Faxi - 01.02.1961, Qupperneq 13
F A X I
29
Tilkynning
íbúum í Miðneshreppi er bent á, að fasteignagjöld fyrir árið 1961
féllu í gjalddaga 2. janúar s. 1. Verið er að koma reikningunum til
gjaldenda.
Vinsamlegast, greiðið fasteignagjöldin sem allra fyrst.
Sandgerði 15. febrúar 1961.
SVEITARSTJÓRI.
-------------- —----------------—---------------------------—>—+
sama ár, 15. október, gengur hann að eiga
eftirlifandi konu sína Sigríði Jónsdóttur,
ágætis konu, ættaða af Fljótsdalshéraði. Á
Seyðisfirði eiga þau hjónin síðan heima
þar til vorið 1937, að þau flytja til Kefla-
víkur, en þar bjuggu þau síðan.
Eftir að Þórhallur flutti til Keflavíkur
var hann skipstjóri með ýmsa vélbáta, en
lengst með m.b. Bjarna Olafsson (yngri
og eldri) eign Alberts Bjarnasonar, Kefla-
vík.
Arið 1946, þegar lögin um Landshöfn
Keflavíkur og Njarðvíkur höfðu verið
samþykkt, var Þórhallur skipaður formað-
ur hafnarstjórnar og hafnarstjóri Lands-
hafnarinnar. Því starfi gegndi hann þar
til á árinu 1949, að hann sagði því lausu.
Eftir það gerðist hann skipstjóri að nýju
á vélbátum. En 1957 tók hann við starfi
ráðningarstjóra á Keflavíkurflugvelli og
gegndi því síðan með sömu röggsemi og
trúmennsku ,sem hans var venja og voru
hans aðalsmerki.
Þótt segja megi, að lif Þórhalls Vil-
hjálmssonar hafi verið allviðburðaríkt og
á stundum erfitt, var hann þó gæfumað-
ur. A langri skipstjórnartíð hans varð
aldrei slys á skipshöfn lians. Honum tókst
avallt að koma skipi sínu í höfn. Og oftar
en einu sinni varð hann til þess að bjarga
öðrum skipshöfnum úr lífsháska. Þegar
velbáturinn Keflvíkingur brann og sökk
úti á hafi, bjargaði Þórhallur, er þá var á
m.h. Skíðblaðni, skipshöfninni, en hún
var í hættu stödd í litlum skipsbátnum.
— Oðru sinni bjargaði hann skipshöfn af
færeyskri skútu, er lá undir Stapanum, en
norðanrok var skollið á. Skömmu eftir
að hann hafði bjargað skipverjunum um
borð í bát sinn Geir, rak skútan upp í
kletta og sökk. — En Þórhallur var fyrst
og fremst sjómaður og afburða stjórnandi.
Eins og áður segir átti Þórhallur góðar
gáfur. Hann átti auðvelt með að nema,
einkum lágu tungumál vel fyrir honum.
Hann var einnig mjög músikalskur og
lék á harmoniku og orgel á sínum yngri
árum, þótt litla eða enga tilsögn fengi
hann á því sviði. Var hann því eftirsóttur
á skemmtanir unga fólksins í þá daga og
þá hrókur alls fagnaðar.
Þórh'allur var skapmaður, hreinn í lund
og ákveðinn. í viðræðum sagði hann sínar
skoðanir á málum umbúðalaust og hver
sem í hlut átti. En slíkir menn eru einnig
oft viðkvæmir og fljótir til sátta, ef því er
að skipta, og þannig var Þórhallur.
Þau hjónin áttu farsælt hjónaband og
vinalegt heimili, þar sem alltaf var gott
að koma. Þau eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn og eru þrjú þeirra á lífi. — Birgir,
deildarstjóri hjá Flugfélagi Islands, Bragi,
lézt um tvítugt, 2. apr. 1948, Guðbjörg í
Keflavík og Vilhjálmur, lögfræðingur, bú-
settur í Keflavík.
Bragi, sonur þeirra var í Menntaskólan-
um á Akureyri, þegar hann varð að hætta
námi vegna sjúkdóms þess, er dró hann
til dauða. Hann var efnispiltur og uppá-
hald föður síns, sem átti við hann tengdar
margar og miklar vonir. Nafn hans ber
Bragi sonur Guðbjargar. Við hann tók
Þórhallur ástfóstri og bar mikla umhyggju
fyrir honum. Kom þar fram barngæzka
hans, sem hann átti í svo ríkum mæli.
Að skilnaði þakka ég Þórhalli samfylgd-
ina og marga góða og fróðlega stund og
votta konu hans, börnum og öðrum ást-
vinum innilega samúð.
Ragnar GuSleifsson.
T E I N A T Ó G
allir sverleikar fyrirliggjandi.
Kristján Ó. Skagfjörð h.f.
Sími 24120 (5 línur)