Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 12

Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 12
24. september 2011 LAUGARDAGUR12 Góð hugmynd á skilið að verða að veruleika Svanni - lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lánatryggingar Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Unnt er að sækja um lánatryggingu vegna eftirtalinna þátta: Stofnkostnaðar • Markaðskostnaðar• Vöruþróunar • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.• Lánatrygging skal ekki vera undir einni milljón króna og að jafnaði skal trygging ekki fara yfir tíu milljónir króna. Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins www.svanni.is. Umsóknarfrestur til og með 19. október 2011. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 582 4914. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið svanni@svanni.is. TAÍLAND „Hérna eru heilu hverf- in þar sem maður sér bara nokk- ur húsþök standa upp úr vatn- inu. Þökin eru eina merki þess að þarna hafi fólk búið fyrir nokkrum dögum,“ segir Kolbrún Björt Sig- fúsdóttir, sem hefur dvalist í Taí- landi í rúman mánuð ásamt manni sínum, Erlingi Grétari Einarssyni. Þau fengu vinnu á leikskóla í borginni Sing buri, þar sem þau kenna fjögurra til fimm ára börn- um ensku. Flóðin hafa hins vegar sett strik í reikninginn, því leik- skólanum var lokað fyrir tíu dögum vegna flóða. „Leikskólinn er núna eins og eyja með vatn allt í kring. Við komumst þangað ekki með nokkru móti nema vaða vatnið,“ segir Kol- brún. „Við búum hins vegar í mið- bænum og erum heppin, því her- inn hefur lagt mikla vinnu í að halda miðbænum þurrum. Hér er öll verslun og þjónusta og mikill íbúafjöldi.“ Meðkennarar þeirra á leikskól- anum, breskir að þjóðerni, eru ekki jafn heppnir því þeir þurftu að yfirgefa heimili sitt og fengu inni hjá Kolbrúnu og Erlingi. Hálf önnur milljón manna hefur nú hrakist að heiman vegna flóð- anna, sem eru óvenjumikil í ár. Venjulega hefst flóðatíminn ekki fyrr en í október og stendur fram í nóvember. Taílendingar sjá því fram á erfiða tíma áfram næstu vikurnar. „Heimamenn hafa samt tekið þessu með miklu jafnaðargeði þótt þeir sjái fram á að vera heimilis- lausir í tvo mánuði. Fólki er bara smalað í rútur og flutt til annarra borga, þar sem það gistir í bráða- birgðahúsnæði og neyðarskýlum.“ Kolbrún er menntaður leik- stjóri en Erlingur er fyrrverandi ritstjóri Mynda mánaðarins. Hún segir að löngunin til að ferðast og skoða heiminn hafi dregið þau til Taílands. „Við ætlum að vera hér alla vega þangað til í mars,“ segir Kolbrún. Hún segir að þau Erlingur séu strax farin að sakna barnanna, sem þau voru byrjuð að kynnast. Flóðin í Taílandi hafa ekki verið áberandi í heimsfréttunum. Meira hefur verið sagt frá flóðum í Pak- istan, sem annað árið í röð hafa valdið þar gríðarlegu tjóni og raski. Monsúnflóðin eru árviss við- burður í sunnan- og suðaustan- verðri Asíu, þótt tjónið af þeim verði sjaldan jafn mikið og það ætlar að verða í ár. gudsteinn@frettabladid.is Leikskólinn er eins og eyja í flóðvatninu í Taílandi Íslensk hjón hafa ekki komist til vinnu sinnar á leikskóla í Taílandi vegna flóðanna, sem hrakið hafa hálfa aðra milljón af heimilum sínum. Taílendingar sjá fram á áframhaldandi flóð næstu vikurnar. BÁTAR BUNDNIR VIÐ FLÓÐVARNAGARÐ Borgin Sing buri er á einu flóðasvæðanna í Taílandi, þar sem hálf önnur milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín. FRÉTTABLAÐIÐ/KOLBRÚN BJÖRT FYLGST MEÐ PÁFA Nunna nokkur greip til sjónauka til að sjá betur Benedikt páfa, sem er í heimsókn í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVISS, AP Vísindamenn í Sviss segj- ast ekki hafa séð betur en öreind- ir, sem þeir gerðu tilraunir með í CERN-öreindahraðlinum, hafi