Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1962, Page 6

Faxi - 01.12.1962, Page 6
r- sonar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum og konu hans Guð- rúnar eldri Kolbeinsdóttur prests og skálds síðast í Miðdal, f. 1731, d. í júní 1783, Þorsteinssonar. Séra Kolbeinn var gáfu- maður og listamaður, latínulærður vel og latínuskáld, þýddi Passíusálma séra Hall- gríms Péturssonar á latínu. Eftir hann er Gilsbakkaþula, sem flest börn lærðu fyrr meir-á æskuárum sínum. Kona Ofeigs á Fjalli og móðir Olafs verzlunarstjóra, var Vilborg, f. 29. maí 1830 á Syðri-Brúnavöllum, en þar bjuggu foreldrar hennar Eyjólfur Guðmundsson og kona hans Sigríður Olafsdóttir. Þau bjuggu síðar og lengi í Auðsholti í Bisk- upstungum, var Eyjólfur þar hreppstjóri, f. 1797, d. 9. júlí 1872 á Fjalli, Guðmunds- son, er bjó í Búrfellskoti 1801, en kominn var hann að Læk í Flóa 1816, f. 1769. Guðmundur andaðist í Auðsholti hjá Eyjólfi syni sínum 17. ágúst 1861, Eyjólfs- sonar. Kona Guðmundar Eyjólfssonar á Læk var Helga, f. 1771, Diðriksdóttir. Kona Eyjólfs hreppstjóra í Auðsholti og móðir Vilborgar á Fjalli var Sigríður, f. 19. sept. 1791, d. 21. febrúar 1880 á Fjalli, Olafsdóttir bónda á Báruseyri á Alftanesi, f. 27. des. 1765 á Báruseyri, d. 17. okt. 1838 þar, Jónssonar. Kona Olafs á Báruseyri 9. nóv. 1790, Vilborg, f. 6. maí 1767 á Signýjarstöðum í Hálsasveit, voru for- eldrar hennar Ásmundur Þórhallason og Guðrún Pálsdóttir, hjón þar. Vilborg Asmundsdóttir lézt á Báruseyri 27. júní 1834. Börn Edinborgarhjóna, frú Þórdísar og Olafs, eru fjögur, öll fædd í Keflavík, og skulu þau nú talin: 1. Asgeir Þorsteinn Olafsson, f. 28. okt. 1902. Dýralæknir, býr í Borgarnesi. Kona Guðrún Árnadóttir leikara í Reykjavík Eiríkssonar. 2. Bragi Ólafsson, f. 18. nóv. 1903. Hér- aðslæknir á Eyrarbakka. Kona Amalía Sigríður Jónsdóttir sjómanns í Vestmanna- eyjum Eyjólfssonar 3. Halldóra Ólafsdóttir, f. 15. des. 1907. Maður Geir Zoega forstjóri í Reykjavík, sonur Geirs Zoega kaupmanns. G. J. Bergsætt bls. 13. 4. Vilborg Ólafsdóttir, f. 19. jan. 1917, ógift, býr í Reykjavík. Fósturbörnin eru einnig fjögur: 1. Hrefna Ólafsdóttir, f. 5. sept. 1894 á Fjalli. Maður Erlendur Pálmason sjómað- ur í Reykjavík. 2. Ólafur Ófeigsson, f. 28. júlí 1900 í Keflavík. Skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík. Fyrri kona Grace, hún var amerísk, en íslenzkrar ættar í móðurætt. Hún andaðist 26. janúar 1939 í Rvík. Seinni kona Daníelína Sveinbjörnsdóttir frá ísafirði. 3. Einar Jónsson, f. 14. sept. 1909 á Kletti í Geiradal. Bakarameistari á Akureyri. 4. Kristín Sigurrós Jónsdóttir, f. 11. nóv. 1917 á Kletti í Geiradal. Maður Sigurður Kristjánsson gjaldkeri á Akureyri. Árið 1920 flutti Ólafur og fjölskylda hans til Reykjavíkur og gerðist kaupmað- ur þar; en flutti eftir fá ár til Keflavíkur og rak verzlun í Edinborgarhúsunum. Ólafur V. Ófeigsson andaðist á Hafnar- fjarðarspítala 11. marz 1931. Frú Þórdís hefur búið um fjölda ára í Reykjavík. Þrátt fyrir háan aldur heldur hún sér prýðilega vel andlega og líkam- lega. Húsgagnaverzlun G. Sigurfinnssonar Húsgögn í fjölbreyttu úrvali: Svefnherbergissett Svefnbekkir Sófasett Svefnsófar og skápar Skrifborðsstólar Gærustólar (2 gerðir) Stofuskápar Innskotsborð Rúmfataskápar Kommóður Barnarúm og dýnur Sófaborð Skrifborð Vegghillur Útvarpsborð Svefnstólar Bókahillur (færanlegar) með skápum og skrifborði Margar tegundir af smáborðum Smekkleg símaborð Eldhúsborð og kollar Borðstofuborð og stólar Stakir armstólar Blaðagrindur Spilaborð Húsgagnaverzlun G. Sigurfinnssonar Hafnargötu 39, sími 2088 166 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.