Fréttablaðið - 06.09.2011, Qupperneq 30
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR22
www.sindri .is
/ sími 5 75 0000
LOADING IÐNAÐARHURÐIR
LOADING HURÐIR
Loading hurðir eru klæðskerasniðnar með tilliti til
stærðar og mismunandi aðstæðna. Mikið framboð lita ásamt
öryggisþáttum sem tryggir öruggt aðgengi að hurð.
Hurðin veitir góða einangrun ásamt því að vera traust
gagnvart veðurofsa.
GOTT
VERÐ
22
menning@frettabladid.is
Leiklist
Lókal - alþjóðleg leiklistarhá-
tíð í Reykjavík
Ýmsir flytjendur
Leiklistarhátíðinni Lókal er lokið.
Það var leikið víðs vegar um bæinn
þó að aðalbækistöðin hafi verið
Tjarnarbíó. Mörg lítil atriði, lítil
sögubrot eða hugdettur og uppá-
komur eiga máske eftir að lifa með
áhorfendum en það sem einkenndi
verkin á heildina séð var einmitt
að það voru mest sundurlaus atriði,
tengd saman með hjálp tækni eða
líkamsáreynslu, en ekki hefðbundin
dramatík.
Á fimmtudagskvöld var boðið upp
á einstaka upplifun í skóla nokkrum
í Tjarnarbíó, School of Transform-
ations, eftir leikhópana Herbergi
408 og Mobile Homes. Áhorfend-
ur voru virkir þátttakendur í sýn-
ingunni. Leikurinn barst út fyrir
húsið; áhorfendur tóku til dæmis
þátt í mótmælum fyrir framan ráð-
húsið þar sem raunveruleikinn og
leikurinn mættust því stjórnlaga-
ráðsfulltrúi stóð þar og lýsti starfi
ráðsins og bað fólk um að styðja
bætta stjórnarskrá og betra líf í
landinu. Þessi sýning var saman-
sett úr mörgum atriðum sem mörg
hver áttu botna sína í raunveru-
leikasjónvarp. Ég held að áhorfend-
ur hafi verið mjög glaðir með þessa
sýningu og sinn hlut í henni, hvort
sem menn hafi nú gaman af því að
faðmast og syngja í hóp með ókunn-
ugum eður ei.
Kanadíska sýningin Phobophilia
hófst í Tjarnarbíói en þaðan voru
24 áhorfendur teymdir og leiddir
í Iðnó, þar sem bundið var fyrir
augu þeirra og skrölt með hópinn
upp í leikfimissal Menntaskólans
í Reykjavík. Þar voru augnbindin
fjarlægð og fólki boðið til sætis til
þess að taka þátt í eða verða áhorf-
endur að aftöku. Verkið, sem byggði
á texta Jean Cocteau, var fyrst og
fremst vídeólistsýning úr litlum
kassa sem leiðir hugann óneitanlega
í átt að tæknidýrkuninni út úr hinni
eiginlegu frásögn. Listamennirnir
Stephen Lawson og Aaron Pollard
áttu heiðurinn að þessari sýningu,
sem eins og margt annað á hátíðinni
var sundurlaus. Áhorfendagangan
náði ekki að tengjast hinni verðandi
aftöku, þó svo maður geti ímyndað
sér hver var meiningin hafi verið.
Á glampandi sviði Gamla bíós gaf
að líta sýninguna The Island. Þar
brölta ungmenni um í svefnpokum
segjandi sögur og framkvæma leik-
brellur nánast eins og í fjölleika-
húsi. Íslendingarnir Friðgeir Ein-
arsson og Ingibjörg Magnadóttir og
Kanadabúarnir Arne McPherson og
Freya Olafson leiddu saman hesta
sína í sýningu sem sameinaði mynd-
list og leiklist og skemmti áhorfend-
um rækilega.
Á litla sviði Borgarleikhússins
sýndi finnski hópurinn Oblivia
sýninguna Entertainment Island.
Hér réði naumhyggjan ríkjum;
engin leikmynd og búningar ekki
tengdir sögum sem upp komu og
talið í sjálfu sér af mjög skornum
skammti. Hópurinn vann þó snilld-
arlega saman ádeiluverk á neyslu-
samfélagið og brjálæðið í kring-
um útlitsdýrkunina. Vel hefði mátt
stytta þessa þriggja tíma sýningu
um eina klukkustund en þetta var
engu að síður góð sýning.
Leikhópurinn Verk Produtsjoner,
sem gerir út frá Ósló, réðst í magn-
að verk byggt á texta Pär Lager-
kvist, og var sýnd í Tjarnarbíói.
