Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1961, Síða 3

Faxi - 01.02.1961, Síða 3
F A X I 19 Rabhað um útgerðarmál og bœtt vinnubrögð Viðtal við Elías Guðmundsson vigtarmann. Elías Guðmundssoa vigtarmaður í Sandgerði, er fæddur í Flankastaðakoti, 21. apríl 1919, sonur hjónanna Guðrúnar Sveinsdóttur og Guðmundar hetins Eyj- ólfssonar frá Hraungerði í Sandgerði, en hann var bróðir Sigurbjörns Eyjólfssonar útgerðarmanns í Keflavík. Elías ólst upp í fæðingarsveit sinni, Mið- neshreppi, og fór snemma að vinna fyrir sér, eins og þá var lenzka. Var það þá helzt sjósókn og vinna við hátana á vertíð- um. Þessum störfum og öðrum þeim skyldum hefir Elías helgað alla sína starfs- krafta. Arið 1952 breytti hann nokkuð til um starfsvið, er hann gerðist fiskimats- maður og jöfnum höndum verkstjóri við fiskvinnslu í frystihúsum á vetrum og við síldarsöltun á sumrum og haustvertíðum, en við það vann hann í 5 ár. Nú um nokkurt skeið, hefir Elías verið vigtar- maður hjá h.f. Miðnes og útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar, en þessi fyrirtæki eiga einu bílavogina, sem til er í Sand- gerði, enda er þar vigtaður allur fiskur, sem berst þar á land. Elías hefir á undanförnum árum og ávallt endurgjaldslaust, veitt Faxa allar upplýsingar um afla Sandgerðisbáta og tekið saman skýrslur þar að lútandi, sem blaðið hefir birt á vetrarvertíðum. Kann eg honum beztu þakkir fyrir. Eins og að líkum lætur um mann með sltka starfssögu að baki, hefir Elías fengið tækifæri til að kynnast málefnum sjávar- utvegsins, enda ber hann gott skyn á þá hluti og fylgist af miklum áhuga með öll- um nýungum og framförum á þeim svið- um. Þar sem nú er ný vetrarvertíð hafin í Sandgerði, brá ég mér þangað og náði snöggvast tali af Elíasi í vigtarskúrnum, þar sem hann stóð og vigtaði afla bátanna, jafn óðum og honum var ekið í land. Elías, sem er þægilegur í viðmóti, tók mer vel og bauð mér til sætis í litlum klefa innar af vigtarskúrnum, þar sem vel fór um mig meðan ég rabbaði við hann og fer hér á eftir það helzta, sem á góma bar: — Hvernig leggst vertíðin í þig, Elías? — Maður er nú varla búinn að átta i Elías Guðmundsson. sig á því enn. Héðan munu verða gerðir út um 20 bátar á þessari vertíð, en það er 3—4 bátum meira en var í fyrra. Það sem af er hefir vertíðin farið vel af stað. Gæftir voru góðar fyrstu 10 dagana af janúar og fiskirí almennt frá 8—15 tonn af góðum fiski. — Er þá kominn eins mikill afli á land nú og á sama tíma í fyrra? — Nei, ekki er það. Nú hófu færri bátar veiðar í ársbyrjun og gæftir hafa verið mun stirðari síðan 10. janúar. Þá má einnig geta þess, að 3 bátar héðan, þeir Víðir II., Jón Garðar og Steinunn gamla, hafa fram að þessu haldið sig að síldveið- unum. Eins og ég sagði áðan, brá til ótíðar um 10. janúar og gaf ekki aftur á sjó fyrr en þann 17., en þá var fiskiríið mun minna og svo hefir það verið fram til þessa, enda ekki hægt að sækja á dýpri mið, vegna óhagstæðrar veðráttu. — En ef ég á að svara spurningu þinni beint, þá má nú segja, að yfirleitt leggst hver vertíðarbyrjun vel í mig. Þá er alltaf mikil atvinnuvon, bæði til lands og sjávar, von um góða þénustu handa hinu vinnandi fólki, sem á lífsafkomu sína bundna þess- um framleiðslustörfum. Frá fornu fari hefir vetrarvertíðin á Suðurlandi verið tal- in aðal bjargræðistími ársins, þó það hafi að vísu breyzt dálítið nú síðustu árin, einkum þó við veiði og nýtingu Suður- landssíldarinnar. — Nú hafa verið gerðar ýmsar breyt- ingar í sambandi við framleiðsluna, t. d. á nú að meta fiskinn til verðs og greiða hann eftir gæðamati. Telur þú, Elías, að þessar breytingar verði til bóta? — Já, ég tel þetta vera spor í rétta átt, svo langt sem það nær. En þetta snýr auð- vitað eingöngu að sjómönnum. Með þess- urn aðgerðum hins opinbera er lögð áherzla á, að fá fiskinn sem beztan að landi, sem vissulega er mikils virði, því síðan netaveiðar hófust, hefir töluvert borið á því, að skemmdur fiskur berist á land, sem aftur á eflaust rót sína að rekja til þess, að sjómenn hafa of mörg net í sjó. Þetta veldur svo því, ef gott fiskirí er, að ekki hefst af að draga öll netin, og vilja þá oft verða ein eða fleiri trossur tveggja nátta. Við þetta bætist svo, að nú er einnig farið að leggja netin á miklu meira dýpi, en áður þekktist og verður þá öll meðferð veiðarfæranna mun þyngri og fer því eðlilega ver með fiskinn. — Þú telur, að nýju verðlagsákvæðin snúi fyrst og fremst að sjómönnunum. Viltu skýra þetta nánar? — Já, það skal ég gjarnan gera. Því hefir þrásinnis verið haldið fram, að kaup- andi fiskjarins vandi ekki til vörunnar eins og honum ber siðferðileg skylda til. Þessi orðrómur hefir því miður við rök að styðjast. Það hefir t. d. átt sér stað með línufisk, sem landað var óslægðum kl. 7 að kvöldi, að ekki var byrjað að slægja hann fyrr en kl. 8 að morgni næsta dags, og var verið að slægja þennan fisk allan þann dag. Slík vinnubrögð eru talin, af dómbærum mönnum, alveg óverjandi. Vitanlega koma svo miklar fiskihrotur, að ekki er unnt að hafa undan við aðgerð fiskjarins, en í öllu venjulegu má það vel takast, sé til þess einlægur vilji. I þessu sambandi vil ég nefna annað dæmi, þar sem einnar náttar netafiski, stokkfeitum og fullum af síli, var ekið í aðgerðarhús kl. 7 að kvöldi, en vinnslu hans var ekki lokið, fyrr en að sólarhring liðnum. Hér er um kæruleysi að ræða, þar sem ágætis- vara er stórskemmd. Ég tel tilgangslítið, að herða á eftirliti með bátunum, meðan slíkt er látið afskiptalaust. L

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.