farið á 299.798 kílómetra hraða á sekúndu. Þetta er örlítið meiri hraði en ljóshraðinn, sem er 299.792 kíló- metrar á sekúndu. Þar með virð- ist hin alþekkta kenning Alberts Einstein um að ekkert geti farið hraðar en ljósið vera fallin. „Flestir hafa það á tilfinning- unni að þetta geti ekki verið rétt, þetta geti ekki verið raunveru- legt,“ sagði James Gilles, talsmað- ur CERN, og hafði allan fyrirvara á niðurstöðum rannsóknanna. Reynist þær hins vegar rétt- ar munu þær kollvarpa mörgum helstu grundvallarkenningum eðl- isfræðinnar. „Okkur þætti það frábært ef þetta er rétt, því okkur finnst svo gaman að öllu sem hreyfir við undir stöðum þess sem við trúum á,“ sagði Brian Greene, eðlisfræð- ingur við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. „Út á það gengur líf okkar.“ - gb Kenning Einsteins um ljóshraðann virðist fallin: Öreindir fóru örlítið hraðar en ljósið ÖREINDAHRAÐALLINN Í CERN Þarna þjóta öreindirnar hring eftir hring á ofsahraða, vísindamönnum stundum til mestu furðu. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Ráðgátan um hvarf risa- eðlanna fyrir um 65 milljónum ára er enn ekki að fullu leyst. Vísindamenn Bandarísku geim- vísindastofnunarinnar (NASA) hafa nefnilega útilokað að loft- steinninn sem talið er hafa lent á jörðinni og grandað risaeðlun- um hafi verið hluti af heljarstóru smástirni, Baptistina að nafni. Kenningar voru á lofti um að Baptistina hefði lent í árekstri í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters og brot af því, tíu kíló- metrar í þvermál, hefði þotið út í geim og lent á jörðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Nýjustu niðurstöður NASA, eftir að hafa rannsakað stærð og endurkast smástirnanna, gefa hins vegar til kynna að fyrr- nefndur árekstur og klofningur Baptistina hafi átt sér stað mun síðar en áður var haldið, fyrir um 80 milljónum ára, vegna þess að hæpið er að loftsteinninn hafi verið aðeins 15 milljónir ára á leið til jarðar. Leitin að uppruna hamfaraloft- steinsins stendur því enn yfir og endalok risaeðlanna eru enn ekki að fullu útskýrð. - þj Ein helsta ráðgáta jarðarsögunnar er enn þá óleyst: Baptistina drap ekki risaeðlunar MOLNAÐI Í ÁREKSTRI Svona sjá vísinda- menn NASA fyrir sér að smástirni hafi brotnað upp og hluti þess lent á jörðu. Nýjustu rannsóknir hafa útilokað Baptistina-smástirnið sem uppruna loft- steinsins. MYND/NASA DANMÖRK Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasa- frjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt. Í frétt Berlingske kemur einnig fram að fæðingartíðni í Dan- mörku á fyrri hluta ársins er sú lægsta sem sést hefur í 24 ár. Að sögn frjósemissérfræð- ings eru málin af sama meiði en orsakir lægri fæðingartíðni eru bæði menningarlegar og líffræði- legar. Stór hluti karlmanna þar í landi er með of lágt sæðishlutfall, og þar á móti kemur að konur bíða lengur með að eignast börn, fram yfir frjósamasta æviskeiðið. - þj Frjósemi í Danmörku: Tíunda hvert barn getið í glasi BARNALÁN Danir fá í auknum mæli hjálp við að geta börn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. NORDICPHOTOS/GETTY LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn voru handteknir á Norðurlandi á fimmtudag eftir langferð á stoln- um bíl. Bílnum stálu þeir í Kópavogi. Þeir komu við á bensínstöð þar sem þeir fylltu á bílinn og stungu af án þess að borga og héldu í kjöl- farið norður í land. Þegar norður var komið stöðvaði lögregla þá, áttaði sig strax á því hvernig í pottinn var búið, handtók þá og sendi suður aftur. Þeir gistu í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. - sh Tveir ungir menn handteknir: Óku norður á stolnum bíl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.