Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 2
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var í gær um tvo menn í bíl sem reyndu að tæla ungan dreng til sín með lof- orði um sælgæti. Drengurinn sat og beið eftir strætisvagni í Hlíð- arhjalla í Kópavogi, en forðaði sér þegar mennirnir kölluðu til hans. Málið er í rannsókn hjá lögreglu, en fjölmörg svipuð dæmi hafa komið upp undanfarnar vikur. Tilkynnt hefur verið um átta til- felli hið minnsta á höfuðborgar- svæðinu síðan síðasta vor, en eng- inn hefur enn verið handtekinn og ákærður. Þá hafa skólayfirvöld jafnan sent út tilkynningar til aðstand- enda nemenda ef tilkynning berst um slíka uppákomu. Bryndís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri SAMFOKs, Sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að mikilvægt sé að börn og foreldrar séu á varðbergi gagnvart slíku. „Fólk þarf að vera vakandi fyrir þessum hlutum og tilkynna rétt- um aðilum ef það kemur upp. Svo þurfa foreldrar auðvitað að ræða þessa hluti við börnin sín án þess þó að gera þau of skelfd.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að vissulega hafi margar til- kynningar borist undanfarið, en þessi umræða fylgi jafnan haust- inu þegar skólarnir eru að byrja aftur eftir sumarfrí. Hann segir að hverri tilkynn- ingu sé fylgt eftir af krafti og það tengist ekki skorti á mannafla. „Við höfum nægan mannskap í þessi mál og við förum vel yfir hvert og eitt þeirra,“ segir Geir Jón. „Við förum jafnvel í eftirlits- myndavélar fyrirtækja nálægt vettvangi til að leita að frekari upplýsingum og þrengja hringinn.“ Hann bætir því við að oft séu lýsingar frá atvikunum ekki nógu greinargóðar. Best væri auðvitað að fá bílnúmer. „En krakkagreyin átta sig ekki á því áður en þeir hlaupa burt.“ Geir Jón þakkar þó fyrir að enn hafi ekki farið illa. „Sem betur fer eru börn svo vel upplýst að þau láta ekki ginnast og það er að bjarga þessu.“ thorgils@frettabladid.is Við förum jafnvel í eftirlitsmyndavélar fyrirtækja nálægt vettvangi til að leita að frekari upplýsingum og þrengja hringinn. GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN SVÍÞJÓÐ Áfengisverslun ríkisins í Svíþjóð, Systembolaget, hefur fjarlægt bjórauglýsingar sem settar voru upp á föstudaginn. Á auglýsingunum var sænskur bjór í forgrunni og einkum bjór frá litlum bruggverksmiðjum. Slíkar auglýsingar brjóta í bága við reglur Evrópusambands- ins, ESB. Sambandið samþykkti áframhaldandi einkaleyfi sænska ríkisins á sölu áfengra drykkja gegn hlutleysi. Ekki mætti halda á lofti innlendum vörum á kostn- að innfluttra. Talsmaður Systembolaget sagði mistök hafa verið gerð sem hefðu átt að uppgötvast fyrr. - ibs Sænskur bjór í forgrunni: Ríkið fjarlægði auglýsinguna DÓMSMÁL Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur Birni Braga Mikkaelssyni, sem jafnaði hús á Álftanesi við jörðu með beltagröfu á þjóðhátíðar- daginn fyrir tveimur árum. Björn er ákærður fyrir stórfelld eigna- spjöll og jafnframt að hafa svikið milljónir út úr fólki í rekstri einka- hlutafélags. Einbýlishúsið sem Björn rústaði hafði áður verið í eigu hans, en var komið í eigu Frjálsa fjárfestingar- bankans þegar hann réðst til atlögu við það. Bankinn er farinn í þrot en slitastjórn hans gerir hins vegar enga bótakröfu í málinu. Ekki náð- ist í formann hennar til að fá skýr- ingar á því. Ætla má að tjón bank- ans af athæfi Björns nemi tugum milljóna. Björn stýrði félaginu Sun House Ísland, sem flutti inn ein- ingahús, og er hann ákærður fyrir að hafa fengið þrjár manneskjur til að greiða félaginu samtals rúmar ellefu milljónir sem renna áttu til heildsala húsanna í Finnlandi. Sam- kvæmt ákærunni var Birni þó alltaf ljóst að af viðskiptum við Finnana yrði aldrei. Hann er jafnframt ákærður fyrir skilasvik, fyrir að hafa tekið sam- tals fjórar og hálfa milljón út af reikningi Sun House Iceland og nýtt í eigin þágu þrátt fyrir að félagið stefndi í þrot. Þá er hann ákærður fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Björn mætti ekki við þingfest- ingu málsins í gær og hefur því ekki tekið afstöðu til ákærunnar. - sh Álftnesingurinn sem eyðilagði húsið sitt dreginn fyrir dóm en eigandi hússins gerir enga bótakröfu: Ákærður fyrir stórfelld eignaspjöll og fjársvik LÍTIÐ EFTIR Húsið var gjörónýtt þegar Björn hafði lokið sér af. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. Mars: Húsaskóli í Grafarvogi Tveir menn í svörtum bíl bjóða dreng að sjá LEGO-kubba 2. 1. apríl: Flúðasel í Breiðholti Maður í svörtum bíl býður stúlku nammi 3. 