Faxi - 01.02.1961, Side 7
F A X I
23
Félagsbíó í Keflaví
Rœða Ragnars Guðleifssonar form. stjórnnar Félagshúss, flutt við enduropnun hússins.
Grein þessi átti að birtast í síðasta
tbl. Faxa, en varð þá að bíða, sakir
rúmleysis í blaðinu.
Gestir og félagar.
Fyrir hönd hlutafélagsins Félagshúss býð
ég ykkur hjartanlega velkomin, til þess að
fagna því, að FÉLAGSBÍÓ tekur nú til
starfa að nýju í miklu rýmri og glæsilegri
húsakynnum en áður, eftir rúmlega sex
mánaða hlé.
Eg hef í þessum fáu orðum mínum nefnt
tvö heiti, sem mörgum ykkar eru e. t. v.
ekki að fullu ljós: FÉLAGSHÚS og FÉ-
LAGSBÍÓ.
Félaghús er hlutafélag, sem stofnað var
1936 af Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur og nokkrum félögum þess.
Hlutafé félagsins var kr. 10 þús., og er
hlutur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur rúmlega 6 þús. krónur þar af.
Tilgangur félagsins var fyrst og fremst
sá, að byggja hús fyrir starfsemi verkalýðs-
félagsins, svo og að vinna að menningar-
málum byggðarlagsins. Þetta tókst. Húsið
var byggt og það var vígt 21. nóvember
1936.
Fyrstu 10 árin var húsið leigt fyrir
kvikmyndasýningar. Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur hafði hér einnig
starfsemi sína, fundi alla og skemmtanir.
Þá hafði Unglingaskóli Keflavíkur, undir
stjórn séra Eiríks Brynjólfssonar, hér að-
setur, og seinna nokkrar deildir barna-
skólans, þar til 1952, að nýja húsið var
tekið til notkunar.
E. O. Ásberg hafði hér kvikmyndasýn-
ingar til ársins 1946, síðan Keflavíkur-
breppur frá 1947—1950. En 1955, 29. apríl,
hóf Félagshús sjálft kvikmyndasýningar
og nefndi þessa starfsemi sína FÉLAGS-
BÍÓ.
Mjög fljótt eftir að Félagsbíó hóf kvik-
myndasýningar sínar, kom í ljós, að húsa-
kynni voru af skornum skammti og svör-
uðu hvergi kröfum tímans. Möguleikar
voru litlir til þess að bæta úr. Félagið sjálft
e'gnalaust og lánsmöguleikar litlir. En
menn voru bjartsýnir á rekstur stærra húss
°g á aðalfundi félagsins 1956 var samþykkt,
að láta athuga möguleika á því að stækka
samkomuhús félagsins fyrir kvikmynda-
sýningar.
Þegar svo þessir möguleikar voru athug-
aðir, kom einkum tvennt til greina: 1) Að
selja húsið og byggja nýtt. 2) Að stækka
það hús, er fyrir var, og endurbyggja það.
Hið fyrra hefði í alla staði verið æski-
legra og fjárhagslega hagkvæmara. En
þess var enginn kostur, til þess fengust
ekki tilskilin leyfi skömmtunaryfirvalda.
Því var hin leiðin farin, að byggja við
gamla húsið og hækka það. Og þannig
tókst að framkvæma verkið, að hægt var
að halda áfram rekstri Félagsbíós þar til
seinni hluta júní síðastl.
En þá hafði verið byggt yfir gamla hús-
ið og utan um það, að nokkru leyti. Þegar
svo þak gamla hússins var rofið í sumar,
blasti við það hús, er við gistum í kvöld.
Loft var að mestu fullgert og veggir að
nokkru leyti. Þessi aðferð við bygginguna
hefur sparað okkur fé og tíma, og alveg
sérstakur kostur hennar var sá, að við gát-
um haldið kvikmyndasýningum áfram
meginhluta byggingartímans. Ég mun
ekki rekja lengur byggingarsögu þessa
húss, né lýsa því nánar, að öðru leyti en
því, að skýra frá því, að i þessu húsi er
starfsemi Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur einnig ætlaður staður. Á ann-
arri hæð verður skrifstofa þess og fundar-
salur. En því rniður er sá hluti hússins
ennþá ekki fullgerður.
