Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 5
á vist með þeim, snemma á búskaparárun- um, Einar Jónsson, faðir frú Þórdísar. Hann dvaldi hjá þeim þar til yfir lauk, en hann lézt 28. des. 1924 í Keflavík. Móðir Olafs húsfrú Vilborg Eyjólfs- dóttir kom einnig suður til dvalar og átti heimili með þeim hjónum síðustu æviár sín. Hún andaðist 12. jan. 1917 í Kefla- vík. Síðar eða eftir 1920 bárust þeim tvö fósturbörn í einu, voru það bróðurbörn frú Þórdísar en Jón Björn bróðir hennar hafði andast um það leyti. Þá komu þangað gestir í vetrardvöl, stundum ársdvöl eða lengur. Þar þraut aldrei húsrúm né hjarta- gæsku. Ég var svo lánsöm að kynnast frá Þór- dísi, er við unnum saman að leikstarfsemi í Keflavík. Mikið var hún háttvís og elsku- leg í umgengni og ljómandi skemmtileg. Hún bjó yfir góðlátlegri og græskulausri kýmni, sem kom manni svo oft í gott skap, þegar mest á reið og hinn næmi góðvilji hennar til lítilmagnans yljaði svo undur þýtt inn að hjartarótum. Frú Þór- dís var gáfuð kona og ágætlega hagmælt, lét hún lítið bera á þeirri gáfu sinni, þó sendi hún stundum ljóð þeim, sem orðið höfðu fyrir ástvinamissi, það voru ljóð huggunar og runnin frá innstu hugans leynum. Hún sendi líka stundum ljóð til þess að taka þátt í gleði annara. Þessi brúðkaupsvísa er fimmtíu ára gömul: „Þið hafið valið vordaginn vitni að ykkar hjartans málum. Blessi ástina í ykkar sálum hann, sem að byggir himininn." Olafur Ofeigsson var mikill tilfinninga- naður. Hann mátti ekkert aumt sjá, svo að hann reyndi ekki að bæta og sást þá ekki fyrir um eitt né neitt. Mér kemur í hug að segja hér frá at- viki, er ég vissi gjörla um og hefur gróp- ast í hug minn. Lítil telpa, um sex ára gömul, var hjá fósturforeldrum í Kefla- vík, fátækum og umkomulitlum. Móðir hennar hafði farið til Noregs og var ný- lega gift þar, er þessi saga gerðist. Móð- irin bað nú um, að telpan yrði send sér, ■°n eitthvað dróst þetta, því telpan vildi ekki fara og fósturforeldrarnir gátu ekki *' tldur hugsað til að sjá af henni. Þó kom í d því, að förinni varð ekki frestað, móð- i in heimtaði rétt sinn. Ég átti leið til Reykjavíkur um þessar mundir og var beðin fyrir barnið og þótti mér sjálfsagt að verða við þeirri bón. En þetta varð mikil mæðuferð, því telpan var óhugg- Efri röð frá vinstri: Ólafur, Bragi, Hall- dóra, Asgeir Neðri röð: Hjónin frú Þór- dís Einarsdóttir og Ólafur V. Ófeigsson, Vilborg litla milli þeirra. andi vegna þess að þurfa að skilja við fósturforeldra og litla heimilið sitt. Fóstur- móðirin fréttir nú af högum telpunnar og við þær fréttir verður hún yfirkomin af harmi. Þó verður henni það til ráðs að hún fer á fund Olafs Ofeigssonar og tjáir honum harma sína. En er Olafur heyrir um þessar raunir, verður það hans eigið mál. Hann brá skjótt við og tókst að koma þvi til leiðar, að telpan fékk að fara heim til fósturforeldra sinna daginn áður en hún átti að stíga á skipsfjöl