Faxi - 01.07.1943, Side 1
Vertíðarlok
Vertíðarlokin eru þau tíma-
mót í okkar atvinnusögu, sem
liafa haldist með lítilli breyt-
ingu um óralanga tíð.
Hér á Suðurlandi hafa lokin
verið merkis- og hátíðardagur
frá mörgum sjónarmiðum.
Fyrr á timum, þegar aðal-
atvinnuvegurinn var landbúnað-
ur, voru kjör bænda víðast svo
þröng, að þeir þurftu að afla
heimilunum auknatekna og þá
var ekki um annað að ræða en
„fara til vers“, sem kallað var,
enda var það svo síðast í sveit-
unum að hver einasti karlmað-
ur fór til „sjávar“ eins og það
var kallað. Þetta varð svo ríkt
í meðvitund þjóðarinnar, að
flestir karlmenn hlökkuðu til
vertíðarinnar og drengirnir á
fermingaraldri þráðu það heit-
ast að losna við „kverið“ og fá
að fara í „ver“.
Þetta byggðist fyrst og fremst
Marteinn Helgason
á aflavoninni og um leið æfin-
týralöngun. Þó voru skipin lé-
legir árabátar og aðbúðin í ver-
stöðvunum hörmuleg. En þjóðin
þekkti ekki annað betra.
En yngri og eldri sögðu sögur
úr verinu og útþráin sagði til
sín, þar sem víðar; drengirnir
vildu fara, þó þeir yrðu að vera
hálfdrættingar eða beitinga-
drengir. Síðar kom máske að því
að verða eftirsóttur sjómaður,
jafnvel formaður og hver vissi
nema nafnið aflakóngur gæti
unnist, ef guð og lukkan væri
með.
Eitthvað þessu líkt leit málið
út frá sjónarhæð unglingsins.
Heimilisfaðir fór aftur á móti í
verið — oft frá illa stöddu heim-
ili — til að afla bjargar handa
konu og börnum.
Og svo leið vertíðin. Oft var
afli góður í flestum verstöðv-
unum og stundum ágætur, en
hitt kom líka of oft fyrir, að
aflinn brást.
Lengst af hafa vertíðarlok
verið bundin við 11. maí. Sjó-
mennirnir þráðu að komast
heim, oft glaðir yfir góðum afla.
Þeir, sem heima voru hlökk-
uðu meira til lokanna en nokk-
urrar af hátíðum ársins — þeg-
ar allt gekk að óskum — kon-
an, börnin, unnustan, foreldr-
arnir og aðrir vinir. Því þau til-
fellin að sá, sem frískur fór í
verið kom ekki aftur, voru svo
sorglega mörg, að ástvinirnar
heima bjuggu alla vertíðina yfir
sífelldum ótta.
GuSvi. Kr.
GuSviunds-
son.
Svona gekk þetta til fram
undir síðustu ár.
Nú er orðin geysimikil breyt-
ing á atvinnuháttum þjóðarinn-
ar. Meir en helmingur hennar
býr í bæjum og kaupstöðum. I
sveitunum er fólkið orðið svo
fátt á hverju heimili, að fæstir
hugsa um að sækja atvinnu á
sjóinn, enda eru búin það stór,
að fólkið getur lifað á þeim.
Gömlu árabátarnir eru horfn-
ir, en vélknúin skip með ný-
tísku veiðarfærum og útbúnaði
komin í þeirra stað. Veiðitíminn
er ekki lengur einskorðaður við
vetrarvertíðina eina, það er
komin önnur aðalvertíð — síld-
arvertíðin.
Þeir, sem sjóinn stunda, eiga
flestir heima í bæjum og sjávar-
þorpum. Atvinnuvegirnir eru
orðnir fjölbreyttari en áður,
enda er sjómennskan ekki leng-
ur aðalkeppikefli ungra manna.
En hitt er óbreytt, að duglegur
sjómaður er í heiðri hafður og
æðsta tign fiskimannsins er að
verða aflakóngur.
Eitt er enn sem óbreytt er.
Þeir, sem sjóinn stunda, koma