Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 8
2. september 2011 FÖSTUDAGUR8 Við ætlum að leggja áherslu á það sem er mannaflsfrekt í framkvæmda- og atvinnumálum DAGUR B. EGGERTSSON FORSETI BORGARRÁÐS SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Forseti borgar- ráðs segir að margar sundlaugar borgar- innar, þar á meðal Sundhöll Reykjavíkur, þarfnist mikilla viðhaldsaðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykja- vík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoð- aða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmd- irnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Unnið er við nær allar sundlaug- ar í Reykjavík og var verkefna- staðan kynnt fyrir borgarráði í gær. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarráðs, segir ástæðu kostnað- arbreytinganna þá að nú sé búið að fullhanna framkvæmdaáætlunina og því liggi hinar endanlegu við- miðunartölur fyrir. „Við ætlum að leggja áherslu á það sem er mannaflsfrekt í fram- kvæmda- og atvinnumálum,“ segir Dagur. „Sundlaugarnar okkar eru algengustu og vinsælustu ferða- mannastaðirnir í borginni og eru í gríðarlega mikilli notkun allt árið um kring. Því er afar mikilvægt að halda þeim við þannig að við séum stolt af þeim.“ Meðal framkvæmda verða upp- hitaðar gönguleiðir við Laugar- dalslaug, möguleg uppsetning líkamsræktaraðstöðu við Breið- holtslaug og eimbað og leiktæki á Ylströndinni í Nauthólsvík. - sv Framkvæmdir standa yfir við nær allar sundlaugar í Reykjavíkurborg: Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir 1200 900 30 . a pr íl ‘ 09 Heimild: Skilanefnd Landsbankans 0 1. 10 4 1. 11 8 1. 13 5 1. 13 7 1. 14 8 1. 21 2 1. 23 0 1. 26 3 1. 30 0 1. 33 2 30 . m aí ‘0 9 30 . s ep t. ‘0 9 31 . d es . ‘0 9 31 . m ar s ‘ 10 30 . m aí ‘10 30 . s ep t. ‘10 31 . d es . ‘1 0 31 . m ar s ‘ 11 30 . m aí ‘11 Mat á eignum þrotabús Landsbankans allar tölur eru í milljörðum króna. EFNAHAGSMÁL Eignir þrotabús Landsbankans duga fyrir öllum for- gangskröfum og ríflega það miðað við nýtt mat á eignum búsins sem kynntar voru kröfuhöfum í gær. Stærstu forgangskröfurnar í búið eru vegna Icesave-reikninganna. Miðað við matið ættu því eignir þrotabúsins að duga að fullu fyrir Icesave-skuldinni. Eignir þrotabúsins námu í lok júlí 1.332 milljörðum króna, á föstu gengi 22. apríl 2009. Miðað er við þá dagsetningu þar sem kröfur í þrotabúið eru reiknaðar á gengi þess dags. Verðmæti eign- anna hefur aukist um 45 milljarða króna frá því það var metið síðast í lok mars síðastliðins. Forgangskröfur í búið nema 1.319 milljörðum króna, og eignir umfram forgangskröfur eru um 13 milljarðar króna, samkvæmt til- kynningu frá þrotabúi Landsbank- ans. Allt sem eftir stendur þegar forgangskröfur í þrotabúið hafa verið greiddar fer upp í almennar kröfur í búið. „Það eru stór tímamót fyrir okkur sem höfum tekið þátt í þess- ari vinnu [...] að endurheimtur séu hærri en forgangskröfur í búið,“ sagði Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Lands- bankans, á fundi með fjölmiðla- fólki í gær. „Enn sem fyrr teljum við þrátt fyrir þessa niðurstöðu mat okkar á eignum búsins varfærið,“ sagði Lárentsínus. „Að okkar mati er ekkert áþreifanlegt í stöðunni í dag sem bendir til þess að mat á eign- um sé óraunhæft.“ Verðmæti eigna þrotabúsins hefur hækkað jafnt og þétt frá því það var fyrst metið af slitastjórn bankans. Um 45 milljarða hækkun á síðustu þremur mánuðum skýrist aðallega af hækkandi mati á kröf- um bankans á fjármálafyrirtæki, útlánum til fyrirtækja í lánasafni og hækkun á verðmæti skulda- bréfs sem þrotabúið fékk frá nýja Landsbankanum á móti eignum sem fluttar voru frá þrotabúinu til nýja bankans. Verðmat skilanefndar Lands- bankans á erlendum hlutabréfum búsins hefur ekki verið uppfært frá því fyrir þremur mánuðum. Langstærsta eignin í þeim flokki er tæplega 67 prósenta hlutur bús- ins í bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods. Lárentsínus segir ástæðuna fyrir því að mat á þess- ari stóru eign þrotabúsins sé ekki uppfært þá að eignin sé nú í sölu- meðferð og því óeðlilegt að endur- meta verðmæti hennar í bili. Þrotabú á fyrir Icesave-skuld Verðmæti eigna þrotabús Landsbankans hefur hækkað um 45 milljarða á þremur mánuðum. Eignir duga fyrir öllum forgangskröfum, þar með talið öllum kröfum vegna Icesave. Mat á eignum enn sagt varfærið. ■ Eignir þrotabús Landsbankans eru nú 1.332 milljarðar króna. ■ Forgangskröfur