Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 8
„Trúa Guði traustur skalt" Rabbað við Guðmund Afreð Finnbogason, form. sóknarnefndar, Innri-Njarðvík Messugjörð er lokið í Innri-Njarðvíkur- kirkju. Fólkið tínist út. Kirkjan tæmist óðum. Meðal þeirra síðustu, sem út úr kirkj- unni fara eru tveir menn. Þeir eru í áköf- um samræðum um eitthvað, sem þeim liggur augsýnilega báðum mjög á hjarta. Þetta eru organleikari kirkjunnar, Geir Þórarinsson og Guðmundur Alfreð Finn- bogason, formaður sóknarnefndar þar í Innri-Njarðvík. Vegna tilmæla ritstjóra Faxa, sneri undirritaður sér að Guðmundi og fór þess á leit við hann að fá leyst úr nokkrum spurningum, bæoi í tilefni nýafstað.'ps fimmtugsafmælis hans og eins til að fá fróðlegar upplýsingar um Innri-Njarðvík- urkirkju, sögu hennar o. fl. — Þú áttir merkisafmæli í síðasta mán- uði, Guðmundur? — Já, ekki er hægt að neita því. Arin eru óðum að færast yfir mann. Eg varð fimmtugur 8. nóv. síðastliðinn. — Hvar fæddur? I Tjarnarkoti, hér í hverfinu. A sama stað og foreldrar mínir, Finnbogi Guð- mundsson og Þorkelína Jónsdóttir búa enn í dag. — Nokkuð sérstakt að segja frá upp- vaxtarárunum ? — Fátt sem markvert mundi þykja. Frá því að ég man fyrst eftir mér, þá var það vinna og aftur vinna. — Sjósókn ? — Erfiðisvinna bæði til sjós og lands. — Skólaganga? — Hún var nú ekki löng. Eg var að- cins þrjá vetur í barnaskóla. Fékk leyfi til að taka fullnaðarpróf ári fyrr en venju- legt var. Námsáhuginn heldur ekki allt of mikill. Kunni alltaf miklu betur við mig í beituskúrunum en í skólanum. En ógleymanleg verður mér ávallt kennslan hjá henni Guðlaugu á Framnesi. Eg hef búið að hennar góðu áhrifum, áminningar- orðum og uppörvunum allt fram á þennan dag. Það var svo auðfundið, hvað hún var heilsteypt og innilega velviljuð okkur Guðmundur Alfrsð Finnbogason. börnunum. Fyrir það verðskuldar hún meiri þakkir en orð fá tjáð. Eftir þetta var minni skólagöngu svo lokið. En hitt er aftur annað mál, að margt hef ég lært í lífsins skóla. — Hann hefur verið nokkuð strangur stundum, en hollur og uppbyggilegur, eigi að síður. Vafalaust hef ég ekki alltaf gengið sömu götur og fjöldinn. Þess vegna hef ég kynnzt bæði misskilningi og árekstrum og von- brigðum á farinni leið. En kannski hef cg líka orðið meira var við steinana á veg- inum, af því að ég hef haft tilhneigingu til að fara nokkuð geyst stundum. En þannig er mín skapgerð, og henni er víst erfitt að breyta. — Hver er skoðun þín á manninum yfirleitt ? — Því er nú erfitt að svara óhugsað og í stuttu máli. En ég hef lengi haldið því fram, að maðurinn sé meira eðlisbund- inn en formsettur, þ. e. a. s., að það hald- bezta hjá hverjum manni séu hinir eðlis- lægu eiginleikar hans, bæði til ills og góðs. — Oft hef ég verið ósammála skoðunum fjöldans. T. d. tel ég það ekki mælikvarða á auðlegð mannsins, hve margar krónur hann á í buddunni. Miklir peningar og manngildi fara alls ekki alltaf saman. — Já: Maður er annað, en milljónir hitt, margir þó rugli því saman. Hitt er annað mál, að við erum of oft glöggskyggnari á gallana en kostina í fari náungans. I sambandi við það varð þessi vísa einu sinni til: Vill oss mörgum verða á, víst það dæmin sanna, — ganga betur galla að sjá en góða kosti manna. — Lífsskoðun? — Lífsskoðun mín kemur nú líklega ljósast fram í sumum vísunum, sem ég hef verið að setja saman, mér til dægra- styttingar. Þeirra á meðal er t. d. þessi: Það er margt sem mæðir á. Mikið hart er stríðið. Líka svart það segja má. Samt er bjart. Ei kvíðið! Eða þá þessi: Tíminn flýgur framhjá oss, fæðist, — um leið kvaddur Mjúkur eins og móðurkoss. Meinharður sem gaddur. — Það er auðheyrt, að þú ert hagyrð- ingur góður og hugsar um margt. — En áttu ekki einhverja vísu í fórum þínum, sem lýsir þinni persónulegu trúarstefnu og trúarlegri reynslu? — I foreldrahúsum ólst ég upp við ein- læga Guðstrú. Og reynslan hefur kennt mér hið sama: Trúa Guði traustur skalt. Til er lausn frá grandi. I hans ljósi lifir allt og leysist sérhver vandi. Guð lætur að vísu hlutina oft fara á annan veg en maður helzt mundi óska. 168 — F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.