Fréttablaðið - 06.09.2011, Síða 1

Fréttablaðið - 06.09.2011, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 www.ms.is Nú í nýjum umbúðum með skrúftapp a Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Jeppar 6. september 2011 207. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 Heilsusíðan hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um glúteinlaust mataræði, lágkolvetnamataræði og candidamataræði. Þar er einnig fjöldi uppskrifta þar sem tekið er fram hvort þær henti tilteknu mataræði. Þær eru án hveitis og sykurs og hafa að geyma lágt hlutfall einfaldra kolvetna. E nski dáleiðslutæknirinn John Sellars hélt diplóma-námskeið í klínískri dáleiðslu hér á landi í vor. Það var sótt af læknum, hjúkr-unarfræðingum og alls kyns fag-fólki sem gat að því loknu notað dáleiðslu í starfi. Átta þátttakend-ur á diplómanámskeiðinu luku svo sérstöku námskeiði í dáleiðslu við þunglyndi í gær en það er aðferð sem Sellars hefur þróað síðustu ár og gefið góða raun. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir okkur að þunglyndi sé far-aldur 21. aldarinnar og hrjái einn af hverjum fjórum. Ég hef hjálpað fólki með reykingafíkn, áfengisfíkn og alls kyns fóbíur á yfir þrjátíu ára ferli. Ég hef oft verið beðinn um að meðhöndla þunglyndi en lengi vel var það talið of margslungið mál. Ég ákvað þó að reyna og lagðist í mikla rannsóknarvinnu. Ég prófaði mig áfram með hóp sjálfboðaliða og eru um það bil fimm ár síðan ég fór að nota aðferðina markvisst. Ég hef séð mikinn árangur og illa haldna sjúklinga með margar sjálfsvígstil- raunir að baki ná bata. Margir hafa jafnvel hætt á lyfjum í samráði við sína lækna,“ segir Sellars.Í stuttu máli segir hann dáleiðslu snúast um að komast að undirmeð- vitundinni með því að skilja hana frá meðvitundinni. „Einungis 10 prósent af hugarstarfseminni á sér stað í meðvitundinni, allt hitt í und- irmeðvitundinni. Þar er að finna alls kyns vana og ósjálfráð hegðun eins og að hjóla, synda og keyra. Stundum er þar líka að finna óæ ki lega hegð lægt. Þetta getur til dæmis verið sá vani að fá sér sígarettu þegar sím- inn hringir eða þegar kaffibollinn er tekinn í hönd. Með dáleiðslu er hægt að fá viðkomandi til að gera eitthvað uppbyggilegra,“ segir Sell- ars. Oftast dugir einn tími þegar um er að ræða fóbíur og fíkn en þegar kemur að þunglyndi þarf lengir tíma. „Þá er bæði unnið með þætti úr fortíðinni sem gætu komið því af stað og leiðir til að koma í veg fyrir að taki sig upp aftur. Við lítum að vissu leyti á þunglyndið sem vana og viljum ekki að fólk leiti þangað ef eitthvað kemur upp á í lífinu heldur finni sér uppbyggi- legri farveg.“ Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Æfingaboltar Bjóðum gott úrval æfingabolta í mörgum stærðum.Henta vel í margskonar æfingar. Verð frá: 2.980 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugardögum 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur NÝR SAUMLAUS - FRÁBÆR ! teg RHIANNON - fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.850,- Dáleiðslutæknirinn John Sellars hefur kennt dáleiðslu í Skotlandi en færir nú út kvíarnar til Íslands. Kennir Íslendingumdáleiðslu jeppar ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Stikað í sjálfboðavinnu Jeppaklúbburinn 4x4 stikaði þekkt- ar leiðir á hálendinu um helgina.BLS. 2 REKTOR SÁ UM KENNSLUNA Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tók þátt í kennslu- stund hjá 7. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi í gær og fræddi nemendur meðal annars um nytjaefni sem unnin eru úr þara. Heimsóknin var hluti af menntavísindamánuði á aldarafmæli háskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEM Málþing um parkinsonsveiki Jákvæð teikn í meðferð parkinsonveiki og góð áhrif þjálfunar meðal umræðuefna. Á útopnu Gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason fór á kostum á tónleikum í Austurbæ. fólk 24 FÓLK „Þetta er að verða vinsælt núna og Danirnir að komast á bragðið,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri mark- aðs- og sölu- sviðs Nóa Síríus. Íslenski sæl- gætisframleið- andinn þurfti að breyta Ópal í Obal til að geta selt sælgætið frændum okkar í Danmörku. Útlitið á pökk- unum er það sama og hér heima. Ástæðan er sú að danskur sæl- gætisframleiðandi hefur þegar tryggt sér réttinn á nafninu. „Við urðum að breyta nafninu og kom- umst að þessari niðurstöðu ásamt dreifingaraðilanum í Danmörku. Ætli þetta sé ekki auðveldasta breytingin,“ segir Kristján Geir. - áp / sjá síðu 30 Íslenskt sælgæti í Danmörku: Danir farnir að kveikja á Obal ÓBAL Í DANMÖRKU VIÐSKIPTI Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er á móti virkjun- um í Jökulsá á Fjöllum og ætlar að afsala sér