Faxi - 01.07.1943, Qupperneq 10
10
F A X I
IJr Grindavík er §kriíað:
í janúar-mánuði og marz s. 1.,
undirrituðu útgerðarmenn, nema
Einar G. Einarsson kaupmaður,
og Verkalýðsfélag Grindavíkur,
samninga með sér, um hluta-
skipti. Áður hafði samningur um
hlutaskiptin frá 1937 gilt, með
harmkvælum þó á stundum.
Með þessum samningum var sú
breyting gerð, frá samningnum
1937, að nú eru samningarnir
tveir, annar um skipti á opnu
vélbátunum, hinn um skiptin á
dekkbátunum, en eldri samn-
ingurinn gilti fyrir báðar báta-
tegundirnar. Samkvæmt hinum
nýja samningi, fá útgerðir dekk-
bátanna % hlutar meira en þær
höfðu áður og iy4 hlut meira
samkvæmt síðasta gildandi
samningi, ef hártogunin er tekin
með, sem gerð var á þeim samn-
ingi. Hlutaskiptin á opnu bátun-
um eru mjög svipuð og þau voru;
hártogunin leiðrétt að hálfu, en
samningurinn að öðru leyti
gerður fyllri og ítarlegri en sá
fyrri var. Ekki er vitað, hversu
víða hártogunin var gerð, en þó
er víst, að þar eiga ekki allir út-
gerðarmenn óskilið mál.
Sanngirni þótti mæla með þvi,
að dekkbátarnir hefðu meiri
skipti en þeir opnu og því er
þessi munur á skiptunum gerður.
Samningagerðir þessar fóru
hávaðalaust fram og í flestum
tilfellum gengu þær mjög greið-
lega, enda höfðu útgerðarmenn
ekki sagt fyrri samningum upp,
heldur verkalýðsfélagið, af á-
stæðum, sem ekki verða greind-
ar að þessu sinni, en undir flest-
um kringumstæðum verður að
líta svo á, að sá aðilinn, sem
ekki segir samningi upp, óski
ekki breytinga frá því sem er.
— Einar G. Einarsson vildi ekki
undirrita samninginn og fól
Vinnuveitendafélagi íslands að
gæta hagsmuna sinna, gagnvart
verkalýðsfélaginu. En til að
komast hjá því að undirrita
samninginn við félagið og fyrir-
byggja, að bátur hans, Hrugn-
ir, sem er dekkbátur, hætti
veiðum, leigði hann formanni
sínum og hásetum hans, 6 að
tölu, nefndan bát frá 3. marz
til 11 maí, fyrir kr. 18 þús. Gerði
hann um leiguna vottfestann
samning við leigutaka, en form.
á bátnum ritaði undir samning-
inn fyrir sína hönd og háseta
sinna.
Er leið á vertiðina, bættist
einn maður við áhöfn bátsins,
gekk hann ekki inn í leigusamn-
inginn, og 6. apríl undirritaði
nefndur form. hlutaskiptasamn-
inginn við félagið.
Vertíð er nú að verða lokið.
Gæftir voru frámunalega stirð-
ar, en aflabrögð oftast góð, þá
gaf á sjó, enda má segja að
flestir hafi liaft all góða hluti
og sumir ágæta. Leigubáturinn,
Hrungnir, varð aflahæstur og
munu leigutakar hafa all veru-
legan hlutarauka af útgerð báts- j,
ins, þótt leigutíminn hafi verið
stuttur. Formaður á bátnum er
Sigurður Þorleifsson, dugnaðar-
maður hinn mesti og með af-
brigðum aflasæll.
sjóvátryggingar
ggingar
Talið við
umboðsmann vorn í Keílavík
hr. Suorra Þorstemsnon.
J