Þar vantaði svo sannarlega ekki
leikmynd, búninga, smink, brúður,
reykvélar og allt tilheyrandi víti
eða himnaríki. Löngu látið fólk lýsir
sínu lífi og hvernig heimarnir tengj-
ast saman. Þau reyna að drepa tím-
ann með því að tala saman. Þetta
var mikið fyrir augað og leikið á
ensku en einhvern veginn var eins
og þýðingin hafi ekki alveg verið
leikurunum töm. Ein saga sem sögð
var fjallaði um mann sem hafði
alla sína tíð á jörðinni verið vörð-
ur á klósetti og tekið við klinki og
afhent litla afrifu af pappír. Gest-
irnir komu og fóru, urðu eldri og
það varð vörðurinn líka en það var
enginn sem sá hann. Verkið fjallaði
á vissan hátt um að sýna sig og sjá
aðra og leitina að guði.
Tvær íslenskar sýningar voru
endurfluttar á hátíðinni; Fjalla-
Eyvindur var sýndur í Norðurpóln-
um í leikstjórn Mörtu Nordal. Von-
andi verður sú góða sýning tekin
áfram og aftur til sýninga. Sýningin
er heildstæð og laus við alla tilgerð.
Verði þér að góðu er líka hreint út
sagt frábær, þar sem hvatir og
hegðun er sett í rannsóknarbúning
á snilldarlegan máta.
Erfitt var að finna heildarbrag á
Lókal-hátíðinni í ár; enginn eigin-
legur þráður sameinaði leiksýning-
arnar ef frá er talið samskipti og/
eða samskiptaleysi og gott ef leitin
að guði er ekki stóra mengið. Hvað
sem öðru líður þá eru hátíðir sem
þessar uppbyggilegar og það er
vandasamt að setja saman svona
verkefnaskrá. Elísabet Brekkan
Samskiptaleysi og leitin að guði
Þórdís Aðalsteinsdóttir hlaut um
helgina verðlaun og viðurkenn-
ingu úr Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur, fyrir framlag sitt
til myndlistar. Erró afhenti verð-
launin í Hafnarhúsinu á laugardag
við opnun á sýningu á teikningum
Errós og Attersee. Þórdís býr í
Bandaríkjunum en móðir hennar,
Marta Hildur Richter, tók við verð-
laununum fyrir hönd dóttur sinnar.
Erró stofnaði listasjóð Erró til
minningar um móðursystur sína og
er honum ætlað að efla og styrkja
listsköpun kvenna. Þetta er í tólfta
sinn sem styrkur er veittur úr
sjóðnum en framlagið rennur til
listakonu sem þykir skara fram
úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjór-
ar Listasafns Reykjavíkur, Lista-
safns Íslands og Listasafnsins á
Akureyri.
Í tilkynningu frá Listasafni
Reykjavíkur segir að verk Þórdís-
ar segi sögur sem séu í senn pers-
ónulegar og byggðar á frásögnum
annars staðar frá, til dæmis úr
bókmenntum eða fréttum.
„Með hið mannlega eðli að leið-
arstefi verða verkin óháð tíma
og rúmi og lúta lögmálum dæmi-
sögunnar en varpa um leið fram
spurningum um mörk siðferðis í
samskiptum manna.“
Þórdís hlaut styrk úr
listasjóði Guðmundu
VIÐ AFHENDINGUNA Martha Hildur Richter tók við verðlaununum fyrir hönd
dóttur sinnar. Með henni á myndinni eru Erró, Ólafur Ragnar Grímsson og Hafþór
Yngvason.
SÍÐUSTU SUMARTÓNLEIKARNIR Síðustu tónleikar sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir
í kvöld klukkan 20.30. Þá leikur Þórarinn Stefánsson píanóleikari einleiksverk fyrir píanó sem samin eru út frá íslenskum
þjóðlögum eða útsetningar á þeim. Elstu verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en hin yngstu eru Fagurt er í
fjörðum og Krummi svaf í klettagjá eftir Kolbein Bjarnason og verða þau frumflutt á tónleikunum.
ETERNAL SMILE Tilkomumikið og sjónrænt verk norska leikhópsins Verk Produktsjoner vakti sérstaka eftirtekt gagnrýnanda.
PHOBOPHILIA Áhorfendur voru teymdir fyrst frá Tjarnarbíói í Iðnó og þaðan í
Menntaskólann í MR þar sem þeim var boðið að verða vitni að aftöku. Sundurlaust
verk sem skilaði ekki tilætluðum áhrifum að mati gagnrýnanda.