Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1961, Síða 5

Faxi - 01.02.1961, Síða 5
F A X I 21 SJÖTUG Guðlaug I. Guðjónsdóttir kennari Greinar þær sem hér fara á eftir, birtust í dagbl. Tímanum og Alþýðublaðinu á af- mælisdegi Guðlaugar I. Guðjónsdóttur, þann 14. febr. s.l. Þar sem rúm Faxa er að vanda mjög takmarkað, eru þessar afmælisgreinar hér nokkuð styttar, sem hlutaðeigendur eru beðnir að virða til betri vegar. í tilefni af þessum merku tímamótum í lífi Guðlaugar, votta ég henni virðingu mína og innilegt þakklæti fyrir ógæta viðkynn- ingu á þeim 25 árum, sem við höfum þekkst og starfað saman hér í Keflavík. I löngu og farsælu kennslustarfi við barnaskóla Kefla- víkur, hefir Guðlaug áunnið sér ást og virð- ingu samborgara sinna, jafnt yngri sem eldri, og sem gæzlumaður barnastúkunnar hefir hún starfað af fórnfýsi og kærleika, sem seint mun fullþakkað. Eg og fjölskylda mín færum Guðlaugu innilegar þakkir fyrir tryggð hennar og vin- áttu, um leið og við óskum henni til ham- ingju með sjötugsafmælið og biðjum henni allrar blessunar. H. Th. B. Hún er fædd 14. febrúar 1891 að Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, dóttir merkishjónanna Guðjóns Jónssonar skipa- smiðs og Guðrúnar Torfadóttur. Til Keflavíkur fluttist Guðlaug með for- eldrum sínum 10 ára gömul. Nokkru síð- ar byggði faðir hennar bæ sinn norðan til á Vatnsnesi í Keflavík og nefndi hann Framnes. Þar bjuggu foreldrar hennar til dánardægurs og þar hefur Guðlaug búið síðan ásamt systur sinni, Jóninu. Haustið 1907 var Guðlaug ráðin kenn- ari við barnaskólann í Keflavík í forföll- um annars, aðeins 16 ára gömul. Á því má sjá, að hún hefur snemma þótt vel til þess fallin að miðla öðrum af þekkingu þeirri, sem hún þá þegar hafði aflað sér, fyrst í barnaskóla og síðar með heimanámi. Henni hefur þó sennilega fundizt, að hún þyrfti að afla sér meiri menntunar, áður en hún snéri sér fyrir alvöru að kennarastarfinu. Hætti hún því kennslu eftir þennan vetur ,en las það, sem hún náði til og hún taldi, að yrði sér að gagni við það starf, er hún hafði ákveðið að helga sig. Námsbækur munu þá hafa verið af skornum skammti. Hefur Guðlaug sagt mér það, að hún liafi gert sér það til dundurs á þessum árum, að snúa kötlum úr íslendingasögunum á ensku. Myndi sennilega flestum unglingum nú á dögum þykja það æði erfitt verkefni. Haustið 1913 gerðist hún kennari í Leir- unni og kenndi þar 4 vetur. Haustið 1919 hóf hún aftur kennslu við barnaskólann í Keflavík og hefur gegnt því starfi síðan, en mun láta af því í vor, eins og allir verða að gera, sem komnir eru á hennar aldur, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Guðlaug er búin flestum kostum góös kennara. Hún er margfróð og minnug og hefur ágæta frásagnarhæfileika. Skyldu- rækin er hún og stjórnsöm en nærgatin og nýtur trausts og virðingar nemenda sinna og foreldra þeirra og samkennaia. Ekki hefur Guðlaug látið sér næg|a kennarastarfið til mannbóta. Hún var einn af stofnendum barnastúkunnar Ný- ársstjörnunnar í Keflavík árið 1904 og var fyrsti æðstitemplar þeirrar stúku. Fám árum síðar lagðist starfsemi stúkunnar niður um sinn. En vorið 1919 var stúkan endurreist af þeim Guðlaugu og Jónínu, Framnessystrum, eins og þær eru oíta-t nefndar af kunnugum. Hafa þær verið gæzlumenn stúkunnar síðan og stjórnað henni með hinni mestu prýði í nær 42 ár. 1 stúkunni hafa ætíð verið nær öll börn í Keflavík á skólaaldri, og margir ungling- ar og nokkrir fullorðnir telja sig enn í stúkunni og halda sitt barnastúkuheit. Meðlimir hennar munu nú vera um 150, sennilega fjölmennasta stúka landsins. Eins og gefur að skilja, eru þeir orðr.ir margir, sem notið hafa tilsagnar Guðlaug- ar á 47 ára kennsluferli hennar. Það munu því margir hugsa til hennar með hlýju ug þökk á þessum tímamótum í lífi hennar. Eg árna þér, Guðlaug, allra heilla á afmælisdaginn og þakka þér ánægjuiegt nær 20 ára samstarf. Eg flyt þér einnig þakkir og árnaðaróskir frá barnaskólan- um í Keflavík, frá þeim eldri og yngri nemendum skólans, sem eiga þess ef til vill ekki kost að tjá þér hug sinn á þessum merkisdegi þínum. Lifðu heil. Hermann Eiríksson. Skömmu eftir að Guðlaug fluttist til Keflavíkur, byggði faðir hennar bæinn Framnes. Þar hefur hún átt heima síðan, og við hann er nafn hennar og systur hennar Jónínu jafnan tengt í hugtim okk- ar eldri Keflvíkinga. Framnes, litli bærinn á klettunum norð- an til á Vatnsnesinu, á sína sögu í óskráðri byggðasögu Keflavíkur. Inn á milli gróð- ursnauðra klettanna varð til einhver fvrsti vísir að skrúðgarði í Keflyavík. Systurnar á Framnesi skipulögðu og ræktuðu reitinn umhverfis bæinn, sem girtur var hlöðnu grágrýti, til skjóls fyrir svalri norðanátt- inni. I reitnum gróðursettu þær systur ís- lenzkar jurtir, er þær gátu fundið bér nærlendis, einnig ræktuðu þær margt af útlendum jurtum. Trjágróður reyndu þær einnig að rækta, en vegna sjávarseltu, er berst yfir reitinn í norðanveðrum, lánað- ist sá gróður eigi. Innan dyra á Framnesi var einnig gróð- ur að finna. Um langan tíma mun óvíða í Keflavík hafa verið jafn stórt og gott . f& 'S' Myndin er af Guðlaugu I. Guðjónsdóttur og 3. bekk A, börnum sem hún kenndi veturinn 1955,

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.