Faxi - 01.02.1961, Síða 15
F A X I
31
Innsiglingin í Grinda-
víkurhöfn. Sjálft sundið, þar
sem Arnartindur fórst,
er fyrir utan aftari bátinn.
Sjóslysið í Grindavík
Fimmtudaginn 2. þessa mánaðar hvolfdi
litlum báti á sundinu inn að Grindavíkur-
höfn, er hann gerði tilraun til að lenda þar
í brimi. Var þetta trillubáturinn Arnartind-
ur, 4—5 smálesta skip, sem var að koma úr
róðri. Áhöfn bátsins voru 3 menn og tókst
að bjarga tveim þeirra, þeim Bergþóri Guð-
mundssyni og Einari Jónssyni, en formaður-
inn, Ingibergur Karlsson frá Karlskála, fórst
með bátnum. Það var vélbáturinn Olafur
sem bjargaði mönnunum, skipstjóri hans er
Einar Dagbjartsson. Að morgni þessa dags
var blíðskaparveður í Grindavík, sléttur sjór
og hægur andvari, enda reru allir bátar þaðan
þenna dag, bæði smáir og stórir, en í Grinda-
vík er nokkuð um trillubáta, er sækja sjóinn
ásamt hinum stærri, en róa styttra og koma
því fyrr að landi.
Skömmu fyrir hádegi, þenna umrædda dag,
gerði skyndilega brim úr sléttum sjó og risu
þá boðar þversum yfir víkina og braut yfir
allt sundið. Kl. 2.30 e. h. kom vélbáturinn
Olafur frá Grindavík úr róðri og lagði á
sundið. Komst hann klakklaust inn á höfn-
ina, sem er um einnar sjómílu leið frá yzta
nesi inn í hafnarbotn. Er v.b. Olafur 20 smá-
lestir að stærð.
Um hálfri klukkustund síðar kom Arnar-
tindur að sundinu og freistaði að komast inn.
Var hann kominn langleiðina, er hann fékk
á sig ólag og hvolfdi. Slysið sást úr landi og
sneri þá v.b. Ólafur aftur út í brimgarðinn
og tókst áhöfn hans þá að bjarga einum hinna
þriggja manna, sem á Arnartindi voru, Berg-
þóri Guðmundssyni, og hafði hann um sig
björgunarbelti og hélt sér í línubelg. Ekki
sáu þeir þá fleiri menn en komu auga á bát-
inn, sem var að mestu sokkinn. Komu þeir
taug í hann og hugðust draga hann að landi,
en taugin slitnaði og urðu þeir þá að yfir-
gefa bátinn og halda til lands. Leið nú nokk-
ur stund og var fólk orðið vonlaust um að
hinir tveir væru á lífi. En þá sást maður í
miðjum brimgarðinum og fór þá v.b. Ólafur
aftur samstundis út og tókst að bjarga hin-
um þrekaða manni um borð, en hann var
þá enn með fullri meðvitund og telur þó Guð-
steinn Einarsson í greinargóðri frásögn af
þessum atburði, að maðurinn hafi þá verið
búinn að vera a. m. k. 1 klukkustund bjarg-
arlaus að velkjast í stöðugum brotsjóum og
ólgubrimi. Er það talið næsta óskiljanlegt,
hvernig hann hélt lífi og rænu allan þennan
tíma, enda þótt hann hefði um sig tvö bjarg-
belti. Þessi hraustleika maður heitir Einar
Jónsson og er búsettur í Grindavík. Er hann
rúmlega þrítugur að aldri og sjö barna faðir.
Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og
náði sér fljótt. Virðist mega ætla, að þessum
manni sé hugað lengra líf, fyrst hann slapp
lifandi úr þessari eldraun.
Guðsteinn Einarsson segir, að það komi
örsjaldan fyrir, að slíkt foráttubrim geri úr
sléttum sjó og logni. Sé þar þá hafalda að
verki. Sundið var ófært allan slysdaginn og
eftir atburð þennan fóru því bátar, er síðar
um daginn leituðu þar hafnar, vestur fyrir
til annarra hafna, enda var enginn sjór úti
fyrir og því gott að ferðast.
Um starfsemi Bæjarbókasafnsins í Keflavík
1960.
A árinu voru lánaðar út 15.068 bækur
(1959: 13.586). Meðlimir í útlánsdeild voru
714 (1959: 602). Vinsælustu íslenzku rithöf-
undarnir eru:
1. Guðrún Arnadóttir frá Lundi .. 235 eint.
2. Ragnheiður Jónsdóttir ........ 228 eint.
3. Ingibjörg Sigurðardóttir ..... 219 eint.
4. Armann Kr. Einarsson ......... 180 eint.
5. Kristmann Guðmundsson......... 164 eint.
6. Gunnar M. Magnúss ............ 140 eint.
Gestir á lestrarsal voru 1942 (1959: 1754)
og lánaðar þar út 6126 bækur, blöð og tíma-
rit. Alls nemur því útlánið 21.214 eintökum.
Og er það mikil aukning frá síðasta ári. Eins
og ég hefi oft bent á, hefur safnið átt við
mikla fjárhagsörðugleika að stríða. A síðast-
liðnu ári hækkaði bæjarsjóður Keflavíkur
framlag sitt til safnsins um 20 þúsund. A
fundi í stjórn bókasafnsins 8. desember 1960
var gerð eftirfarandi ályktun í tilefni þessa:
„Stjórn stofnunarinnar og bókavörður meta
og þakka þann skilning bæjarstjórnar Kefla-
víkur á ört vaxandi starfsemi safnsins, sem
felst í þessari viðurkenningu. Leggur stjórnin
einhuga til við bæjarstjórn Keflavíkur að
framlag Keflavíkurbæjar fyrir árið 1961 verði
ekki minna en kr. 150 þúsund..“
Gullbringusýsla greiddi framlag sitt ásamt
10 þúsund króna styrk, sem hún hefur gert
undanfarin ár. Ber það vott um viðurkenn-
ingu og velvilja. Nú mun vera á döfinni nýtt
lagafrumvarp um almenningsbókasöfn. Ef
frumvarp þetta nær fram að ganga má gera
ráð fyrir að talsvert rakni úr fjárhagsörðug-
leikum almenningsbókasafnanna í landinu en
samkvæmt skýrslum bókafulltrúa ríkisins, er
ljóst að þau gegna nú þegar allmikilvægu
menningarhlutverki.
Hilmar Jónsson.