Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1961, Síða 4

Faxi - 01.02.1961, Síða 4
20 F A X I — Þú villt, Elías, að hið opinbera eftir- lit fylgist betur með fiskinum, þegar hann kemur í land? — Já, ég álít, að eftirlit sé ekki nægjan- legt með fiskinum frá því hann kemur á land og þar til hann annað hvort er kom- inn í frystihús eða í einhverja aðra vinnslu. Til skamms tíma var mjög vandað til slægingar og þvottar á fiskinum, enda eru um það skýr ákvæði í reglum um fiskimat og meðferð á ferskum fiski. Þessum ákvæð- um tel ég slælegar fylgt nú en var fyrir nokkrum árum og þarf því engu síður að herða á eftirliti með því en með bátunum og vinnslustöðvunum, ef verulegur árang- ur á að nást. Þetta atriði verður aldrei of brýnt fyrir mönnum. Sú sparnaðarráðstöf- un fiskkaupandans, að láta aðgerðarmenn sina hætta vinnu að kvöldi, til þess eins, að þurfa ekki að borga þeim næturvinnu- kaup ,er harla hæpin þjóðfélagslega séð. Það getur jú sparað kaupandanum nokkr- ar krónur í bili, en við það stórskemmist fiskurinn og verður margfalt lélegri vara, og kemur þá þessi stundargróði fiskkaup- andans fyrst og fremst íslenzka ríkinu í koll, sem fær þarna til sölumeðferðar lé- lega og óútgengilega útflutningsvöru, auk þess sem slík og þvílík vinnubrögð stór- skemma álit viðskiptaþjóða okkar á ís- lenzkri fiskframleiðslu. Vinnusparnaður- inn étst því fljótlega upp og stundargróð- inn verður að þjóðfélagslegu tapi, sem gróðafíknir einstaklingar eru valdir að. — Geta þessar verðlagsbreytingar á fisk- inum eftir gæðamati, orðið til aukinna línuveiða á vertíðinni ? — Já, vafalaust. Eg hefi þá trú, að línu- tímabilið lengist a. m. k. um hálfan mán- uð af þessum sökum, eða verði nú til marzloka. Þó vill það alltaf viðbrenna hjá okkur Islendingum, að við leggjum höfuð- kapp á „magnið“, sem svo verður til þess, að gæði vörunnar skipa óæðri sessinn. — Höfum við nú ekki með þessum nýju aðgerðum losað okkur við þann ljóta sið? — Jú, það skulum við a. m. k. vona. Þessar nýju ráðstafanir eru til þess gerðar og við það miðaðar, að á því ófremdar ástandi, sem ríkt hefir í þessum málum okkar, verði nú stórfelld breyting til batn- aðar. Vertíðin, sem nú er hafin verður alla vega prófsteinn á það. H. Th. B. Aðalsafnaðarfundur var haldinn í Keflavíkurkirkju sunnudag- inn 29. jan. s.l. þar sem kosin var sóknar- nefnd fyrir prestakallið. Skömmu síðar hélt hin nýkjörna sóknarnefnd fund, þar sem hún skipti með sér verkum þannig: Hermann Eiríksson Keflavík, formaður. Friðrik Þorsteinsson Keflavík, gjaldkeri. Ragna Guðleifsson Keflavík, ritari. Falur Guðmundsson, Keflavík. Lísbet Gestsdóttir, Keflavík. María Guðmundsdóttir, Keflavík. Sigurjón Vilhjálmsson, Ytri-Njarðvík. Varamenn eru: Geir Þórarinsson, Keflavík. Hulda Einarsdóttir, Ytri-Njarðvík. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar. Sunnudagin 22. janúar, kl. 2 síðdegis, fór fram í Útskálakirkju sérstök æskulýðsguðs- þjónusta. Meðal ræðumanna voru sóknar- presturinn sr. Guðmundur Guðmundsson, Björn Björnsson guðfræðinemi og sr. Olafur Skúlason. Tvo næstu daga á eftir, mánudags- og þriðjudagskvöld voru svo æskulýðssam- komur i kirkjunni og hófust þær kl. 8 bæði kvöldin. Á samkomum þessum, sem allar voru vel sóttar, talaði meðal annarra ræðu- manna, æskulýðsleiðtogi þjóðkirkjunnar, sr. Ólafur Skúlason, sem einnig heimsótti skól- ann í Gerðum og ræddi þar um kirkjuleg mál við ungmenni sveitarinnar. Er þetta einn liður í fyrinhuguðu æskulýðsstarfi á vegum þjóðkirkjunnar, sem sr. Ólafur er ráðinn til að veita forstöðu. Nú mun í ráði, að hann á svipaðan hátt heimsæki aðrar kirkjur og skóla í landinu og kemur hann væntanlega þeirra erinda hingað til Keflavíkur og Grinda- víkur innan tíðar. Mun þá Faxi segja nánar frá þessari merku starfsemi sr. Ólafs. Smárabar heitir ný kaffistofa á Tjarnargötu 3 í Kefla- vík, sem tók til starfa sunnudaginn 8. janúar s.l. Eigandi þessarar kaffistofu er frú Dóra Líndal. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, er kaffistofan nýtízkulega innréttuð og svo er um annan búnað hennar, sem myndin ekki sýnir, — þar virðist öllu smekklega og hagan- lega fyrirkomið. Eins og nú er geta 24 setið til borðs í einu, en í ráði er að bæta við 3 borðum og verður þá hægt að afgreiða 36 manns samtímis. Forstöðukonan tjáði tíð- indamanni blaðsins, að auk kaffis, hefði hún ávalt á boðstólum smurt brauð og allslags heimabakaðar kökur, með mjög hagstæðu verði. Hún kvaðst einnig geta látið smurt brauð og tertur fyrir veizlur og heimahús, ef það væri pantað með nokkurra klukku- tima fyrirvara. Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá kaffistofunni, þar sem nánar er tiltekið, hvað á boðstólum er. Faxi óskar frú Dóru til hamingju með þessa starfsemi, sem ætti að geta orðið hin þarfasta. & b i

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.