Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 46
2. september 2011 FÖSTUDAGUR26 Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á mynd- band af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. GÓÐAN daginn–dagurinn er enda algjör- lega uppfinning borgarstjóra okkar og í slúðurmola sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. júní á síðasta ári kemur fram að Jón Gnarr hafi tekið við sem borgarstjóri dag- inn áður og hafi flutt af því tilefni tíma- mótaræðu í borgarstjórn. Hann sagðist meðal annars vilja hafa svokallaðan „góð- ann daginn–dag“ árlega þar sem borgar- búar myndu bjóða hver öðrum góðan daginn og brosa. GÓÐAN daginn–dagurinn var sem sagt haldinn hátíðlegur í annað sinn í gær. Ég uppgötvaði ekki hvaða „merkisdagur“ var fyrr en seint og síðar meir. Það er svo sem eftir öðrum vinnubrögðum þess- arar borgarstjórnar, mikilvægir atburðir falla í skugga skrípaláta. Meira hefur farið fyrir fréttum af ýmsum uppátækjum og skrýtnum viðburðum sem meirihluti borgar- stjórnar hefur staðið fyrir heldur en raunverulegum afrekum. Ég hef til dæmis tekið eftir fréttum af borgarstjóra okkar að koma fram klæddur eins og kona, umræðu um ísbjörn í Húsdýragarðinn og læknisferð borgarstjóra eftir húðflúrun skjaldamerkis Reykjavíkur á framhand- legginn. HVAR voru hins vegar frásagnir og efnis- legar umræður um þriggja ára fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar í febrúar síð- astliðnum, mánuðinum þegar átti að skila henni? Meirihluti borgarstjórnar hefur reyndar útskýrt þessa töf með því að flutn- ingi á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissu um fjármögnun á málaflokknum sé um að kenna. BORGARMÁLIN, borgarstjórinn og Besti flokkurinn voru meðal annars umræðuefni mín og vinkonu minnar um daginn. Henni fannst það nú alla vega ágætt að það væru bara tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Ég leit undrandi á hana og sagði: „Tvö ár? Mein- arðu ekki tæp þrjú ár?“ LEIKARASKAPUR og skrípalæti eru góð tilbreyting í stjórnmálunum við og við. Kosningabaráttan á síðasta ári var til að mynda ágætis skemmtun og góðan dag- inn–deginum fylgir jákvæður boðskapur en þrátt fyrir uppátækin verður líka að huga að alvarlegri málum. Þangað til borgarstjóri ákveður að takast á við erfiðari málin tel ég dagana til næstu kosninga. Bauðstu góðan daginn? Meðal annars efnis: Áttu byssu? Hefurðu drepið mann? Ólafur Þ. Stephensen rifjar upp kynni sín af Valerie Plame söguhetju kvikmyndarinnar Fair Game. Vildi að ég hefði komið fyrr til Íslands Breski soul-popparinn og eitísgoðið Paul Young er orðinn eldandi fjölskyldumaður. Stoltastur af skóginum Eymundur og Eygló Ólafsdóttir rækta og framleiða eigin vörur í Vallarnesi á Fljótsdalshéraði. Þau eru leiðandi í lífrænni ræktun á Íslandi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðriksdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hróss, 6. frá, 8. klettasprunga, 9. gogg, 11. mjöður, 12. samstæður jakki og pils, 14. vinna, 16. klafi, 17. þvottur, 18. við, 20. tveir eins, 21. óvættur. LÓÐRÉTT 1. ríki, 3. einnig, 4. bönd, 5. andi, 7. ávöxtur, 10. flík, 13. op, 15. tré, 16. mælieining, 19. tímabil. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. af, 8. gjá, 9. nef, 11. öl, 12. dragt, 14. starf, 16. ok, 17. tau, 18. hjá, 20. rr, 21. mara. LÓÐRÉTT: 1. land, 3. og, 4. fjötrar, 5. sál, 7. ferskja, 10. fat, 13. gat, 15. furu, 16. ohm, 19. ár. Ég er hræddur við fugla! Nei, hvað er nú þetta? KELLING! Við höfum ekki séð þig lengi Pierce. Ég veit. Síðan hvenær var hætt að kalla þetta að sitja eftir? Þegar skólastjór- inn kláraði endur- menntunina sína. Vá! Ég hef verið að sækja frjálsa skyldutíma sem ætlaðir eru til að bæta hegðun og hjálpa mér á leiðinni til velgengni. Oó... þetta er að virka! Ég er að stækka! Ég er að verða stærri... STERKARI! Þú bara varðst að gefa honum vít- amín, er það ekki?ÉG ER SYSTUR-BANINN! Glúbb! Glúbb! Glúbb!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.