Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 33
r
Suðurnesjamenn!
Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar
á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum.
Byggingar^erktakaf Keflavíkur h.f.
S uðurnesjamenn!
Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar
á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum.
Rafmagnsverktakar Keflavíkur h.f.
O %
Suðurnesjamenn!
Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar
á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum.
Málaraverktakar Keflavíkur h.f.
S uðurnesjamenn!
Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar
á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum.
Járniðnaðar- og pípulagningaverktakar Keflavíkur h.f.
'■—■+
sama í höfuð dráttum, er aðstaðan ærið ójöfn,
þar sem danska félagið styðst við aldagamla
starfsemi í sínu landi, þótt hún framan af
væri smá í sniðum, en Styrktarfélag vangef-
inna í Reykjavík hefir ekkert við að styðjast,
nema reynslu annarra þjóða og þær litlu til-
raunir, sem hér hafa verið gerðar allra síð-
ustu árin. Félagið vinnur hér merkilegt braut-
ryðjandastarf í þágu olnbogabarna þjóðfé-
lagsins. Það er nú að byggja glæsilegt skóla-
hús í Reykjavík, sem þegar er að nokkru
tekið til starfa, og vistheimilið í Skálatúni
starfrækir það ásamt Umdæmisstúku Suður-
lands. Hefir félagið byggt þar vandað íbúðar-
hús fyrir starfsfólk heimilisins, sem mjög
hefir bætt aðstöðu og vinnuskilyrði þar á
staðnum.
Forustumenn þessara samtaka hafa miklu
og veglegu hlutverki að gegna með þjóðinni
og þá fyrst og fremst með því, að opna augu
almennings fyrir þessu þarfa nauðsynjamáli
og þó alveg sérstaklega íslenzkra valdhafa,
að þeir finni leiðir og úrræði til þess að hér
verði í auknum mæli komið upp skólum og
öðrum uppeldisstofnunum fyrir vangefið
fólk. Það sem þegar hefir áunnizt fyrir ötult
starf þessa merka félagsskapar, vísar veginn.
Þeir foreldrar, sem hafa orðið fyrir því
mótlæti, að eignast vangefin börn, sem á
einhvern hátt eru þannig á sig komin, að
þau eiga ekki samleið í venjulegum skólum
með heilbrigðum börnum nágrannans, eiga
heimting á aðstoð og samúð þjóðfélagsins,
en sú aðstoð kemur þeim að beztu gagni, sé
hún látin tala í glæsilegum framkvæmdum
fyrir þetta málefni.
Ég lýk nú senn þesesum hugleiðingum, en
áður en ég hætti, langar mig að segja þetta.
Þegar maður heimsækir heimangönguskóla
vangefinna (externatskólann) og sér börnin
að leik og starfi, þá er eins og maður sé
innan um ósköp venjuleg börn í venjuleg-
um skóla. Fas þeirra er frjálsmannlegt og
óþvingað og hamingjusöm eru þau, það sá
ég á viðbrögðum þeirra við leik og nám og
hvernig þau umgengust kennara sína, gesti
og aðra, sem á vegi þeirra urðu. Allt fannst
mér þetta vera til sannrar fyrirmyndar. í
þessum skólum ríkti gott og heimilislegt and-
rúmsloft og ég var djúpt snortinn af því
fagra kærleiksstarfi, sem þar var unnið.
Meistarinn frá Nasaret sagði forðum: „Þat
sem þér hafið gjört einum þessara minna
minnstu bræðra, það hafið þér mér gjört.“
I heiminum eru, sem betur fer, margar
líknar- og mannúðarstofnanir, sem starfa í
anda þessara gullvægu orða Krists, og þar
eru skólar vangefinna barna, — externat-
skólarnir dönsku í fremstu röð.
Hallgrímur Th. Björnsson.
Forsíðumyndin
er af Keflavíkurkirkju, tekin af Heimi
Stígssyni við messugerð á jólum 1961. Heimir
tók einnig myndirnar af fiskaðgerðarhúsun-
um, sem eru í blaðinu.
F A X I — 193