Faxi - 01.12.1962, Síða 46
( " ~\
Utgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðsiumaður:
ICVX ir Hall6rímur Björnsson. Blaðstjóm: Hallgrímur Th. Björnsson, Margeir
iL Æ Jónsson. Kristinn Keyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar
Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 20,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
v__________________________________________________________________y
Styrktarfélag vangefinna —
hugsjón þess og starf
Nú í haust flutti cg erindi í Málfundafcl.
Faxi um þá hlið hinnar diinsku fræðslulög-
gjafar, er veit að skóla- og uppeldismálum
fyrir vangefið fólk. Nefndi ég erindi þetta
OLNBOGABÖHN og er það birt á öðrum
stað hér í blaðinu. Fjallar það um „Exter-
natskólana" dönsku og aðrar uppeldisstofn-
anh- þeim skyldar, en allt það mikla mann-
úðar- og mcnningarstarf er fyrst og fremst
að þakka þeim brautryðjendafélagsskap á
þessu sviði, er ber nafnið „Landsforeningen
for evnessvages vel“, sem er grundvallað á
sömu hugsjón og hið íslenzka „Styrktarfélag
vangefinna“, þeirri, að láta sér annt um þjóð-
félagsþegnana umkomuminnstu, styðja þá og
leiða til þroska og hamingju. Þetta er göfugt
starf og góðum mönnum samboðið, og þegar
allt kemur til alls og menn hafa áttað sig á
hlutunum, þá mun slíkur félagsskapur hér
eins og annars staðar vcrða óskabarn þjóðar
sinnar, er metur mikils gildi hans og góðan
tilgang.
Nú fyrir stuttu síðan barst Faxa bréf frá
Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík, þar
sem vakin er athygli á starfsemi félagsins,
sem á undanförnum árum hefir verið mikið
og gott brautryðjandastarf, unnið af góðum
og víðsýnum mönnum. Hefir félagið staðið í
mjög fjárfrekum framkvæmdum við að
byggja skóla fyrir vangefið fólk og er nú að
hefja nýja sókn til fjáröflunar fyrir þetta
málefni. Einn liður í þessari fjáröflun er
happdrætti, sem nú er í fullum gangi. Dregið
verður 23. desember. Ilappdrættismiðar eru
til sölu hjá umboðsmönnum félagsins á yfir
100 stöðum víðsvegar um landið og þá að
sjálfsögðu einnig hér á Suðurnesjum.
Vill blaðið hér með cindregið skora á les-
endur sína að ljá þessu góða málefni lið með
því að kaupa happdrættismiðana, minnugir
þess, að þeim peningum verður ekki í glat-
kistu kastað, heldur verður þeim varið til
þess að gefa umkomuminnstu þjóðfélags-
þegnunum — hinum vangefnu börnum þjóð-
arinnar — bjartari framtíð og betri heim.
Séum við góðar manneskjur, og það viljum
við öll vera, þá gefst hér öllum tækifæri til
að sýna það í verki.
Hallgrimur Th. Björnsson.
Nætur- og helgidagalæknar
í Keflavíkurhéraði í desember 1962.
13. des. Arnbjörn Ólafsson.
14. des. Björn Sigurðsson.
15. —16. des. Guðjón Klemenzson.
17. des. Jón K. Jóhannsson.
18. des. Kjartan Ólafsson.
19. des. Arnbjörn Ólafsson.
20. des. Björn Sigurðsson.
21. des. Guðjón Klemenzson.
22. —23. des.Jón K. Jóhannsson.
24. des. Kjartan Ólafsson.
25. des. Arnbjörn Ólafsson.
26. des. Björn Sigurðsson.
27. des. Guðjón Klemenzson.
28. des. Jón K. Jóhannsson.
29. —30. des. Kjartan Ólafsson.
31. des. Arnbjörn Ólafsson.
Vakt hefst kl. 5 alla virka daga og er sami
læknir á vakt til kl. 8 næsta morgun, nema á
laugardögum, þá hefst næturvaktin kl. 1 e. h.
og gegnir þá sami læknir. Vakttími er til kl.
8 á mánudagsmorgunn.
Messur í Keflavíkurprestakalli um jól og
áramót 1962—1963.
Keflav.kurkirkja:
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6.15 síðd.
Jóladagur: Mesa kl. 2 síðd.
2. jóladagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Sama dag: Sk.rnarmessa kl. 5 síðd.
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 8.30 síðd.
Nýjársdagur: Messa kl. 5 síðd.
Messur á elliheimilinu og sjúkrahúsinu
verða auglýstar síðar.
Innri-Njarðvíkurkirkja:
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 4.30 síðd.
Jóladagur: Messa kl. 5 síðd.
Sunnudagur milli jóla og nýjárs: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 árd.
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6 síðd.
Nýjársdagur: Messa kl. 2 síðd.
Ytri-Njarðvík:
2. jóladagur: Barnaguðsþjónusta í nýja
samkomuhúsinu kl. 2 síðdegis.
Æskilegt væri, að þeir foreldrar, sem tök
hafa á mættu með börnum sínum.
Hvalsneskirkja 75 ára.
Nú um þessi jól verður Hvalsneskirkja 75
ára, en hún var vígð á jólum árið 1887.
Væntanlega kemur nánari frásögn af kirkj-
unni síðar sér í blaðinu.
V etrarsíld veiðarnar
hófust að þessu sinni ekki fyrr en 20. nóv-
ember, en þá höfðu loks náðst samningar í
kjaradeilu þeirri, er staðið hafði frá því
„gerðardómslögin" frá sumarsíldveiðunum
féllu úr gildi, snemma í september.
Suma fyrstu dagana var afli góður, en
síldin stóð djúpt og var erfitt að ná henni
í „næturnar“.
Aðal veiðisvæðið var þá „undan Jökli“, en
síðar færðist síldin nær og er nú, þegar línur
r------------------------------------
H.F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AUKAFUNDI
þeim í H.f. Eimskipafélagi Islands, sem halda átti föstudaginn
23. þ. m. samkvæmt auglýsingu félagsstjórnar, dags. 5. júní 1962,
verður frestað til laugardags, 29. desember næstkomandi. —
Dagskrá fundarins verður eins og áður er auglýst þessi:
DAGSKRÁ :
1. Tillögur til breytinga á samþykktur félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins
í Reykjavík og hefst kl. 1,30 e. h.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og
umboðsmönnum hlutahafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík,
dagana 27. og 28. desember.
Reykjavík, 20. nóvember 1962.
STJÓRNIN
—
206 — F A X I