm ár. Ekki einu sinni sú dapra staðreynd um samanburð okkar barna við önnur í Evrópu hefur náð að vekja þingmenn til verka, tönn- um barna til bjargar. Það er hins vegar fyrir löngu nóg komið og mál er að hið opinbera styðji við barnafjölskyldur til að koma í veg fyrir tannskemmdir í æsku landsins. Nú fyrr í sumar voru samn- ingaviðræður milli SÍ og Tann- læknafélag Íslands (TFÍ) um þessi mál. Má segja að þær hafi farið þokkalega fram og von okkar í stjórn TFÍ var að grund- völlur fyrir samningum yrði nú á haustdögum. SÍ og Heil- brigðisráðuneyti lýstu því yfir að forgangsraða yrði í fjárheim- ildum til heilbrigðismála og ef tannlækningahlutinn myndi hækka, kæmi það niður á öðrum málaflokkum (sem nota bene hafa hækkað umtalsvert síðan 2004). Þessu ræður ráðuneyt- ið og TFÍ gerði að sjálfsögðu ekki athugasemdir við. Þá slitu SÍ samningaviðræðum svo til fyrirvaralaust í júlí og lýstu yfir að „tannlæknar væru með algjörlega óraunhæfar kröfur um hækkanir á verðskrá“. Þar sem hækkanir hafa ekki orðið á gjaldskrá ráðherra síðan 2004 og áður 2002, hefur TFÍ lagt til grundvallar útreikningum á hækkun verðskrár tannlækna, að samningur milli Trygginga- stofnunar og TFÍ frá árinu 1998 yrði lagður til grundvallar kostnaðarútreikningum á verð- skrá. Þetta þýddi mjög umtals- verða hækkun ráðherragjald- skrár sem SÍ taldi algjörlega óraunhæfa. Í samningaviðræð- unum óskaði TFÍ að þriðji aðili (nk. gerðardómur) yrði fenginn til að meta umræddan kostnað- argrunn en því hafnaði SÍ alger- lega á þeim forsendum að slíkt yrði alltof dýrt fyrir stofnunina. Nú hefur SÍ boðað að samning- ar séu að nást við tannlækna um aðild að sk. rammasamningi um tannlækningar barna. Á hann að taka gildi þann 16. septem- ber næstkomandi. Sá samning- ur er því miður afar illa fram- settur af hálfu SÍ. Í raun er ekki um „samning“ að ræða heldur útboð. Markmið SÍ er að fækka tannlæknum í viðskiptum við SÍ en það leiðir til þess að for- eldrar hafa ekki lengur frjálst val um tannlækni barns síns (nema styrkur SÍ sé afþakkað- ur). Þá eru mörg atriði sem TFÍ hefur tilgreint SÍ bréflega að séu óaðgengileg en mitt mat er að útboðið í heild sinni sé algjört klúður af hálfu SÍ. Að öllum lík- indum verða það mjög fáir, ef einhverjir, tannlæknar sem taka þátt í því. Margar leiðir eru færar til lausnar á þessu vandamáli en það verður að gera í samráði við þá sem eiga að vinna verkin – tannlækna. Það er með öllu óviðunandi að fjárheimildir SÍ nýtist ekki vegna þess að endur- greiðslustyrkir eru alltof lágir. 300 milljónir á ári síðastliðin ár hafa ekki verið notaðar af þeim peningum sem Alþingi hefur ætlað í málaflokkinn. Er það ásættanlegt? Hver er upp- safnaður „sparnaður“ ríkisins vegna þessa? Því miður enginn, því miður er þetta meira tap en gróði þegar horft er til langs tíma. Það er mjög dýrt að láta tennur í íslenskum börnum skemmast, en það má reikna með að viðgerðir þurfi að endur- nýja á 10 ára fresti út ævi ein- staklings. Miklu ódýrara væri að koma í veg fyrir skemmdirn- ar með hefðbundnum forvörn- um. Tannlækningar barna Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notk- un verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúða- lánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverð- tryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðs- ins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þing- menn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mik- ilvægt upphafsskref í átt að óverðtryggðu umhverfi – en meira þarf til. Lækka vexti Verðtrygging tekur út stærstu áhættuþætti lánveitenda, verðbólgu og gengisþróun. Þrátt fyrir þetta hafa raunvextir verið hærri en í nágrannalöndunum þar sem verð- trygging þekkist varla. Það er ekki hægt að sætta sig við núver- andi ástand. Því verður að leita allra leiða til að lækka raunvexti til frambúðar. Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna reiknaði út að lækkun raunvaxta í 3% til fram- búðar svaraði til þess að höfuðstóll lána væri lækkaður um 20%. Því vil ég endurskoða ávöxtunarkröfu líf- eyrissjóðanna og hvetja til sparn- aðar vegna kaupa á húsnæði og búseturétti með skattkerfinu. Óverðtryggð húsnæðislán Ég vil óverðtryggt húsnæðislána- kerfi að danskri fyrirmynd. Þar yrðu boðin óverðtryggð húsnæð- islán með endurskoðunarákvæð- um vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 og 7 ára fresti). Ég vil sjá almenna húsnæðislánalöggjöf um lánstíma og veð. Lyklafrumvarp- ið verður að samþykkja. Bjóða þarf ný íbúðabréf í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og tryggja jafnvægi á milli einstaks húsnæðisláns og íbúða- bréfs. Auðvelda þarf fólki flutning í nýtt kerfi með