Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 23
Fiskverkunarhús Helga Eyjólfssonar
Fiskverkunarhús Þórðar Jóhannssonar og Gunnlaugs Karlssonar.
Undanfarin ár hefur sá gleðilegi atburð-
ur skeð af og til, að ný skip hafa siglt inn
í Keflavíkurhöfn. Fiskiskipafloti Keflvík-
inga hefur því aukizt jafnt og þétt í
byggðarlaginu til aukinnar hagsældar.
Gömlu skipin hafa gengið úr sér og ný og
stærri komið í staðinn.
verið nokkur undanfarin ár, þó telja megi
að einna mest hafi verið um þessar fram-
kvæmdir í sumar. Hafa margir aðilar
staðið í byggingarframkvæmdum af þess-
um sökum, annað hvort með algjörar ný-
byggingar eða stækkanir og lagfæringar
frá því sem áður var.
það bæði til síldarsöltunar og saltfiskverk-
unar. Hann byggði einnig aðra hæð ofan
á húsið nú í sumar, og hefur nú hafið
þar síldarsöltun eins og undanfarin ár.
Byggingarmeistarar voru Sigurður Hall-
dórsson og Hjalti Gunnlaugsson.
Nýjar fiskvinnslustöðvar rísa af grunni
En það er ekki nóg að hafa ný og glæsi-
leg skip. Aðstaða til hagnýtingar aflans í
landi þarf að vera til staðar. Það þarf
frystihús, aðgerðarhús, söltunarhús fyrir
síld og þorsk, skreiðarhjalla og skreiðar-
skemmur, síldar- og fiskimjölsverksmiðjur
og lýsisbræðslur, til þess að allt geti gengið
eðlilega. Auk þess mikið af allskonar þjón-
ustufyrirtækjum, sem hvert um sig vinna
sitt hlutverk.
Á s.l. sumri hefur verið mikil gróska í
byggingarframkvæmdum í þágu útgerð-
arinnar, og reyndar má segja að það hafi
Á Vatnsnesi hafa þrjú verkunarhús
verið stækkuð. Axel Pálsson byggði árið
1956 450 ferm. fiskverkunarhús, neðri hæð,
og hefur starfað þar síðan að saltfiskverk-
un. Nú í sumar hefur hann byggt aðra
hæð hússins, og þannig tvöfaldað það at-
hafnapláss, er hann hafði til ráðstöfunar.
Er áformað að hafa síldarflökun á efri
hæðinni, en heildarstærð hússins er nú
3200 rúmm. Byggingarmeistari var Guð-
mundtir Skúlason.
Helgi Eyjólfsson byggði árið 1958 480
ferm. fiskverkunarhús og hefur hann notað
Röst h.f., eigandi Margeir Jónsson,
byggði fyrir nokkrum árum stórt og
vandað fiskverkunarhús ásamt verbúða-
byggingu og veiðarfærageymslu og hefur
starfrækt þar bæði síldarsöltun og salt-
fiskverkun. Hann hefur nú í sumar byggt
ofan á nokkurn hluta hússins aðra hæð
að stærð 300 ferm. Byggingarmeistari var
Guðmundur Skúlason. Þess má geta í
þessu sambandi að síldarsaltendum var
nauðsynlegt á þessu hausti að bæta mjög
húsakost sinn, vegna þess að Síldarút-
vegsnefnd fyrirskipar saltendum að láta
Fiskverkunarhús Áka Jakobssonar.
Fiskverkunarhús Axels Pálssonar.
F A X I — 183