En þetta hús á einnig sína eldri sögu. Ég
minntist á það áðan, að fyrir rúmum 24
árum hefði það verið tekið til notkunar.
Þá var ýmsir erfiðleikar við að etja, ekki
síður en nú. Þá var bannað að selja sement
til byggingar samkomuhúsa. En við flut-
um yfir það sker á því, að sá, er við leigð-
um húsið, átti sement, sem hann hafði
keypt áður en það bann gekk í gildi. Með
þessu sementi var okkur greidd fyrirfram
meirihluti 10 ára leigu. Verkalýðsfélagið
átti lóðina, sem það hafði þá nýlega keypt
fyrir 1840 krónur, og var það fyrsta fram-
lag þess upp í lofað hlutafé. Fyrstu pen-
ingana til byggingarinnar, kr. 600,00,
fengum við lánaðar hjá góðum borgara
þessa bæjar. Fyrir það fé var keypt fyrsta
timbrið i bygginguna. Annar borgari lán-
aði kr. 2000,00. Hann vildi ekki láta nafns
síns getið, og urðum við að skammstafa
nafn hans í bækur félagsins. Það var erfitt
þá, ekki síður en nú, að byrja með tvær
hendur tómar, og ekki sízt vegna þess, að
þegar húsið var byggt, höfðum við tekið
fyrirfram og varið í stofnkostnað aðal-
tekjum hússins næstu 10 árin. Enda varð
sú raun á, að erfitt var að standa undir
rekstri þess.
Ég var að skýra ykkur frá því, að Verka-
lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur ætti
meirihluta hlutafjárins í þessari húsbygg-
ingu. En þá kann nú einhver að spyrja:
Hvers vegna er verkalýðsfélag að vasast í
málum, sem eru svona fjarskyld verksviði
þess? Ekki eru þetta kjaramál. Því er til
að svara, að það hefur legið í landi í þessu
félagi, að vilja hafa áhrif á gang fleiri mála
en þeirra, er beint snerta kjaramál félags-
manna. Þess vegna hafði það á sínum tíma
forgöngu um stofnun sjúkrasamlags og um
stofnun Byggingarfélags verkamanna. Það
stofnaði vísinn að Kaupfélagi Suðurnesja
og fleiri menningarmál mætti hér nefna,
er félagið hefur haft bein afskipti af. En
þetta eru að vísu ekki séreinkenni Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hins-
vegar mun þetta félag vera eina verkalýðs-
félagið í landinu, sem á hlutdeild í kvik-
my ndahússrekstri.
Þegar við félagar nú stöldrum við á
þessum merku tímamótum félagsins og
virðum fyrir okkur hin glæstu húsakynni,
þá dvlst okkur ekki, að hér hafa margar
hendur og hugir margra manna verið að
störfum og þeir hafa allir leyst verk sín
með prýði. Ég ætla ekki að telja upp öll
þau nöfn, er hér koma við sögu, það verð-
ur að nokkru gert hér á eftir. En ég vil þó
segja þetta: Við þökkum þeim öllum störf
þeirra og ánægjulega samvinnu. Við þökk-
um einnig öllum þeim, sem á annan hátt
hafa veitt okkur stuðning sinn og marg-
háttaða fyrirgreiðslu við þessar fram-
kvæmdir.
Ég sagði áðan, að ég ætlaði ekki að nefna
öll þau nöfn, er koma við byggingarsögu
þessa húss. En þó er það svo, að nú, er
Félagsbíó hefur starfsemi sína að nýju, þá
fer ekki hjá því, að ýmis atvik leiti á hug-
ann, og verða þá einkum þrjú nöfn skýr-
ust. Nöfn er við félagar eigum mikið að
þakka.
Ég minnist Björns heitins Guðbrandr,-