í búið nema 1.319 milljörðum króna. ■ Eignir umfram forgangskröfur eru 13 milljarðar króna. ■ Mat á eignum þrotabúsins hefur hækkað um 45 milljarða á þremur mánuðum. Lykiltölur KOSIÐ Um 60 prósent landsmanna höfnðu öðrum Icesave-samningnum í þjóðar- atkvæðagreiðslu 9. apríl síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. „Ef þetta gengur eftir og þrotabúið getur byrjað að greiða út fyrr en síðar hlýtur það að létta þrýstingi í þessu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að reynist mat skilanefndarinnar rétt ætti Icesave-málið að vera úr sögunni fyrir Íslendinga. Bresk og hollensk stjórnvöld eigi kröfu á þrotabúið sem stefni í að þau fái greidda að fullu. „Það telst mjög gott að fá 100 prósent af kröfum sínum greidd úr þrotabúi,“ segir Sigmundur. Hvað vaxtakröfur breskra og hollenskra stjórnvalda varðar segir hann aldrei greidda vexti í gjaldþrotamálum, og verði þetta niðurstaðan ættu Bretar og Hollendingar að falla frá öllum kröfum um vexti. - bj Icesave ætti að vera úr sögunni „Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildar- endurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. „Icesave-málinu væri í sjálfu sér lokið ef seinni samningurinn hefði verið staðfestur og allar líkur á því að við hefðum komist frá án kostnaðar,“ segir Steingrímur. Hann segir nú allar líkur á því að endurheimtu- hlutfallið verði 100 prósent og útgreiðslur verði hraðari, sem sé jákvætt í öllu tilliti. „Vonandi hjálpar þetta til hvernig sem málinu reiðir af.“ - kóp Ánægjuleg þróun „Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður for- gangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðu- tryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. „Þetta mun væntanlega þýða að inneign í búinu dugi fyrir öllum innstæðum, líka innstæðum góðgerðarfélaganna í Bretlandi og sveitarfélaganna og innstæðum umfram þau mörk sem til dæmis hollensk stjórnvöld kusu að ábyrgjast, það er að segja 100 þúsund evrur,“ segir Árni Páll. Hann segir þá mynd sem nú blasi við í Icesave- málinu annars eðlis en áður og það skapi forsendur til að ræða málið á annan hátt. „Þessi niðurstaða mundi líka þýða að Bretar væru að fá að fullu til baka þá peninga sem þeir kusu að tryggja umfram lágmarkstrygginguna til að verja eigið fjármálakerfi. Ef þetta verður niðurstaðan, og ef Hæstiréttur staðfestir forgang allra innstæðueigenda, getur málið aldrei snúist um annað en mögulega kröfu Breta og Hollendinga um greiðslu vaxta í einhvern tíma.“ - kóp Bretar og Hollendingar fá allt til baka SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON Söluferli Iceland Foods hefur gengið mjög vel, og verður gagna- pakki fyrir áhugasama kaupend- ur tilbúinn um miðjan september, segir Lárentsínus. Hann segist reikna með að tilboð taki að berast nokkrum vikum síðar. Nú er enn fremur til skoðunar hvort koma eigi öðrum eignum þrotabúsins í Bretlandi í sölu- meðferð, en verðmæti þeirra bliknar í samanburði við verð- mæti Iceland Foods. brjann@frettabladid.is Jákvætt að þrotabúið eigi fyrir kröfum Breta og Hollendinga 1. Hvað heitir nýi viðtalsþátturinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stýrir í Sjónvarpinu? 2. Til hvaða liðs var knattspyrnu- maðurinn Guðjón Pétur Lýðsson lánaður? 3. Hvaða íslenski fatahönnuður er fluttur heim eftir tíu ára búsetu í Danmörku? SVAR: 1. Ísþjóðin 2. Helsinborg 3. Marín Manda Magnúsdóttir SKOTLAND Hinn 100 ára gamli Fauja Singh mun væntanlega skrá nafn sitt í metabækurn- ar næsta vor þegar hann mun ljúka glæstum hlaupaferli með því að hlaupa heilt maraþon í Edinborgarmaraþoninu. Hann varð í gær fyrsti kepp- andinn til að skrá sig til leiks en hlaupið verður í maí. Singh hefur vakið heimsathygli síðustu ár fyrir vasklega fram- göngu sína í hinum ýmsu kapp- hlaupum. Hann hefur nú þegar hlaupið sjö maraþonhlaup, öll eftir að hann varð 89 ára gamall. Hann á heimsmet í maraþoni 90 ára og eldri, tæpar sjö klukku- stundir, og einnig tíu kílómetra hlaupi 100 ára og eldri. Hann byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en hann var kominn á gamals aldur, en segir að næsta maraþonhlaup hans verði tví- mælalaust það síðasta. - þj Afrekshlaupari lýkur ferlinum: 100 ára hleypur heilt maraþon ENN Á FULLU Fauja Singh lætur aldurinn ekki stöðva sig og mun að öllu óbreyttu hlaupa heilt maraþon næsta vor, þá 101 árs gamall. NORDICPHOTOS/GETTY VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.