Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 6
2. september 2011 FÖSTUDAGUR6 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Arges PROFESSIONAL Einfasa rafstöð HD3800 Bensín m/rafstarti 3,2KW 87.900,- Ryk/blautsuga 15 lítrar HKV 1000w 18.900,- Slípirokkur HDA 436 1050w 7.490,- Rafhlöðuborvél, HDA2544 17.900,- Rafmagnsborvél, HDA 310 11.990,- DÓMSMÁL Lögregla hefur lokið rannsókn á máli manns sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Í greinargerð lögreglu til héraðs- dóms vegna málsins kemur fram að maðurinn sást elta stúlkuna að veitingatjaldi á svæðinu, þar sem hún leitaði aðstoðar þriggja gæslu- manna eftir að hafa flúið undan manninum. Gæslumönnunum ber saman um að hún hafi verið hrædd og hafi skýlt sér bak við þá. Maður- inn hafi verið mjög ölvaður og við- haft „kynferðislega tilburði og orð- bragð“ gagnvart stúlkunni. Maðurinn hefur orðið margsaga við yfirheyrslur en framburður stúlkunnar er stöðugur. Gæsluvarð- hald yfir manninum rennur út í dag. - jss Nauðgun á Þjóðhátíð: Málið sent til Ríkissaksóknara EFNAHAGSMÁL Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnað- ar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verð- tryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verð- tryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vand- inn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáan- leg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verð- bólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántak- endum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefj- ast áhættuálags vegna verðbólgu- áhættu. Þá myndi endurgreiðslu- ferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verð- bólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántak- endum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis láns- ins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verð- tryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingar- mynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtíma- markmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri Hægt er að afnema verðtryggingu á Íslandi en því gæti fylgt nokkur kostnaður. Hve mikill sá kostnaður yrði fer eftir verðbólguþróun segir hagfræðingur. ÍSLANDSBANKA Í GÆR Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringar- þjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PENINGASTEFNUNEFNDIN Fundargerðir nefndarinnar eru birtar tveimur vikum eftir vaxtaákvörðun. EFNAHAGSMÁL Einn nefndarmað- ur peningastefnunefndar Seðla- bankans vildi halda vöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun bankans í ágúst þegar vextir voru hækkaðir um 0,25 prósent. Meirihluti nefndarmanna taldi rétt að draga úr örvandi áhrifum peningastefnunnar vegna versnandi verðbólgu- horfa. Að mati eins nefndar- manns vó hins vegar óvissan um þróun á alþjóðvettvangi og áframhaldandi viðkvæm staða innlendra efnahagsreikninga þyngra og mælti hann því með óbreyttum vöxtum. Þetta kemur fram í fundar- gerð nefndarinnar sem birt var í fyrradag. Fimm eiga sæti í nefndinni en á fundi hennar í ágúst var einn meðlimur fjar- verandi. - mþl Peningastefnunefnd: Einn á móti vaxtahækkun KÖNNUN Ríflega þriðjungur þeirra meðlima þjóðkirkjunnar sem tóku afstöðu í nýlegri könnun MMR sagðist hafa hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síð- ustu mánuðum. Alls sögðust 34,4 prósent hafa íhugað að segja sig úr þjóðkirkj- unni, en 64,5 prósent höfðu ekki hugsað um það. Yngra fólk hafði frekar hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni en þeir sem eldri eru. Þá hafði hærra hlutfall karla en kvenna íhugað úrsögn. - bj Kanna afstöðu til þjóðkirkju: Um 34 prósent íhugað úrsögn REYKJANESBÆR Ljósanótt var sett með pomp og prakt í Reykjanes- bæ í gærmorgun þegar nemend- ur leik- og grunnskóla bæjarins slepptu 2.000 blöðrum til himins. Hátíðin stendur alla helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á Ljósanótt, meðal annars listsýn- ingar víðs vegar um bæinn auk þess sem hægt er að heimsækja Skessuna í hellinum. Hápunktur hátíðarinnar verð- ur á útisviðinu við Ægisgötu en þar munu helstu tónlistarmenn landsins troða upp og korter yfir tíu verður flugeldasýning Björgunarsveitar Suðurnesja. Ljósanótt formlega sett: Slepptu 2 þús- und blöðrum Telurðu rétt að lækka tolla á innflutt kjöt? Já 70,9% Nei 29,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Ísland að bjóða fram aðstoð við uppbyggingu í Líbíu eftir að friður kemst á í landinu? Segðu þína skoðun á visir.is Sló konu í andlitið á sportbar Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðs- dómi Vesturlands fyrir líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa slegið konu á svipuðu reki og hann er sjálfur, í andlitið. Atvikið átti sér stað í maí síðastliðnum á skemmtistaðnum Breiðinni á Akranesi. LÖGREGLUMÁL DÓMSMÁL Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoð- armanns innanríkisráðherra. Hámarksbætur sem ríkissjóð- ur greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðis- brot er að ræða greiðir ríkissjóð- ur eingöngu miskabætur. Þessar hámarksbætur hafa verið óbreytt- ar frá árinu 1996. Úrskurði dómari fórnarlambi ofbeldis bætur undir 400 þús- undum króna fær fór na r - lambið engar bætur greidd- ar úr ríkissjóði vegna líkams- tjóns og ann- ars tjóns. Þetta var ákveðið 1. júlí 2009 vegna brota framinna eftir þann tíma. Lögfræðikostnaðurinn fellur jafn- framt á fórnarlambið en annars greiðir ríkið yfirleitt þann kostnað. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagðist í byrjun sumars ætla að beita sér fyrir því að sam- setning á ráðstöfun bótanna, ann- ars vegar skaðabóta og hins vegar miskabóta, yrði skoðuð. „Það má vel vera að breyta þurfi innbyrðis vægi óháð því hvort aukin framlög koma til sögunnar,“ sagði innan- ríkisráðherra. „Það var kallað eftir sjónarmið- um frá þeim sem halda utan um þessi mál og þau eru nú til skoðun- ar. Það er vilji til að breyta þessu,“ segir Halla Gunnarsdóttir. - ibs Lagabreyting nauðsynleg til að breyta bótum til fórnarlamba ofbeldis: Samsetning bóta til skoðunar HALLA GUNNARSDÓTTIR EVRÓPURÁÐIÐ, AP Thomas Hamm- arberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðju- verkum. Hann segir þau meðal annars hafa aðstoðað Bandaríkin við óteljandi glæpaverk undanfar- inn áratug. Næstu daga, þegar þess er minnst að tíu ár eru liðin frá árásunum 11. september, eigi að nota til þess að rannsaka við- brögðin við þessari árás, hvort þau hafi verið viðeigandi og hvort þau hafi skilað einhverju. „Í baráttunni gegn glæpum, sem hryðjuverkamenn eru sakað- ir um, hafa óteljandi aðrir glæp- ir verið framdir,“ segir Hamm- arberg og tekur fram að þessa glæpi hafi verið reynt að fela vandlega. Hann segir stjórnvöld Evrópu- ríkja hafa gerst samsek Banda- ríkjunum, meðal annars hvað varðar pyntingar og ólöglegt flug með fanga milli leynilegra fangelsa. „Þau leyfðu, vörðu og tóku þátt í aðgerðum leyniþjónustunn- ar CIA, sem brutu gegn grund- vallarreglum réttarfars okkar og mannréttindaverndar,“ sagði Hammarberg í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. - gb Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins segir evrópsk ríki samsek Bandaríkjunum: Leyfðu gróf mannréttindabrot THOMAS HAMMARBERG Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins er harðorður í garð evrópskra stjórnvalda. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.