vatnsréttindum á Grímsstöðum, gangi kaup hans eftir. Nubo svaraði spurningum Fréttablaðsins með tölvupósti í gær, þar sem kom meðal annars fram að hann hafi engan áhuga á pólitík og honum þyki miður að verið sé að reyna að tengja við- skipti hans hér á landi við stjórn- málaöfl í Kína. „Það er ekki sanngjarnt að bendla viðskipti mín við stjórn- mál í einhvers konar kalda stríðs- samhengi. Líf okkar væri mun ein- faldara ef menn hefðu ekki svona miklar áhyggjur af Kína,“ segir Nubo í svari sínu. Samþykki innanríkisráðuneyt- ið að veita Nubo undanþágu frá lögum um kaup á landareigninni, mun hann hefja framkvæmdir þar sem fyrst. Meðal þess sem liggur fyrir er hótel, flugvöllur, útsýnis- flug með loftbelg og aðstaða til útreiða. Talið er að þær fram- kvæmdir muni kosta um 11,5 millj- arða króna. Náttúruvernd er ofarlega á baugi hjá Nubo og segir hann að eitt af hans fyrstu verkum verði að skipta landinu upp til að ákvarða hvaða hluta skuli friða og skilja eftir ósnortna. Hann ætlar að lokum að leita eftir áliti almenn- ings áður en hann sendir tillögur sínar til stjórnvalda. Spurður hvort sameign hans og ríkisins á Grímsstöðum muni ekki koma til með að trufla áætlanir hans á svæðinu, segir Nubo: „Hvert einasta skref sem ég tek mun verða samkvæmt íslenskum lögum. Og yfirvöld munu hafa yfirsýn yfir allar byggingafram- kvæmdir sem ég hyggst ráðast í, til að hafa allt ferlið eins gagnsætt og mögulegt er og tryggja góðan árangur.“ - sv / sjá síðu 8 Er á móti virkjunum í Jökulsá á Fjöllum Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo ætlar að afsala sér vatnsréttindum á Grímsstöðum og er á móti virkjunum í Jökulsá á Fjöllum. Hann áætlar að framkvæmdir hans þar og í Reykjavík muni kosta um 23 milljarða króna. UTANRÍKISMÁL Sá hluti aðildarviðræðna við Evrópu- sambandið sem snýr að landbúnaðarmálum hefur tafist um nokkra mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að formaður samn- inganefndar um landbúnaðarmál hefur ekki fengið umboð til að vinna áætlun um aðlögun að kerfi ESB samhliða viðræðum. Ráðherraráð ESB krefst þess að slík áætlun verði lögð fram áður en aðildarviðræður um landbúnaðar- mál haldi áfram. Enn fremur verða öll aðildarríkin 27 að samþykkja áætlunina áður en viðræður geta hafist. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá telur for- maður samningshóps um landbúnaðarmál sig ekki hafa haft umboð ráðherra til að vinna að áætlana- gerð. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, segir í yfirlýsingu að ekki sé sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samningsaðil- ar hafi ekki komist að samkomulagi um. Það virðist í beinni andstöðu við minnisblað sem Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í janúar, en þar segir að fulltrúar í samningshópi um landbúnaðarmál þurfi að hafa umboð til að gera áætlanir og undirbúa lagabreytingar. Yfirlýsing Jóns er einnig í andstöðu við ummæli Össurar í viðtali við Fréttablaðið. Þar segist hann reikna með að vinna við áætlanagerðina muni hefj- ast strax, og að formaður samningshópsins hafi skýrt umboð til að vinna að henni. „Ég lít svo á að landbúnaðarráðherra hafi sagt það mjög skýrt við okkur að þegar landbúnaðarskýrsl- an er komin muni þeir í landbúnaðarráðuneytinu taka til óspilltra málanna við þetta. Ef annað kemur í ljós væru menn að vinna gegn bæði samþykktum Alþingis og ríkisstjórnar, og það gera jafnvel ekki einu sinni þeir sem eru andstæðingar Evrópusam- bandsins,“ segir Össur. - bj / sjá síðu 6 Ósamræmi í yfirlýsingum ráðherra vegna athugasemda Evrópusambandsins: Viðræður tefjast um mánuði HEILSA Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og um árabil einn fremsti íþróttamaður landsins, er snúinn heim eftir fimm ára nám í kíróprak- tík við virtan háskóla í Eng- landi. Áhugi hans á náminu kviknaði út frá hans eigin reynslu af meiðslum í íþróttum. „Maður sá hvernig íþróttamenn komust í gegnum keppni og æfingar í tiltölulega heilu lagi með aðstoð kírópraktors,“ segir Jón Arnar sem hefur hafið störf sem kírópraktor hjá Kírópraktor- stofu Íslands. Þar aðstoðar hann meðal annars aðra íþróttamenn sem þjást af meiðslum. - jma / tímamót 16 Jón Arnar orðinn kírópraktor: Eigin meiðsli kveiktu áhuga JÓN ARNAR MAGNÚSSON KÓLNANDI Í dag verður hæg norðlæg eða breytileg átt en gengur í ákveðna N-átt í nótt með úrkomu NA. Hiti 8-14 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 8 13 12 10 10 allt 2 1.056 daga bið á enda? Landsliðið freistar þess í kvöld að vinna sinn fyrsta mótsleik í tæp þrjú ár. sport 26 Um lög og lögskýringar „Þegar talað er um anda laganna er gjarnan óljóst við hvað er átt,“ segir Róbert Spanó. umræðan 13

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.