Faxi

Volume

Faxi - 01.07.1943, Page 7

Faxi - 01.07.1943, Page 7
F A X I 7 M inning 11 m liúsfrií Crnðriínn Torfadóttnr, Framnesi Minningargrein þessi birtist í ísafold 30. apríl s. 1., en þar sem það mun vera það eina, sem skrifað hefur verið um Guðrúnu látna, einhverja þá göfugustu konu, sem ég hef kynnst, og þar sem ísafold er lítið sem ekkert lesin hér suður frá, þar sem flestir vinir Guðrúnar heitinnar búa, þá fannst mér rétt að fá leyfi greinarhöfundarins til þess að birta í Faxa þætti úr grein- inni, því í heild var hún of stór fyrir blaðið. — Ég átti því láni að fagna, að fá að þekkja Guð- rúnu heitina nokkur síðustu ár æfi hennar og í minningunni geymi ég þá kynning eins og heilög vé. — Mitt í öllum hrum- leika sínum og þjáningum, var hún stöðugt að safna ljósi og fegurð inn í líf vina sinna — og vinir hennar urðu allir þeir, sem kynntust henni. Guð blessi minningu hennar. H. Th. B. Þessi mæta kona andaðist að heimili sínu Framnesi í Kefla- vík þann 7. des. fyrra árs. Okk- ur vinum hennar kom sú fregn ekki á óvart, því árum saman hafði hún átt við mikla van- heilsu að búa. Og þótt hún hefði haft nokkra ferlivist hvern dag, vissum við að hverju dró. • Guðrún var fyrir margra hluta sakir merkileg kona. Hún var skarpgáfuð, spök að viti, glöð og hóglát í öllu dagfari, hrein- skilin og hjartagóö. Mild var hún sem góö móðir við hvert barn, er að garði hennar bar og svo örlát við snauða menn og bág- stadda, að frábært var. Guðrún var fædd að Hóli í Norðurárdal 2. júní 1861. Voru foreldrar hennar Torfi Timothe- usson bóndi þar og kona hans Guðríður Guttormsdóttir. Guðrún Torfadóttir giftist 15. nóv. 1889 Guðjóni formanni og skipasmið á Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd. Guðjón var gáfumaður, dulur og fáskiftinn, en einkar skemti- legur í vinahóp. Þau hjón bjuggu á Vatnsleysu þar til árið 1901 að þau fluttu til Keflavíkur. Nokkru síðar byggðu þau sér lítið hús á rúmgóðum lóðarbletti við svonefnda Vatnsneskletta, nokkurn spöl frá Keflavíkur- kauptúni, en þá var land allt þar umhverfis óbyggt. Þaðan sá vítt á haf út, en aldan lék við brim- sorfna klettana neðan við bæ- inn. Þau nefndu bæinn Framnes og bjuggu þar síðan. Eftir að þau komu til Kefla- víkur, tók Guðjón fyrir alvöru til við skipasmíðar og var mikill verkmaður. Hann smíðaði skip og báta fyrir formenn og útvegsbændur um öll Suðurnes og var eftirsótt- ur skipasmiður. Engin hús voru þá til að vinna í að slíkum stórsmíðum. Guðjón vann því að öllum skipasmíðum undir berum himni, bæði sumar og vetur og lætur að líkum að slíkt hafi ekki verið á allra færi að standa við smíðar á köldum vetrardögum, en ekki vissi ég til að honum brygði við slíkt. Og góð var heimkoman að af- loknum degi til ástkærrar konu og barna. Guðjón andaöist 9. jan. 1922, hafði hann þá smíðað að stofni 194 fleytur, þar af 46 áttæringa auk allra viðgerða á skipum og bátum, er ekki mun hafa verið minni að vöxtum. Þau hjón eignuðust tvær dæt- ur Guðlaugu kennara í Keflavík og Jónínu, báðar heima á Fram- nesi. Auk þeirra ólst upp hjá þeim dóttir Guðjóns, er hann átti áður en hann kvæntist, Ágústa kona Sigurðar Erlendssonar fiski- matsmanns í Keflavík. Elsti sonur þeirra, Magnús, ólst einnig upp hjá þeim Framneshjónum. Hann fórst með mótorbátnum Huldu á leið frá Reykjavík til Kefavikur 21. jan. 1932, þá ný- kvæntur. Eftir það áfall fluttist unga ekkjan heim að Framnesi með dóttur þeirra á fyrsta ári. Og Guðrún hlúði að öllum þess- um börnum sínum, elskaði þau og umvafði í sorg og gleði. Þetta er í fáum dráttum hin ytri ævi Guörúnar. Hún hafði komiö frá fagurri fjallasveit og sest að „suður með sjó“ á hinum hrjóstruga skaga, en hún tók tryggð við byggðina og hafði á orði, að allstaðar mætti sjá feg- urð. Ég var á barnsaldri þegar Guðrún fluttist til Keflavíkur, en þar bjuggu þá foreldrar mínir. Höfðu þau haft kynni af þeim hjónum áður fyrr og hugðu gott til nábýlis við þau. Ég hafði nokkrum árum áður verið samvistum við Guðrúnu einn dag. Síðan hafði barnshug- urinn geymt mynd af fríðri konu með blá augu og ljóma á yfir- bragöi. Ég fór full eftirvænting- ar að kynnast henni á ný. Það urðu heldur ekki vonbrigði að heimsækja hana. Ég komst brátt að raun um að hún bjó yfir dýrri gáfu. Hún var snillingur að segja sögu. Og sögurnar voru ótæm- andi og ljómuðu af lit og lífi. Hún kunni kynstrin öll af kvæð-

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.