Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1962, Page 43

Faxi - 01.12.1962, Page 43
Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur Bjarni Sæmundsson er fæddur á Járn- gerðarstöðum í Grindavík hinn 15. dag aprílmánaðar 1867. Foreldrar hans eru Sæ- mundur Jónsson bóndi á Járngerðarstöðum og kona hans Sigríður Bjarnadóttir. Bjarni kom í latínuskólann árið 1883, útskrifaðist þaðan árið 1889 og sigldi þá samsumars til háskólans í Kaupmanna- höfn. Hann lagði stund á náttúrufræði og landafræði og lauk embættisprófi í þeim fræðum árið 1894. Þá fór hann heim til Islands og gegndi þá embætti Þorvaldar Thoroddsens við lærða skólann nokkur ár og fékk það embætti, er Þorvaldur Thor- oddsen sleppti því (1899). Arið 1896 kvæntist hann Steinunni dótt- ur Sveins kaupmanns Guðmundssonar frá Búðum. Snemma fór að bera á því að Bjarni væri hneigður fyrir náttúrufræði. Meðan hann var í latínuskólanum lagði hann stund á grasafræði og safnaði talsverðu af jurtum í átthögum sínum, en nú mun hann að mestu leyti hafa lagt grasafræðina á hill- una. 1 Kaupmannahöfn lagði hann einna mest stund á dýrafræði og tók hana sem aðalnámsgrein, enda var þá hin mesta þörf á innlendum dýrafræðing. Síðan heim kom hefur hann unnið að dýrafræðisrannsóknum með miklum dugnaði. Þekkingu á dýrafræði landsins var mjög svo ábótavant og þar var nægi- legt verkefni fyrir marga dýrafræðinga, þó að þeir hefðu getað varið öllum tímum sínum til dýrafræðirannsókna. Bjarni hef- ur ekki getað helgað dýrafræðinni alla krafta sína og hefur því orðið að takmarka verksvið sitt meira en ella. Hann hefur lagt mesta stund á að rannsaka fiskiteg- undir landsins, bæði í sjó og vötnum. — Hann byrjaði fiskirannsóknir árið 1896 og hefur haldið þeim áfram síðan. Hann hef- ur farið víðast hvar um landið og kynnst fiskiveiðum í öllum helztu fiskiverum. Ar- in 1903—05 var hann á sumrin með fiski- rannsóknarskipinu Thor við strendur Is- lands. Auk fiska hefur Bjarni á ferðum sínum rannsakað aðra dýraflokka og safnað all- miklu af dýrum yfirleitt. Hann hefur ritað merkilegar ritgerðir á útlendu máli um ýmis lægri sjávardýr, en ekki mun lokið enn rannsókn á öllum dýrasöfnum hans. Bjarni stendur hverjum manni framar að þekkingu á íslenzkum fiskitegundum Bjarni Sæmundsson. og íslenzkum fiskveiðum yfirleitt, og ef honum auðnast að halda áfram eins og hann hefur byrjað, mun starf hans verða íslandi til heiðurs og hagnaðar, og rann- sóknarsaga landsins mun geyma nafn hans. Aðalstarf Bjarna verður að telja kennsl- una. Til hennar ver hann mestum hluta af kröftum og tíma. Hann rækir kennsl- una með mikilli alúð og samvizkusemi og þykir hinn bezti kennari. Hann lætur sér annt um að sýna það, sem talað er um, hvort heldur er jurtir, dýr, steinar, berg- tegundir o. s. frv. Bjarni hefur verið formaður hins ís- lenzka náttúrufræðifélags og umsjónar- maður safnsins síðan 1905. Hann hefur unnið mikið og þarft verk í þarfir safnsins og það fyrir afar litla borgun. Safnið hefur vaxið mjög mikið í hans tíð, einkum eftir að það fluttist í safnahúsið. Ennfremur skal þess getið, að hann hef- ur verið mörg ár í stjórnarnefnd landsbóka- safnsins, og hið danska fiskiveiðafélag hef- ur kosið hann til bréffélaga (corresp. Med- lem). Bjarni hefur ritað talsvert mikið og er það mest um náttúrufræði Islands. Ferða- sögur hans hafa komið árlega út í And- vara. Eru þær fullar af fróðleik og kær- komnar öllum, sem hafa áhuga á fiskiveið- um. Þá hefur hann og samið merkilega bók um íslenzka fiska á dönsku (Oversigt over Islands Fiske i Skrifter udg. af Kom- missionen for Havundersögelser). Æski- legt væri að þessi bók kæmi út á íslenzku, og þá ætti hún að vera aukin og bætt við lýsingum fiskanna. Enginn efi getur á því lcikið, að lýsing á íslenzkum fiskum með myndum yrði kærkomin öllum fiskimönn- um vorum og fleirum. Sá, sem þetta ritar, tclur það skyldu Bókmenntafélagsins, að gefa út slíka bók. Þá má ennfremur geta um ýmsar rit- gerðir náttúrufræðilegs efnis í Skírni, Eim- reiðinni, skýrslu náttúrufræðifélagsins, og í ýmsum blöðum (Islandi, Isafold, Ægi, Lögréttu o. fl.). I „Videnskabelige Meddelser fra den Naturhistoriske Forening i Kjöbenhavn“ hefur Bjarni birt ýmsar ritgerðir um ný- ungar, er rannsóknir hans hafa leitt í ljós. Þá hefur hann og ritað um íslenzkar fiski- veiðar í Atlanten, Dansk Fiskeritidende og Fish Trades Gazette. Af kennslubókum má nefna: Agrip af náttúrufræði handa barnaskól- um og kennslubók í landafræði handa gagnfræðaskólum. Helgi Jónsson (Óðinn, febrúar 1912). Á LÉTTUM NÓTUM Maður nokkur, vestfirðingur að uppruna, dvaldi hér um órabil. Hann var mjög vest- firzkur í tali og notaði æfinlega d, í stað ð, er hann talaði. Þau ár er hann dvaldi hér ann- aðist hann skipaafgreiðslu fyrir Eimskipa- félag íslands. Eitt sinn er verið var að vinna við einn „fossinn", og hann er nýkominn um borð, tilkynnir verkstjórinn að það sé matur. Þá verður vestfirðingnum að orði: „Þad verdur þá best ad ég bordi um bord, fyrst á annad bord ad ég er kominn um bord.“ Það var eitt sinn á skútu, sem gerð var út frá Keflavík, er verið var á heimsiglingu eftir langa útivist að margir hásetanna sátu í kringum borðið í lúkarnum og voru í fjör- ugum samræðum. Aðal umræðuefnið var þó hvaða matur þeim þætti beztur. Unglings piltur 17 ára lá uppí koju og hlustaði á sam- ræðurnar. Einn af mönnunum dásamaði mikið allan súrsaðan mat. Sér þætti yfirleitt lang bezt allt uppúr súru. Allt í einu gellur stráksi við, sem var i kojunni, og segir við manninn: „Þykir þér allt gott upp úr súru?“ „Já, já, yfirleitt allt upp úr súru,“ svaraði maðurinn. „Jæja, jettu þá andskotann upp úr súru,“ sagði þá stráksi og sneri sér til veggjar. FAXI — 203

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.