Faxi - 01.02.1961, Side 9
F A X I
25
Nætur- og helgidagalæknar í Keflavíkur-
héraði í fcbrúar og marz:
22. febr. Arnbjörn Ólafsson.
23. febr. Björn Sigurðsson.
24. febr. Guðjón Klemenzson
25. —26. febr. Jón Jóhannsson.
27. febr. Kjartan Ólafsson.
28. febr. Arnbjörn Ólafsson
1. marz Björn Sigurðsson.
2. marz Guðjón Klemenzson.
3. marz Jón Jóhannsson.
4. —5. marz Kjartan Ólafsson.
6. marz Arnjörn Ólafsson.
7. marz Björn Sigurðsson.
8. marz Guðjón Klemenzson.
9. marz Jón Jóhannsson.
10. marz Kjartan Ólafsson.
11. —12. marz Arnbjörn Ólafsson.
13. marz Björn Sigurðsson.
14. marz Guðjón Klemenzson.
15. marz Jón Jóhannsson.
16. marz Kjartan Ólafsson.
17. marz Arnbjörn Ólafsson.
18. —19. marz Björn Sigurðsson.
20. marz Guðjón Klemenzson.
21. marz Jón Jóhannsson.
22. marz Kjartan Ólafsson.
Frá héraðslækninum.
A þriðjudögum kl. 9—10 hefur héraðslækn-
ir sértíma fyrir ailar ónæmisaðgerðir. Sími
hans er 1700.
Sjúkrahús Keflavíkur fær góða gjöf.
Fyrir skömmu gaf Lionsklúbbur Njarð-
víkurhrepps sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishér-
aðs, dýran og vandaðan hjólastól.
Laugardaginn 11. febrúar var gjöf þessi
formlega afhent við síðdegiskaffidrykkju í
sjúkrahúsinu, að viðstöddum sjúkrahúslækn-
inum, Jóni K. Jóhannssyni, yfirhjúkrunar-
konu sjúkrahússins, ungfrú Jóhönnu Brynj-
olfsdóttur og stjórn Lionsklúbbsins, en hana
skipa: Björn Dúason forseti, Jósafat Arn-
grímsson ritari og Þorleifur Björnsson gjald-
keri. I för með þeim félögum var formaður
líknarnefndar klúbbsins, Friðrik Valdimars-
son. Auk framantaldra manna voru þarna
staddir nokkrir blaðamenn.
Forseti klúbbsins, Björn Dúason, afhenti
gjöfina með stuttri ræðu, en Jón Jóhannsson
yfirlseknir veitti henni móttöku. Taldi lækn-
innn gjöf þessa hina þörfustu fyrir sjúkra-
húsið, sem hann kvað enn skorta mjög ýmsa
gagnlega muni. Þakkaði hann hinn mikla og
lofsverða hlýhug gefenda, sem hann taldi vera
mjög til fyrirmyndar. Lét læknirinn orð að
því falla í ræðu sinni, að sú skoðun væri nú
nrjög ríkjandi meðal ráðandi manna í heil-
hrigðismálum þjóðarinnar, að efla beri sjúkra-
húsmál Reykjavíkur, en draga úr framlagi
til annarra staða, t. d. Keflavíkur. Gegn slíkri
öfugþróun beri íbúum héraðanna að spyrna
fæti, en eitt öflugasta vopnið í þeirri baráttu,
bæði hjá félagasamtökum og einstaklingum,
sé að efla ræktarsemi til sinnar eigin sjúkra-
stofnunar, að dæmi þeirra Lionsmanna Njarð-
víkurhrepps. Slikur góðhugur sé öðru frem-
ur líklegur til þess að skapa sjúkrahúsinu
nýtt brautargengi og koma i veg fyrir, að
annarleg og utanaðkomandi sjónarmið geti
unnið stofnuninni skaða.
Undir þessi orð læknisins vill Faxi taka og
hvetur hér með félög og einstaklinga til sam-
stöðu um þessa ungu og ágætu menningar-
stofnun héraðsins.
Frá afhendingu hjólastólsins. Talið frá vinstri:
Jósafat Arngrímsson, Friðrik Valdimarsson,
Þorleifur Björnsson og Björn Dúason, forseti
Lionsklúbbsins, sem er að afhenda gjöfina,
en sjúkrahúslæknifinn, Jón K. Jóhannsson,
veitir henni móttöku fyrir sjúkrahússins hönd.
I stólnum situr Guðmundur Snæland, hinn
góðkunni munnhörpuleikari, sem nú að und-
anförnu hefir legið rúmfastur á sjúkrahús-
inu. Hefir hann beðið Faxa að flytja öllum
lesendum blaðsins innilegar kveðjur sínar.