24. ágúst: Setbergs- hverfi í Hafnarfi rði Tveir menn í bláum bíl biðja stúlku um að koma með sér. Segja að mamma hennar sé slösuð 4. 29. ágúst: Við Lækjar- skóla í Hafnarfi rði Maður í bíl biður stúlku um að koma með sér. Segir að mamma hennar sé slösuð. 5. 29. ágúst: Vatnsnesvegur í Kefl avík Maður á hvítum Chero- kee-jeppa reynir að tæla dreng upp í bíl. Býður honum að koma að leika með LEGO-kubba. 6. 30. ágúst: Vesturbær Reykjavíkur Maður reynir að tæla stúlku upp í bíl með sér. 7. 30. ágúst: Kórahverfi í Kópavogi Feitlaginn maður á gangi í hverfi nu reynir að lokka til sín stúlkur 8. 5. september: Hlíðar- hjalli í Kópavogi Tveir menn á bíl reyna að tæla dreng til sín með loforði um sælgæti. Tilkynnt um tilraunir til að tæla börn 1 2 34 5 6 7 8 ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir rann- sókn og sögu- legt uppgjör á Icesave-málinu ekki tímabært. Málinu sé ein- faldlega ekki lokið og ekki beri að fagna sigri fyrr en hann næst. Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálf- stæðisflokksins, spurði Steingrím á þingi í gær hvort ummæli for- seta Íslands væru ekki tilefni til að samþykkja þingsályktunar- tillögu flokksins um rannsókn á málinu. Bjarni sagði ummæli forsetans harkaleg, árás á ríkis- stjórn, en ekki að tilefnislausu. Steingrímur sagðist boðinn og búinn að setjast yfir málið. Fyrir 10. september þyrfti að svara áliti ESA. Væri það ekki gert þyrfti að greiða 650 milljarða króna. - kóp Steingrímur um Icesave: Fögnum þegar málinu lýkur STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Enn einu sinni reynt að lokka barn í bíl Tveir menn reyndu að lokka dreng í Kópavogi upp í bíl til sín í gær. Fjölmörg álíka dæmi að undanförnu. Fylgir jafnan haustinu og skólabyrjun. Lögreglan þarf greinarbetri upplýsingar. Má þakka fyrir að enn hefur ekki farið illa. LÖGREGLUMÁL Karlmaður slasað- ist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í ofsaakstri á Hafnarfjarð- arvegi við Kópavogslæk um sjö- leytið í gærkvöldi. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt nokkuð hundruð metra. Maðurinn, sem var einn í bíln- um, var fluttur á slysadeild Land- spítalans. Að sögn læknis virtist ekki um alvarleg meiðsl að ræða. Að sögn lögreglu voru tveir bílar í kappakstri og höfðu verið í tölu- verðan tíma þegar slysið varð. Ökumaður hins bílsins stakk af og var hans leitað í gærkvöld. Marg- ir sjónarvottar voru að slysinu og segir lögregla þeim hafa blöskr- að athæfi ökumannanna tveggja, enda hafi nærstaddir vegafarend- ur verið í hættu vegna háskaakst- ursins. - jab Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í kappakstri á Hafnarfjarðarvegi: Settu vegfarendur í stórhættu BÍLLINN ER GJÖRÓNÝTUR Bíllinn lenti á ljósastaur og tók hann með sér nokkuð hundruð metra. Loka þurfti fyrir umferð á slysstað í nokkrar stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Í byrjun árs var eina eign Framtakssjóðsins eignahlutur í Icelandair Group. Í janúar bætt- ust svo við hlutir í fyrirtækjum með kaupum á félaginu Vestia af Landsbankanum. Þar á meðal eru Húsasmiðjan, Skýrr, Vodafone og fleiri fyrirtæki. Eignahlutirn- ir eru færðir á kostnaðarvirði í bækur Framtakssjóðsins. Afkoma sjóðsins skýrist af gengishækkun á hlutafjáreign sjóðsins í Icelandair Group, að því er fram kemur í tilkynningu. Eigið fé sjóðsins nam 20,9 millj- örðum króna í lok júní. - jab Icelandair lyftir Framtakssjóði: Hagnast um 2,5 milljarða króna ÞJÓÐKIRKJAN Séra Kristján Valur Ingólfsson hlaut flest atkvæði í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Hann hlaut 80 atkvæði af 142, en kosið var milli hans og Sigrúnar Óskarsdóttur. Úrslit í kjörinu voru kunngjörð um helgina. Kristján Valur er fædd- ur árið 1947. Hann hefur gegnt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígð- ur til prests árið 1974, meðal ann- ars sem rektor Skálholtsskóla. Hann þjónar nú sem sóknar- prestur á Þingvöllum og er verk- efnisstjóri helgisiða og kirkjutón- listar á Biskupsstofu. Biskupsvígslan fer fram þann 18. þessa mánaðar. - þj Úrslit ljós í biskupskjöri: Séra Kristján Valur kjörinn vígslubiskup KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæt ...endilega f Hrísmjólkin frá MS fæ ljúffengum bragðtegu rifsberja- og hindberj og gömlu góðu kanils SPURNING DAGSINS Ólafur, þurfum við þá að leggja blátt bann við bílaum- ferð þarna? „Er það ekki á tæru?“ Svarar Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, í léttum dúr. Ólafur segir aukna bílaumferð um Þingvelli geta haft aukna mengun í för með sér sem geti spillt tæra, bláa litnum á Þingvallavatni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.