Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 13

Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 13
LAUGARDAGUR 24. september 2011 13 NEYTENDAMÁL IKEA biður við- skiptavini sem eiga ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli frá framleiðanda nr. 12650 að hafa samband við þjónustuver verslunarinnar til þess að fá nýja hurð. Borist hafa tilkynningar um að spegillinn frá framleiðanda með ofangreindu númeri geti losnað af hurðinni og brotnað. Vitað er um eitt tilvik þar sem viðskipta- vinur skar sig. Númer framleiðandans er prentað neðst á bakhlið hurð- arinnar, á sama stað og stendur „Made in Sweden“. - ibs Viðskiptavinur skar sig: Rennihurð frá IKEA innkölluð SJÁVARÚTVEGUR Íslenskar útgerðir gætu sparað stórfé í eldsneytis- og viðhaldskostnað með því að smíða skip sín úr trefjaplasti í stað stáls. Þetta segir Andri Þór Gunnarsson hjá fyrirtækinu Infuse, sem ásamt fyrirtækinu Ausus framleiðir efni í trefjabáta. Fyrirtækin eru meðal þeirra sem kynna hugmyndir sínar á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum um þessar mundir. „Sjávarútvegurinn mundi hagn- ast mikið á því að fara að byggja stóru skipin alfarið úr trefjaplasti,“ segir Andri. „Það hefur sýnt sig í ótal rannsóknum að þau eru miklu eyðslugrennri, og þess vegna miklu betri fyrir umhverfið, og tærast náttúrulega ekki neitt.“ Þá séu þau betur einangruð sem geri það að verkum að þurrara og notalegra er um borð. Reynsla af dönsku trefja- plastsherskipi sýni að viðhalds- kostnaður sé 80 prósentum lægri. Andri segir að kostnaðurinn við smíðina sé um fimmtungi hærri en það borgi sig upp á þremur til fjórum árum. Andri nefnir dæmi af Íslending- um sem hafi skipt fjögurra tonna stýrishúsi á bát sínum út fyrir annað úr trefjaplasti sem er þrjátíu fermetrum stærra en vó innan við 1.700 kíló. Þá sé fyrirtækið Seigla á Akureyri að byggja heilt skip úr trefjaplasti. Infuse og Ausus eru einnig með til kynningar á sýningunni fjöl- nota bát með einingum í skutnum sem hægt er að skipta út og breyta þannig bátnum á stundarfjórð- ungi, til dæmis úr rækjuveiðibát í farþegaferju eða rannsóknarskip. - sh Íslensk fyrirtæki vinna saman að þróun efnis í trefjaplastskip og kynna afurðina á Sjávarútvegssýningunni: Hægt að spara mikið með skipum úr trefjaplasti STÓR SÝNING Um 500 fyrirtæki frá 34 löndum taka þátt í sýningunni í Smáranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allar nánari upplýsingar á www. vita.is/golflif Golf, iðandi mannlíf og framandi menning Verð frá 449.500 kr. á mann í tvíbýli. Magnaður heildarpakki Einstaklega mikið innifalið! VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is 4. - 21. febrúar - 17 nætur ı 4. - 29. febrúar - 25 nætur Draumastaðurinn þinn í vetur Golf í Mexíkó – Mazatlan á Kyrrahafsströnd DANMÖRK Af þingmönnum á nýja danska þinginu eru 57 prósent með háskólamenntun. Af þeim sem kjörnir voru á þing í Dan- mörku árið 2007 voru hins vegar 40 prósent með háskólamenntun. Þeir sem hafa lesið eða lokið námi í stjórnmálafræði eru nær 20 prósent nýrra þingmanna. Faglærðum á þingi hefur fækk- að frá kosningunum 2007 úr 18 prósentum í 9 prósent. Þetta hlut- fall þykir ekki sýna þverskurð af samfélaginu þar sem háskóla- menntaðir eru 35 prósent. - ibs Nýkjörið þing í Danmörku: Meirihlutinn háskólagenginn DANMÖRK Síðastliðið sumar á vegum Danmerkur var með allra besta móti. Í frétt Politiken kemur fram að í ágúst létust fimmtán í umferð- inni, sem er það lægsta sem sést hefur. Það sama gilti um júní og júlí, en ein skýringin á bak við þessa jákvæðu þróun er talin vera minni umferðarhraði. Mælingar sýna að meðalhraði innanbæjar hefur minnkað úr 53,9 kílómetrum á klukkustund árið 2002 niður í 50,9, og á þjóð- vegum, þar sem hámarkshrað- inn er 110, hefur meðalhraðinn á sama tíma fallið úr tæpum 120 niður í 115. - þj Umferðaröryggi í Danmörku: Minni hraði og færri banaslys ÚR UMFERÐINNI Banaslysum hefur fækkað í Danmörku. Það er rakið til minni hraða á götum landsins. NORDICPHOTOS/AFP Sat fastur í tré Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom ungum dreng til hjálpar í gær þar sem hann sat fastur uppi í tré á leiksvæði við grunnskóla. Drengurinn átti ekki í vandræðum með að komast upp, en þorði ekki aftur niður. Körfubíll var kallaður á svæðið og drengurinn komst niður án vandræða og heill á húfi. Fimm í vímu undir stýri Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuð- borgarsvæðinu í fyrradag og fyrrinótt. Þetta voru fjórar konur á aldrinum 22 til 49 ára og einn karlmaður, 21 árs. Kviknaði í potti á eldavél Eldur kviknaði í potti sem skilinn hafði verið eftir á eldavél í húsi við Skipasund í gær. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út um íbúðina. LÖGREGLUFRÉTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.