Aðalfundur
Ferðafélags Keflavíkur var haldinn 5.
febrúar í Ungmennafélagshúsinu. Formaður
félagsins, Hafsteinn Magnússon, flutti skýrslu
stjórnarinnar og fer hún hér á eftir ásamt
útdrætti úr gerðabók ritara.
A árinu var einn skemmtifundur haldinn.
Heppnaðist hann vel. Allar fyrirhugaðar
ferðir á vegum félagsins voru farnar og ein
til viðbótar. Alls tóku þátt í ferðum okkar
147 menn og konur. Og mega mun stærri
félög vel við una slíka þátttöku.
1. Gönguferð á Trölladyngju og nærliggj-
andi staði, 6. júní. Eins dags ferð. Þátttak-
endur 17. Fararstjóri Magnús Jónsson.
2. Básendar. Kvöldferð, 6 júlí. Þátttakendur
43. Leiðsögumaður Helgi S. Jónsson, er sagði
sögu staðarins.
3. Þórsmörk, 16.—17. júlí. Þátttakendur 12.
Fararstj. Hafsteinn Magnússon.
4. Húsafellsför urn verzlunarmannahelgina,
29. júlí til 1. ágúst. Lagt af stað á föstudags-
kvöld og ekið á Þingvöll. A laugardaginn var
gengið í Þórisdal. Tjaldað við Kalmanstungu.
Á sunnudaginn voru Surts- og Stefánshellar
skoðaðir. Þá var farið á bindindismannamót
á Húsafelli. Mánudaginn var ekið niður
Borgarfjörð. Þátttakendur 22. Leiðsögumaður:
Ólafur Stefánsson.
5. Reykjanes. Eins dags ferð, 31. júlí. Leið-
sögumaður: Magnús Jónsson.
5. Berjaferð á Uxahryggi þann 28. ágúst.
Lagt af stað snemma að morgni og komið
seint að kveldi. Fararstj.: Hilmar Jónsson.
Samkvæmt upplýsingum gjaldkera mun
hrein eign félagsins vera um 47000 kr. Fé-
lagatalan er nú 97 og hefur aukizt um 20 á
árinu. Á aðalfundinum var staðfest sú
ákvörðun formanns að félagið léti reisa út-
sýnisskífu á Stapann.
Formaður, varaformaður og gjaldkeri báð-
ust undan endurkosningu. Stjórn fyrir næsta
ár skipa:
Guðmundur Jóhannesson, formaður, Haf-
steinn Guðmundsson, varaformaður, Hilmar
Jónsson, ritari, Gauja Magnúsdóttir, gjald-
keri, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, meðstjórnandi.
Þá var kosin ferðanefnd og skemmtinefnd.
Þau átta námskeið,
sem hið nýskipaða Æskulýðsráð Keflavík-
ur hefur nú nýverið hafið, eru að fullu setin.
Um 300 unglingar á aldrinum 12—17 ára
sækja námskeiðin.
Námskeiðin eru til húsa í Tjarnarlundi,
handavinnustofu drengja í barnaskólanum,
Sjálfstæðishúsinu, Vík (efri sal) og þá dvel-
ur útilífsklúbburinn, um helgar, að Húsa-
tóftum.
Allar upplýsingar varðandi starfsemi Æsku-
lýðsráðs veitir Höskuldur Karlsson, Heiða-
veg 25.
(Æskulýðsráð Keflavíkur).
Hin almcnna árshátíð
Vestfirðingafélagsins, Sólarkaffi, var haldið
í Ungmennafélagshúsinu laugardaginn 11.
febrúar.
Formaður félagsins Ingigerður Guðjóns-
dóttir, setti samkomuna og bauð gesti vel-
komna. Jón Bjarnason, Njarðvík, flutti sólar-
minni. Þá var leikþáttur er Helgi S. Jónsson
sá um. Þrír ungir menn, þeir Kristján Hans-
son, Eggert Ólafsson og Jón Magnússon, sungu
nokkur lög við góðar undirtektir. Því næst
var flutt leikrit eftir Holberg, er heitir Brúð-
guminn breyttist, undir stjórn Guðmundar
Jóhannessonar, er einnig var kynnir kvölds-
ins. Aðalhlutverkið lék Þórunn Sveinsdóttir
en aðrir leikendur voru Guðmunda Sumar-
liðadóttir, Anna Sveinsodóttir, Pálmfríður Al-
bertsdóttir, Svava Magnúsdóttir. Þótti leik-
ritið takast mjög vel. Ingvi Jakobsson stjórn-
aði fjöldasöng. Árshátíðin var fjölsótt og
skemmtu menn sér vel.