Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 8
24. september 2011 LAUGARDAGUR8 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagssjóður hyggst veita 35 samfélagsstyrki til mannúðar-, menningar- og menntamála, samtals að upphæð 15.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til 1. október 2011. Styrkir skiptast með eirfarandi hætti:  5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver  10 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver  20 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver Verkefni sem einkum koma til greina:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarna- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur framlengdur Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja hefur verið framlengdur til og með 1. október 2011 (póststimpill gildir). Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði. Sækja þarf um styrkina sérstaklega og senda umsókn merkta: Samfélagsstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SKÚBB Meiri Vísir. 1. Hvað heitir ástralska fyrirtækið sem vill vinna seguljárn við Ísland? 2. Hvað heitir nýjasta plata Mugisons? 3. Í hvaða sæti var Birgir Leifur Hafþórsson eftir fyrsta keppnis- daginn á Opna austurríska mótinu í golfi? SVÖR 1. Soley Minerals. 2. Haglél. 3. Sjötta sæti. BANDARÍKIN, AP Kosningabaráttan í Banda- ríkjunum er komin á fullt skrið þótt enn sé meira en ár í kosningar. Níu repúblikanar sækjast eftir því að verða forsetaefni flokks- ins og etja kappi við Barack Obama næsta haust. Tveir þeirra hafa ótvíræða forystu, en það eru ríkisstjórarnir Rick Perry í Texas og Mitt Romney í Massachusetts. Þeir tókust harkalega á í sjöttu kappræðum Repúblik- anaflokksins, sem haldnar voru í Flórída á fimmtudagskvöld. Báðir hafa þeir tekið afdrifaríkar ákvarð- anir, hvor í sínu ríki, í heilbrigðismálum, innflytjendamálum og fleiri stórmálum stjórnmálanna vestra, sem ákafir repúblik- anar hafa gagnrýnt fyrir að samræmast illa stefnu flokksins. Í kappræðunum þurftu þeir báðir að svara fyrir sumar þessara ákvarðana sinna, en beindu líka spjótum sínum hvor að öðrum. Romney sakaði Perry um að hafa gengið á bak orða sinna, og Perry sakaði Romney um slíkt hið sama. „Það eru margar ástæður til að kjósa mig,“ svaraði Romney meðal annars. „En ein ástæðan fyrir því er sú að ég veit vel fyrir hvað ég stend. Ég hef skrifað það niður. Orð hafa merkingu.“ - gb Ríkisstjórarnir Romney og Perry deildu hart í sjónvarpskappræðum: Klögumálin gengu á víxl hjá repúblikönum RICK PERRY OG MITT ROMNEY Tveir ríkisstjórar þykja sem stendur sigurstranglegastir í forsetaefnissam- keppni Repúblikanaflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKATTAMÁL Auk þess að hafa til rannsóknar fimmtíu skattaskjóls- mál hefur embætti skattrannsókn- arstjóra einnig til rannsóknar mál nokkurra tuga manna sem hagnast hafa á afleiðuviðskiptum og gjald- eyrisbraski hér á landi. Í sumum tilfellum er um að ræða hundraða milljóna króna hagnað eða jafnvel milljarða króna hagn- að sem ekki hefur verið greidd- ur skattur af, að því er Gunnar Thorberg, forstöðumaður rann- sóknasviðs skattrannsóknarstjóra, greinir frá. „Við fórum í svokallaða banka- greiningu eftir hrunið. Í ljós kom að menn högnuðust verulega á þessum viðskiptum í bankakerf- inu hér heima og gerðu ekki grein fyrir hagnaðinum. Við höfum þegar lokið rannsókn á nálægt 20 slíkum málum sem send hafa verið til ríkisskattstjóra til endurákvörð- unar á skattlagningu en 17 mál bíða afgreiðslu. Greiða þarf 10 prósenta skatt af þessum hagnaði og jafn- framt sekt. Ef hagnaðurinn hefur til dæmis verið 500 milljónir króna verður sektin sem greiða þarf 100 milljónir,“ segir Gunnar. Svokölluðum skattaskjólsmálum sem eru til rannsóknar hjá embætti skattrannsóknarstjóra hefur fjölg- að og eru þau nú nálægt fimmtíu. „Í tveimur þessara mála höfum við greint að ekki hafi verið greidd- ur skattur af milljörðum króna. Annað málið er langt komið en hitt aðeins skemur. Það er mjög stórt og tengist mörgum aðilum. Það mun líða þónokkur tími þar til endanleg niðurstaða fæst og þá verður það sent til ríkiskattstjóra,“ greinir for- stöðumaður rannsóknasviðsins frá. Hann segir mörg aflandsmálin tengjast málum sem komu upp í kjölfar húsleitar hjá kreditkorta- fyrirtækjum. „Kreditkortamálin hafa bólgnað út. Í ljós kom fjöldi nafna og banka- reikninga. Í einu tilfellanna var til dæmis kona nokkur með kredit- kort á reikningi í Lúxemborg en við skoðun á gögnum sem tekin voru kom í ljós að umsvifin voru talsvert umfangsmeiri.“ ibs@frettabladid.is Skoða brask með gjaldeyri og afleiður Ógreiddir eru skattar af milljarða króna hagnaði af afleiðuviðskiptum og gjaldeyrisbraski hér á landi. Þetta segir forstöðumaður hjá skattrannsóknar- stjóra. Kreditkortamálin hafa bólgnað út. SKATTASKJÓL „Í einu tilfellanna var til dæmis kona nokkur með kreditkort á reikningi í Lúxemborg en við skoðun á gögnum sem tekin voru kom í ljós að umsvifin voru talsvert umfangsmeiri,“ segir Gunnar Thorberg hjá skattrannsóknarstjóra. Í einu tilfellanna var til dæmis kona nokkur með kreditkort á reikningi í Lúxemborg en við skoðun á gögnum sem tekin voru kom í ljós að umsvifin voru tals- vert meiri. GUNNAR THORBERG FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ SKATTRANN- SÓKNARSTJÓRA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.