því að fella niður gjaldtöku við skilmála- breytingu og endur- fjármögnun. Jafnframt þarf að semja við lífeyr- issjóði um endurfjár- mögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalána- sjóðs til að flýta kerfis- breytingu. Þak á verðtrygginguna Stór hluti verðbreytinga verður vegna gengis- þróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólgu- skot myndi þýða að þúsundir heim- ila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því vil ég að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Fram- sóknarflokksins frá því haustið 2009. Leita þarf einnig samninga við lánveitendur um að hækka ekki annan kostnað lántakenda til að komast framhjá þessu þaki á meðan unnið er að afnámi verð- tryggingar. Stríðið við verðtrygginguna verður langt og strangt, en loks- ins hillir í fyrsta sigurinn. Brestur í brynju verðtryggingar Heilbrigðismál Stefán Hallur Jónsson tannlæknir og varaformaður TFÍ Komur barna til tannlækna eru þó ekki alveg í samræmi við vandann en allt að 40% barna komu ekki til tannlæknis á Íslandi árið 2010. Hvers vegna koma mæður og feður barna ekki með börn sín í reglulegt eftirlit? Er þetta algjört hirðuleysi? Vanræksla? hafa sumir spurt. Verðtrygging Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokks Stríðið við verðtrygg- inguna verður langt og strangt, en loksins hillir í fyrsta sigur- inn. Fagurgali Samfylkingarinnar um íbúalýðræði Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylking- in í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafn- firðinga kjósa um stækkunar- áform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. Þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hafði unnið með forsvarsmönnum álversins að undirbúningi á stækkun þess í nokkur ár. Þegar ljóst var í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninganna 2006 að mjög skiptar skoðanir væru í bæjar- félaginu um stækkunaráform- in var skyndilega sett upp leik- rit sem nefndist íbúalýðræði. Þarna var ákvarðanafælni og kjarkleysi sett í umbúðir lýð- ræðisástar og Hafnfirðingar fengnir til að greiða atkvæði um stækkunina. Sett var ákvæði í samþykktir Hafnar- fjarðarbæjar, þar sem segir: „Bæjarstjórn ber að leggja þau mál í dóm kjósenda sem hún álítur vera mjög þýðingar- mikil fyrir bæjarfélagið með skoðanakönnun eða atkvæða- greiðslu. Ef 25% kosninga- bærra manna eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um tiltekin mál ber bæjarstjórn að verða við þeirri kröfu.“ Með þessu skreytti Samfylk- ingin í Hafnarfirði sig óspart, ekki síst í kosningabarátt- unni 2006, og má vera að þetta hafi átt einhvern þátt í góðu gengi flokksins í kosningun- um. Já, íbúalýðræðið í Hafnar- firði var til fyrirmyndar, eða hvað? Þegar á reyndi kom í ljós að þetta voru orðin tóm. Þau stækkunaráform sem íbúarnir kusu um vorið 2007, á hápunkti góðærisins, voru naumlega felld og ljóst að hinar fyrir- huguðu framkvæmdir yrðu að engu. Rúmu ári síðar fóru íbúarnir af stað, í góðri trú um að lýðræðisákvæðið í sam- þykktum bæjarins væri virkt, og söfnuðu tilskildum fjölda undirskrifta bæjarbúa, eða á fimmta þúsund undirskrifta, og fóru fram á að íbúakosning um álversstækkun yrði endur- tekin. Þessar undirskriftir hafa nú safnað ryki á bæjar- skrifstofunum, og íbúunum svo ekki mikið sem verið svarað. Hvað varð um íbúalýðræðið? Nú hefur lýðræðið verið tekið úr höndum íbúanna og stofn- aður var viðræðuhópur full- trúa stjórnmálaflokkanna þriggja í bæjarstjórn við full- trúa álversins. Eftir margra mánaða viðræður og viða- mikla rannsóknavinnu varð niðurstaðan sú að ekki væri tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun. Reyna á að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa. Fróðlegt verður að sjá hvernig Vinstri græn- ir muni bregðast við þegar á reynir, enda svarnir andstæð- ingar mögulegrar stækkunar álversins. Eftir situr svo Sam- fylkingin í Hafnarfirði sem hlustaði ekki á íbúana. Fagur- galinn um íbúalýðræðið reynd- ist falskur. Og til að kóróna allt hefur fyrrgreindum samþykkt- um Hafnarfjarðarbæjar verið breytt og ákvæðið um að 25% kosningabærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu verið þrengt. Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upp- hafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingar- innar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinber- lega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum? Íbúalýðræði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upphafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingar- innar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinberlega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.