til Noregs- farar. Var ekki hróflað við telpunni eftir það. Þannig var Olafur Ofeigsson ævin- lega vinur í raun og þau hjón bæði, því svo samhent voru þau í öllu. Frú Þórdís er fædd á Kletti í Geiradal 13. des. 1875, en þar bjuggu foreldrar hennar allan sinn búskap, þau hjónin, Halldóra Jónsdóttir og Einar Jónsson. Einar var fæddur 12. febr. 1843 Jónsson bónda á Kletti í Geiradal, f. 1. marz 1807, d. 23. febr. 1859, Björnssonar hreppstjóra á Litlu-Tungu í Saurbæ, f. 1774, d. 1831, Jónssonar bónda í Mýrdal í Kolbeinsstaða- hreppi Björnssonar. Kona Björns Jóns- sonar var Arndís, f. 1780, d. 1811, Páls- dóttir í Krossanesi í Eyrarsveit, Þórðar- sonar. Kona Jóns Björnssonar og móðir Einars var Þórdís, f. 1805, Jónsdóttir bónda í Hraunsfirði í Helgafellssveit Brynjólfs- sonar. Kona Einars á Kletti og móðir frú Þór- dísar var Halldóra, f. 13. júlí 1838, d. 10. apríl 1901, Jónsdóttir bónda á Bakka í Geiradal, f. 1800, d. 20. sept. 1863, Jóns- sonar bónda á Gillastöðum í Reykhóla- sveit, f. 1775, Jónssonar. Kona Jóns á Gillastöðum var Sólveig, f. 1771, Jóns- dóttir bónda á Gillastöðum, Hákonar- sonar. Kona Jóns á Bakka og móðir Hall- dóru á Kletti var Elísabet. f. 4. maí 1801, Jónsdóttir bónda á Kambi i Reykhóla- sveit, f. 1774, Jónssonar bónda, Hamars- landi, Miðhúsum og Berufirði í Reykhóla- sveit, f. 1743, Einarssonar. Kona Jóns á Kambi og móðir Elísabetar á Bakka var Halldóra, f. 1770, Árnadóttir bónda á Kambi, f. 1714, d. 1779 og konu hans, Þórönnu, f. 1736, d. snemma í október 1807, Sigmundsdóttur. Alsystir Jóns Björnssonar á Kletti, afa frú Þórdísar, var Guðbjörg móðir Guð- rúnar Jónsdóttur, sem átti Sigurð kirkju- smið Sigurðsson, en þau voru foreldrar Stefáns skálds frá Hvítadal og systkina hans. J. G. Strandamenn bls. 278. Þar er mynd af þeim hjónum Sigurði kirkjusmið og Guðrúnu Jónsdóttur. Olafur Ofeigsson var í föðurætt kominn af hinni velþekktu Fjallsætt, fæddur á Fjalli á Skeiðum 24. marz 1869. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Eyjólfsdóttir og Ófeigur Ófeigsson, en þau bjuggu nærri allan sinn búskap á Fjalli, varð tíu barna auðið og komust átta til fullorðinsára. Olafur ritaði nafn sitt þannig: Olafur V. Ófeigsson. Minntist hann með því móður sinnar, sem hann elskaði og virti jafnt frú Þórdísi konu sinni. En þessi rit- háttur hefur verið misskilinn og hefur úr því verið búið til nafnið Vigfús, (Læknar á Islandi bls. 92) sem er rangt. Þetta V. er fyrsti stafur í nafni móður hans. Ófeigur bóndi á Fjalli var fæddur 10. des. 1831, ólst þar upp. Hann andaðist 13. maí 1900 á Fjalli. Faðir hans Ófeigur, er nefndur var hinn ríki, f. 1790, d. í Reykjavík 20. maí 1858 Vigfússon bónda á Fjalli á Skeiðum, i. 1762, d. 5. marz 1819 Ófeigssonar bónda á Neistastöðum Sigmundssonar. Kona Ófeigs ríka var Ingunn, f. 1798, d. 10. apríl 1849, dóttir Mr. Eiríks Vigfús- FAXI — 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.