Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1961, Qupperneq 8

Faxi - 01.02.1961, Qupperneq 8
24 F A X I sonar, er fyrstur tók að sér stjórn þessarar starfsemi og sýndi þar frábæran dugnað, áhuga og fórnfýsi. Hann stóð fremstur að tillögunni 1956, um stækkun hússins. En honum entist, því miður, ekki aldur til þess að sjá draum sinn rætast. Kjartans Olasonar vil ég minnast næst, sem allt frá byrjun hefur á allan hátt stutt þessa starf- semi og lagt henni allt það lið, er honum var auðið. Og síðast en ekki sízt, minnist ég hér núverandi framkvæmdastjóra, Torfa Guðbrandssonar, sem tók við starfi Björns heitins bróður síns 1957 og fékk það hlut- verk, að hrinda í framkvæmd hugsjón hans. Við sjáum, er við virðum fyrir okkur þessi húsakynni, hvernig honum hefur tek- izt. Og ég er ekki í neinum vafa um, að engum einum manni eigum við eins það að þakka, að þessum áfanga er náð. Það er hans bjartsýni, dugnaði og hagsýni að þakka. Sú starfsemi, sem hér fer einkum fram á vegum félagsins, á að þjóna tvíþættu hlutverki. Annars vegar að vera griðastað- ur þeirra bæjarbúa og annarra, sem hingað leita eftir önn dagsins. Og við vonum, að hér geti þeir oftast notið hressandi og góðrar skemmtunar. Hinsvegar er starf- seminni ætlað það hlutverk, að afla fjár til sérstakrar menningarstarfsemi, sem þó ennþá hefur ekki verið að fullu ákveðin. En tvennt hefur verið hugsað og rætt: Hugmyndin um vinnus\óla unglinga hef- ur verið rædd í Verkalýðs- og- sjómanna- félagi Keflavíkur. Þá er vinnustoja fyrir aldrað fól\ aðkallandi nauðsyn. Vinnu- stofa, þar sem aldrað fólk, sem eigi getur lengur unnið erfið störf og langan vinnu- dag, hefur aðgang að og getur unnið létt störf við sitt hæfi, án þess þó að þurfa að vinna fullan vinnutíma. Það er stundum sagt, að flestir vilji verða gamlir, en fáir vera það. Og það er ein- mitt þetta, sem oft er erfiðast hjá hinum öldnu, er þeir finna sig ekki lengur hlut- genga að störfum samferðamannanna. Slík stofnun, vinnustofa fyrir aldrað fólk, mundi áreiðanlega létt mörgum hinna eldri stundirnar, og skapa þeim tekjur til sjálfsbjargar. Með þetta tvíþætta sjónarmið: Að veita gestum sínum ánægjustundir sem flestar, og að verða fjárhagsleg stoð menningar- mála, hefur nú Félagsbíó starfsemi sína að nýju, og veganestið er, eins og áður, bjartsýni og trú á sigur góðra mála. FA 'y | Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN REYR PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Alþýðuprentsm. h.f. Helga S. Geirsdóttir. Helga S. Geirsdóttir sjötug. Helga S. Geirsdóttir, Aðalgötu 13 í Kefla- vík, varð sjötug 2. febrúar s.l. Helga hefir verið búsett hér í Keflavik síðan 1930, fyrst framan af með móður sinni, en eftir að hún lézt hefir Helga búið ein í húsi sínu. Hér í Keflavík hefir Helga fengist við búskap í smáum stíl, hefir haft bæði kýr og kindur sér til framfæris, enda er hún dýravinur og öllum málleysingjum góð. Þegar Helga var 65 ára skrifaði Jón Tómasson afmælisgrein um hana hér í Faxa, en hún vann um skeið hjá ömmu hans, sem þá bjó ekkja á Járn- gerðarstöðum í Grindavík. Vísast hér til þessarar greinar. Helga er vel gefin kona, starfsöm, glaðlynd og velviljuð, enda hefir hún notið mannkosta sinna og eignast hér marga vini, sem heim- sóttu hana á afmælisdaginn eða glöddu hana með gjöfum og hlýjum heillaóskum. Ein af þeim kveðjum er meðfylgjandi afmælisljóð: Margan bar að garði gest, svo greinir þökk og kveðja. En málleysinginn man þig bezt. það má þinn huga gleðja. Oft þú börnum lagðir lið, er löngum til þín sóttu. Gleðstu þeirra gleði við. Gengi og lánið hljóttu. Undu sæl við sólarbál, — söngvar elli hlúa. Megi æska innst í sál ávalt hjá þér búa. Ásdís Káradóttir. Faxi óskar Helgu til hamingju með sjötugs- afmælið. Þakkir frá Ellihcimilinu Hlévangi, Kcflavík. Um þessi jól urðu margir til þess að gera vistfólkinu glaðan dag. Svo nokkurs sé minnst, þá færðu félagar Lionsklúbbs Keflavíkur fólkinu höfðinglegar gjafir og skemmtu því með kvikmyndasýn- ingum. Einnig færðu Lion-félagar Elliheim- ilinu útvarp. Þá hafa þeir og tekið að sér fegr- un á umhverfi Elliheimilisins. Fyrir allt þetta vill vistfólkið og Elliheimlð færa alúðar- fyllstu þakkir og fyrir þann hlýhug, höfðing- skap og fagurt fordæmi, sem sýnt er með þessu. — Öllum öðrum viljum við einnik þakka fyrir hugulsemi við vistfólkið, svo sem Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn fyrir jóla- glaðning, lúðrasveit Keflavíkur fyrir heim- sóknina, svo og öllum, sem á einn eða annan hátt hafa glatt vistfólkið um síðastliðin jól. Keflavík, 30. janúar 1961. Sesselja Magnúsdóttir. Þorrablót Austfirðingafélagsins. Austfirðingafélagið í Keflavík hélt nýlega árlegt þorrablót í Ungmennafélagshúsinu. Var þar fjölmenni og margt til skemmtunar. í upphafi blótsins mælti formaður félagsins, Friðjón Þorleifsson nokkur hvatningarorð. Hilmar Jónsson og Jóhann Jónsson fóru með gamanvísur. Formaður Austfirðingafélagsins í Reykjavík flutti ávarp. Nokkrir bæjarbúar sýndu leikþátt. Þá kom Gestur Þorgrímsson með eftirhermur og annað grín. Vel var til þessa blóts vandað enda tókst það ágætlega. Sigríður Helgadóttir í Jónshúsi. Mynd þessi átti að fylgja grein Mörtu Valgerðar Jóns- dóttur í jólablaði Faxa.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.