Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 32
24. september 2011 LAUGARDAGUR32 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Ótrúlegt verð 90x200 39.000,- 65.900,- 100x200 42.000,- 69.900,- 120x200 48.000,- 75.900,- 140x200 53.000,- 79.900,- 160x200 67.900,- 99.900,- 180x200 73.900,- 109.900,- Gegnheilar viðarlappir 100% bómullaráklæði Svæðaskipt Góðar kantstyrkingar Sterkur botn S tundum segi ég í gríni að ég hafi vitað þetta frá því sonur minn var í móðurkviði. Frá upphafi sáum við foreldrarnir að þetta væri kraftmikill ungur maður sem við höfðum fengið í hendurn- ar. Hann fór eiginlega aldrei að labba – hljóp bara af stað og hefur verið á hlaupum síðan. Það er aldrei lognmolla í kringum hann.“ Þannig lýsir Sigríður Stephensen Páls- dóttir syni sínum, sem var greindur með ofvirkni og athyglisbrest á fjórða aldursári. Í dag er hann sjö ára, opinn, kátur og lífs- glaður drengur. Hann á þó við ýmsa erfið- leika að etja vegna röskunar sinnar. Full vinna fram á kvöld Sigríður býr ein með syni sínum. Hún starf- ar sem félagsráðgjafi á daginn en kvöldin eru alla jafna þéttskipulögð í kringum son- inn. Í uppeldinu notar hún mjög ákveðn- ar hegðunarmótandi aðferðir sem byggja meðal annars á umbunarkerfum. „Atgang- ur daglegs lífs tekur heilmikið á. Það er til dæmis ströggl á hverjum einasta degi að láta hann læra heima. Hann er á lyfjum og þau eru hætt að virka klukkan 5. Þá er mjög erfitt að fá hann til að setjast niður og ein- beita sér.“ Hún segir alla daga þurfa að vera mjög vel skipulagða, eigi honum að líða vel. „Við reynum að gera hlutina eins á hverjum degi. Öll óvissa er honum erfið. Ef hann veit með miklum fyrirvara að við séum að fara í afmæli eða ferðalag fær hann þráhyggju fyrir því, verður yfirspenntur, líður illa og fer jafnvel að gráta. Sumarfrí, jólafrí og vetrarfrí geta verið mjög krefjandi tímar því þá fer þessi venjulega rútína úr skorð- um.“ Mikilvægi stuðningsins Sigríður hefur verið virk í ADHD samtök- unum og situr þar í stjórn. Hún segir sam- tökin hafa hjálpað sér mikið. „Þegar þú ert að ganga í gegnum greiningu á barninu þínu er stuðningur frá öðrum foreldrum alveg ómetanlegur. Auðvitað fer fjarri að öll börn með ADHD séu eins. En það eru ákveðin einkenni sem allir finna fyrir. Það er gott að heyra frá öðrum foreldrum hvernig þeir takast á við hlutina. Ég á góða fjölskyldu og vini sem hafa stutt okkur en þeir skilja kannski ekki alltaf hvað við erum að ganga í gegnum. Að geta deilt reynslu sinni, veitt öðrum stuðning og fengið stuðning á þess- um vettvangi er alveg ómetanlegt,“ segir Sigríður. Færri úrræði en í fyrra Á vettvangi ADHD samtakanna eru baráttu- málin mörg. Eitt þeirra mikilvægustu er að börn með ADHD fái viðeigandi úrræði í skól- anum, svo þau geti blómstrað þar. Mörg hver eru þau uppfinningasöm, skapandi og frjó og ef vel ætti að vera myndu þau njóta sín vel í skóla með þá eiginleika. Raunin er hins vegar sú að oft líður börnum með ADHD illa í skóla og eiga erfitt með að mæta þeim kröfum sem þar eru. „Ég finn fyrir miklu úrræðaleysi og peningaleysi í kerfinu. Sonur minn fær til að mynda ekki sérkenn- ■ STAÐREYNDIR UM ADHD Augngotur frá ókunnugum Sonur Sigríðar Stephensen Pálsdóttur er opinn, kátur og lífsglaður sjö ára drengur. Samt á hann oft erfitt með að mæta kröf- um umhverfisins, þar sem hann er ofvirkur með athyglisbrest. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við þessa kraftmiklu ein- stæðu móður um félagslega einangrun fjölskyldna barna með ADHD, úrræðaleysi skólakerfisins og aðrar áskoranir daglegs lífs. MEÐ LÍFIÐ Í FÖSTUM SKORÐUM Sigríður og sonur hennar fylgja þéttri rútínu á hverjum einasta degi. Þannig gengur lífið best fyrir sig en öll óvissa reynist honum erfið, eins og algengt er hjá börnum með ADHD. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á morgun, sunnudag, lýkur samevrópskri ADHD vit- undarviku, sem íslensku ADHD samtökin hafa tekið þátt í með margvíslegum hætti. Markmiðið var að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning við fólk með ADHD. Í tilefni vikunnar létu samtökin útbúa fyrir sig endur- skinsmerki með teikningum Hugleiks Dags- sonar sem eru til sölu í verslunum Krónunnar og á heimasíðu samtakanna www.adhd.is. Í dag, laugardag, verða þau jafnframt til sölu í Smáralind og Kringlunni. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur óskiptur til ADHD samtakanna og fer í að efla starfsemi og þjónustu við einstaklinga með ADHD. ■ ENDURSKINSMERKI HUGLEIKS DAGSSONAR ara núna í vetur, sem hann hafði í fyrra. Sú sérkennsla fólst í því að vinna með félags- lega færni hans. Hann þarf á því að halda, því hann á erfitt með hana. Hann vill vera með í hópnum og taka þátt en hann nær því ekki sjálfur.“ Það hafi því verið slæmt að missa sérkenn- arann. Hún áfellist þó ekki stjórnendur skól- ans. „Ég er mjög ánægð með skólann hans. Hann er í litlum og góðum skóla og ég á í góðu samstarfi við bæði kennara og skóla- stjórnendur. Mér finnst þeir eftir bestu getu sýna okkur skilning en ég finn fyrir því að þau myndu vilja gera meira. Þau eru að gera sitt besta en það er ekki nóg. Börn eins og hann, sem eiga erfitt með að falla inn í þetta innrammaða skólasamfélag, þurfa meira.“ Fordómar og fáfræði Fjöldi rannsókna sýnir að ofvirkni og athyglis brestur koma til vegna taugaröskun- ar. Þrátt fyrir það er enn algengt að börn með ADHD séu dæmd óþæg og foreldrar þeirra slæmir uppalendur. Það getur eðlilega reynt mjög á að finna fyrir slíku viðmóti. Markmið- ið með ADHD vikunni sem nú stendur yfir er meðal annars að opna umræðuna og fræða fólk betur um röskunina. „Við viljum að fólk fái sem besta innsýn í hvað ADHD er, því við finnum fyrir fordómum sem byggjast ein- faldlega á fáfræði. Börn með ADHD eru ekki óþekk. Þau eru að glíma við víðtækan vanda og þurfa aðstoðar og skilnings við.“ Sigríður segir það geta verið erfitt að heyra vanhugsaðar athugasemdir um barn- ið sitt og fá óblíðar augngotur frá ókunnugu fólki, eins og stundum gerist. „Ég hef alveg lent í því að sonur minn hafi tekið lítið brjál- æðiskast í búðinni, af því hann mátti ekki fá eitthvað sem hann langaði í. Þá gefur fólk mér auga og mig langar helst að sökkva ofan í gólfið! Það stendur ekki skrifað utan á syni mínum að hann sé með ADHD og því er hegð- un hans og viðbrögð mjög oft misskilin af þeim sem ekki þekkja til þessarar röskunar.“ ➜ Athyglisbrestur og ofvirkni, eða ADHD, er taugaþroskaröskun sem getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlög- un. ➜ Athyglisbrestur og ofvirkni eru algerlega óháð greind. ➜ Fimm til tíu af hundrað börnum og ungling- um glíma við ofvirkni. Það þýðir að tvö til þrjú börn með ADHD gætu verið í hverjum meðalstórum skólabekk. ➜ Í hópi barna með ADHD eru þrír drengir á móti hverri stúlku. Nýjar rannsóknir benda þó til að fleiri stúlkur séu með ADHD en þær komi síður til greiningar. ➜ 4,4 prósent fullorðinna eru með ADHD samkvæmt nýjum bandarískum rann- sóknum. ➜ Orsakir ADHD eru líffræðilegar og benda rannsóknir til að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar. ➜ Talið er að erfðir útskýri 75 til 95 prósent ADHD-einkenna. ➜ 50 til 70 prósent þeirra sem greinast með ADHD í bernsku eru enn með einkenni á fullorðinsárum. Tekið af vef ADHD samtakanna, www.adhd.is, þar sem er að finna meiri fróðleik um ofvirkni og athyglisbrest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.