Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1962, Page 45

Faxi - 01.12.1962, Page 45
Aðalfundur Faxa Þann 19. okt. í haust var aðalfundur Mál- fundafélagsins Faxa haldinn að heimili Jó- hanns Péturssonar, Sunnubraut 1, Keflavík. I skýrslu formanns, Jóns Tómassonar, segir: Alls voru haldnir 14 fundir á árinu, þar af afmælisfundur, aðalfundur, einn sameigin- legur fundur með Málfundafél. Ymi, þar sem rædd voru útvegsmál. Framsögumaður Ymis- Jóhann Pétursson. manna var Kristján Pétursson, en af hálfu Faxafélagsins Margeir Jónsson. Þá efndi stjórnin í byrjun starfsársins til leikhúsfarar. Farið var í Þjóðleikhúsið og horft á Strompleikinn eftir Halldór Kiljan Laxness. Aðrir fundir félagsins voru með venjulegu umræðusniði og voru umræðuefnin og flytj- endur þeirra, sem hér segir: „Strompleikur" Hallgrímur Th. Björnsson, Listasafn Keflavíkur Kristinn Reyr, Dagur- inn og vegurinn Valtýr Guðjónsson, Sjón- varp á Islandi Steindór Pétursson, Draumar Guðni Magnússon, Efnahagsbandalagið Ragnar Guðleifsson, Fara áhrif hljómlistar og söngs eftir formi? Gunnar Sveinsson, Um- ferðamál Jóhann Pétursson, Frítími Egill Þorfinnsson, Utflutningsverzlun Huxley Ólafsson. í félaginu er árlega skipt um formann og var að þessu sinni Jóhann Pétursson kjörinn formaður og Huxley Ólafsson varaformaður. Margeir Jónsson var endurkjörinn gjaldkeri félagsins. Hallgrímur Th. Björnsson, formaður blað- stjórnar, flutti skýrslu stjórnarinnar. Sýndi skýrsla formanns, að stöðug og vaxandi þróun er í útgáfustarfinu allt til þessa dags. Þá gat hann um hækkandi verðlag á prentun og pappír allt að 30%, sem nú væri sem óðast að segja til sín og mundi af þeim sök- um óhjákvæmilegt, að hækka nokkuð verð blaðsins og auglýsingar. Á árinu komu út 10 tbl. af Faxa með 224 síður, og er það 8 síð- um meira en á s.l. ári og það mesta sem út hefir komið á einu ári fram til þessa. A LETTUM NOTUM Maður nokkur er Símon hét og heima átti suður í Höfnum, fyrir síðustu alda- mót, var sérstaklega orðheppinn, og eftir honum er haft hið alkunna máltæki: — Er logn á jörðu, Þórdís mín? — Var hann þá að hæðast að heyfeng sínum. Þeir, sem þurrkuðu fiskinn sinn á vorin í Höfnunum, á þeim árum, höfðu ekki annað þurkkpláss en sjávarkampinn, enda gat það verið áhættusamt, ef snögglega brimaði að nóttu til, og í einu slíku tilfelli kom maður á gluggann til Símonar, að næturlagi og kallaði inn: — Fiskurinn þinn er að fara í sjóinn, Símon. — Nú, það er ekki við öðru að búast, hann er úr honum, svaraði þá Símon. Eitt sinn er Símon var á ferð í Keflavík, kom hann að vatnsbóli til að brynna hryssu sinni, sem mun hafa verið nokkuð grann- holda. Þar hitti hann fyrir gamla konu, sem hafði allmikinn herðakistil. Henni verður starsýnt á hryssuna, og segir síðan: — Skelfing er að sjá skepnuna hjá þér, Símon. — O já, ekki er hún þó farin að setja upp kryppuna enn. Ævinlega þegar Símon var á ferð í Kefla- vík, kom hann í búðina til Norðfjörðs kaupmanns. Norðfjörð er sagður hafa verið geysilega feitur maður, og höfðu sumir það á orði, að varla gæti hann hóstað fyrir fitu. Hann hafði mjög gaman af að spaugast við Símon, og eitt sinn er hann kemur í búðina, snýr Norðfjörð sér að honum og segir: — Góðan daginn, Símon minn. Hvernig líður konunni yðar núna? — Þakka yður fyrir, segir Símon. Hóst- að gat hún fyrir fitunni í morgun. Oðru sinni var það líka, að Símon kemur í búðina til Norðfjörðs, að Norð- fjörð býður honum vindil. Hann leggur því 2 vindla á búðarborðið, annan handa Símoni, en hinn handa sjálfum sér. Nú Á fundinum var blaðstjórnin endurkjörin, en hana skipa: Hallgrímur Th. Björnsson formaður, Margeir Jónsson varaform. og ritari Kristinn Reyr. Að vanda tekur hin nýkjörna stjórn við störfum á áramótum og mun þá á fyrsta fundi skipta með sér verkum. Rit- stjóri er Hallgrímur Th. Björnsson. þurfti Norðfjörð að snúa við honum baki eitt augnablik, til að ná í eldfæri. Símoni þótti þetta grunsamleg gestrisni og notaði því tækifærið og skipti um vindil. Nú kveikir Norðfjörð í vindlunum, fyrst hjá Símoni, svo hjá sér. Rétt á eftir verður sprenging í vindli Norðfjörðs með fuðri og eldglæringum. Símon horfði á þetta, hinn rólegasti, þar til hann segir: — J—a, — nú hefur yður skjátlazt, Norðfjörð minn. Einu sinni var það suður í Höfnum, fyrir allmörgum árum, að nokkuð margt fólk fékk áætlunarbifreið til að flytja sig til Grindavíkur, til þess að geta verið við jarðarför. Kerling ein, sem tryggt hafði sér far með bifreiðinni, komst að því áður en farið var, að eitt sæti var laust, svo að henni datt nú í hug, að réttast væri að taka karlinn sinn með. Hún fer því til þeirra, sem yfir bifreiðinni réðu og segir: —• Gæti nú ekki hann Gísli minn fengið þetta sæti, sem laust er. Ætli það verði ekki eini skemmtitúrinn hans á árinu. Maður nokkur, er Hákon hét og heima átti suður á Miðnesi, var oft hnittinn í til- svörum, kom eitt sinn í búð í Keflavík og bað um brjóstsykur fyrir 15 aura. — Við seljum nú ekki fyrir minna en 25 aura, svaraði kaupmaður. — Mikið rétt, sagði þá Hákon. — En ætli ég komi því þá í vasann? Eitt sinn voru nokkrir menn að moka fiskbeinum á vörubíl í aðgerðarhúsinu hjá Manga. Var bíllinn frá Vörubílastöðinni. Aðstaðan var slæm og urðu þeir að moka upp á afturenda bílsins. Er komin var all- mikil hrúga aftast á bílinn, báðu þeir bíl- stjórann um að taka áfram og bremsa bein- unum fram á bílinn. Bílstjórinn neitaði þessu, og þráttuðu þeir við hann um þetta stundarkorn. Mangi var þar skammt frá og heyrði til þeirra. Hann gengur þegj- andi að bílnum, sest inn hjá bílstjóranum og segir: — Á stað. Bílstjórinn gerði það, og er bíllinn er kominn út, segir Mangi: — Niður á garð. Þegar bíllinn er kominn í brekkuna, sem liggur niður í höfnina, kallar Mangi upp og segir: — Stopp! Bíl- stjórinn bremsaði samstundis, en við það rennur öll beinahrúgan fram að húsi. Þá hló Mangi og sagði: — Allt í lagi, upp í skúr. FAXI — 205

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.