Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 6
24. september 2011 LAUGARDAGUR6 Frá kr. 97.000 - með allt innifalið - Einstakt tilboð! Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Tenerife þann 3. október. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt á þessum árstíma. Ekki missa af þessari ferð! Verð kr. 97.000 – Hotel Adonis Isla Bonita ***+ með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjölskylduherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og þjónusta „allt innifalið“. Verð kr. 124.900 á mann m.v. tvo í herbergi. Tenerife 3. október í 8 nætur HRÍSEYINGAR Haustfagnaður Hríseyingafélagsins verður haldinn 8. okt. n.k. í Húnabúð, Skeifunni 11. Húsið opnar kl. 19. Miðaverð kr. 4.500 Miðar seldir hjá Valgerði í síma 8643599 fyrir 1. okt. Nefndin Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum Hólmsárvirkjun - allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Skaftárhreppi Opið hús verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar- klaustri, þriðjudaginn 27. september kl. 15:00 - 21:00, til að kynna mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar Hólmsárvirkjunar. Kynnt verður tillaga að matsáætlun vegna Hólmsárvirkjunar. Sérfræðingar frá Landsvirkjun, Orkusölunni og Almennu verk- fræðistofunni verða á staðnum til að svara fyrirspurnum. Allir velkomnir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. BANDARÍKIN, AP Palestínumenn fögnuðu ákaft þegar Mahmoud Abbas hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sam- einuðu þjóðunum. Fjöldi fólks hélt út á götur á Vesturbakkanum til að fagna ræðu forseta Palestínu- stjórnar á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Fögnuður ríkti einnig víða í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Abbas sagði stund sannleikans vera runna upp, nú þegar hann hefði lagt umsóknina fram: „Þjóð okkar vill heyra svar heimsins.“ Hann rökstuddi mál sitt með því að áratugalangar tilraunir til að semja um frið við Ísrael hafi ávallt siglt í strand. Sú leið hafi reynst ófær og nú verði að láta reyna á vilja Sameinuðu þjóðanna. Abbas hvatti öll aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna til að samþykkja aðild Palestínu. Hann hvatti einn- ig þau ríki, sem enn hafa ekki gert það, að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ríkis. Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, tók hins vegar undir óskir Abbas um frið og sagð- ist vilja hefja samningaviðræður við Palestínumenn án tafar. „Ég kom ekki hingað til að fá lófatak,“ sagði Benjamín Netan- jahú, forsætisráðherra Ísraels, þegar hann ávarpaði þingið stuttu eftir að Abbas hafði talað. „Ég kom hingað til að segja sannleikann, og sannleikurinn er sá að Ísrael vill frið.“ Hann sagði Ísrael fyrst og fremst hafa áhyggjur af öryggi sínu, en Palestínumenn vilji ekki ræða það mál. Ísraelar vilji til dæmis hafa herlið áfram í nýju ríki Palestínu en Abbas taki það ekki í mál. „Palestínumenn vilja fá ríki sitt án friðar,“ sagði Netanjahú. „Þeir eiga fyrst að semja við okkur um frið, þá geta þeir fengið ríkið sitt.“ Abbas sagði hins vegar að friðar- viðræður hafi jafnharðan strand- að á þeirri stefnu Ísraels að styðja landtökumenn til þess að halda áfram framkvæmdum á herteknu svæðunum. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sagst ætla að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar umsókn um aðild Palestínu að samtökunum verður rædd þar. Erindi Palestínumanna verður engu að síður sent áfram til alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna, þar sem nægur meirihluti virð- ist vera fyrir því að veita Pal- estínu áheyrnaraðild, sem gefur Palestínumönnum mun meira vægi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þeir hafa haft. gudsteinn@frettabladid.is Segir gömlu leiðina ekki lengur færa Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, var fagnað með löngu lófataki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar hann hafði afhent Ban Ki-moon formlega umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. VEIFAR AFRITI AF BRÉFINU Mahmoud Abbas í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, stuttu áður en Benjamín Netanjahú steig í sama ræðustól. NORDICPHOTOS/AFP FÖGNUÐUR Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Mikill fögnuður braust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Beirút í Líbanon eftir að forseti Palestínustjórnar hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Er réttlætanlegt að gefa konum afslátt í búðum til að minna á launamun milli kynjanna? Já 34% Nei 66% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að friðlýsa Látrabjarg og Rauðasand? Segu þína skoðun á visir.is STJÓRNSÝSLA Eignafæra á í ríkisreikning bæði kaup og leigu hins opinbera á eign- um til langs tíma ásamt fyrningu á notk- unartíma. Það kallar á breytingu á lögum um fjárreiður ríkisins. Eftir því hefur Ríkisendur skoðun lengi kallað án þess að fá sínu framgengt. Þetta kemur fram í athugasemdum stofnunarinnar í tengslum við samninga um byggingu hjúkrunarheimila í bókhaldi ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti haustið 2009 áætlun um að byggja hjúkrunarheimili með samtals 361 hjúkrunarrými í níu sveitar- félögum á árabilinu 2010 til 2013. Áætlaður kostnaður nemur um níu milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður láni til framkvæmdanna og muni Framkvæmda- sjóður aldraðra eða velferðarráðuneyti greiða húsaleigu næstu fjörutíu árin. Þrátt fyrir að Íbúðalánasjóður sé í eigu hins opin- bera og ríkið að lána sjálfu sér fyrir fram- kvæmdunum kemur lánið ekki fram í ríkis- reikningi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra sagði í samtali við RÚV í gær að stjórnvöld muni gera grein fyrir öllum kostnaði vegna byggingar nýrra hjúkrunar- heimila. - jab Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir breytingum á lögum um fjárreiður ríkisins: Ríkið á ekki að reyna að fela skuldirnar STEINGRÍMUR Allar skuldir eiga að vera uppi á borðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.