Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1962, Side 53

Faxi - 01.12.1962, Side 53
NÝ SÖGUSKOÐUN Sumarið 1961 gafst mér góður tími til lestrar og fyrir valinu urðu nýútgefnar bæk- ur Barða Guðmundssonar fyrrverandi þjóð- skjalavarðar: Uppruni Islendinga og Höf- undur Njálu. Marga hafði ég heyrt tala um hinar nýstárlegu skoðanir Barða, sérstaklega í sambandi við höfund Njálu. Og það er bæði ljúft og skylt að viðurkenna, að lestur þess- ara rita opnar manni algerlega nýja sýn. Það er oft talað um að grein Sigurðar Nordals, um að samhengið í íslenzkum bókmenntum hafi valdið byltingu og verið Islendingum afar þýðingarmikil í baráttu okkar fyrir viðurkenningu útlendinga á nútíma bók- menntum okkar. En hvað má þá segja um söguskýringar Barða? Munu þær ekki varpa enn skærara ljósi á íslenzka menningu? Munu ekki hinar rökstuddu kenningar Barða renna stoðum undir enn nánari og meiri saman- burð á íslendingasögum og öðrum ritum, þar eð á því liggur enginn vafi, að siðalögmál Islendingasagna er ávöxtur mjög háþróaðrar menningar, — menningar, er ekki varð til í einu vetfangi, enda segja mér fróðir menn að löggjöf íslendinga í fornöld beri mjög keim af þjóðskipulagi Hebrea! Mín skoðun er sú, að Barði hafi með riti sínu um Njálu unnið eitt mesta sagnfræðiafrek, sem unnið hefur verið á þessari öld. Er nú ekki úr vegi að lýsa kenningum hans í stuttu máli. Höfund Njálu telur B. G. Þor- varð Þórarinsson, höfðingja Svínfellinga á Surlungaöld. Þorvarðar er allmjög getið í Sturlungu einkum í sambandi við dauða Þor- gilsar skarða. En í Sturlungu er Þorvarður talinn hafa rofið trúnað við Þorgils, — mann- inn, sem sagður er hafa átt mestan þátt í að hjálpa Þorvarði til að koma fram hefndum fyrir bróður sinn, Odd Þórarinsson. Með Þorgilsar sögu skarða í höndunum telur Barði að Þ. Þ. hafi sezt niður og skrifað Njálu, varnarrit fyrir sjálfan sig, ættmenni sín og vini. Leiksviðið er Sturlungaöld og með aðalhlutverk sögunnar fara höfuðkemp- ur þeirrar aldar: Flosi: Þorvarður Þórarinsson. Gunnar á Hlíðarenda: Oddur Þórarinsson. Síðu-Hallur: Brandur Jónsson ábóti. Hildigunnur: Randalín Filippusdóttir kona Odds. Mörður Valgarðsson: Þorvarður úr Saurbæ. Skafti lögmaður: Sturla Þórðarson hinn frægi sagnaritari, sem svo mjög dregur taum Þorgils skarða í frásögn sinni af viðskiptum þeirra Þorvarðar. Uppistöðu Njálssögu telur Barði vera gamlar arfsagnir og flestar sögupersónurnar sannsögulegar, svo og ýmsa atburði, sem sagan greinir frá. Hinn harmsögulegi atburð- ur, þegar Njálssynir vega Höskuld Hvítanes- goða, fullyrðir Barði að sé að nokkrum þræði lýsing á vígi Þorgils skarða. Stefán Pétursson, þjóðskjalavörður segir í formála að útgáfu Menningarsjóðs á Höfundi Njálu: „Séð i þessu ljósi er Njála að sjálfsögðu miklu nær því að vera skáldsaga með fyrirmyndum úr samtíð höfundarins en endursögn fornra arf- sagna.“ Þá færir Barði mjög sterkar líkur fyrir, að Ljósvetningasaga sé dulbúið níðrit um Þorvarð Þórarinsson og höfundur þess sé Þórður sonur Þorvarðar í Saurbæ. En Þor- varður í Saurbæ hvatti manna mest til að- farar gegn Þorgilsi. Er þá fengin skýring hvers vegna Þorvarður í Saurbæ er látinn fara með hlutverk Marðar Valgarðssonar í Njálu. Nú nýlega hefur Hermann Pálsson lektor birt grein um Hrafnkelssögu. Beitir hann þar sömu aðferð og Barði. Kemst Her- mann að þeirri niðurstöðu, að höfundur Hrafnkötlu sé enginn annar en Brandur ábóti, föðurbróðir Þorvarðar Þórarinssonar. Er greinilegt að nú er að renna upp ljós fyrir íslenzkum fræðimönnum um hina nýju sögu- skoðun, sem fyrst og fremst byggist á braut- ryðjendaverki Barða Guðmundssonar. Fyrir allmörgum árum skrifaði Halldór Kiljan grein um íslendingasögur, þar sem hann taldi að fyrir höfundi Njálu hefði fyrst og fremst vakað að skapa listaverk og til þess að full- komna það tæki hann harmleikinn í sína þjónustu. í íslendingasögum fari með öðrum oruðm alltaf illa. Eg held að þetta sé ekki rétt. Höfundur Njálu var bundinn því siða- lögmáli, sem hann var alinn upp við. Dauði Njálssona var honum ekki listrænt meðal. Þvert á móti hlutu þeir að deyja, vegna þess að þeir höfðu brotið gegn lögmálinu. Þeir höfðu vegið fóstbróður sinn. En hin djúpa innsýn höfundarins stafar vafalaust af per- sónulegri reynslu og koma þá skýringar Barða í góðar þarfir. Kenning Barða um uppruna Islendinga er og allmerk. Þar heldur hann því fram að sérstakur þjóðflokkur, Herúlar, hafi numið ísland. Vafalítið er þetta spor í rétta átt en í þessu efni er margt ókannað. En tillag Barða Guðmundssonar til sagnfræði okkar verður seint fullþakkað. Hilmar Jónsson. F A X I — 213 r--------------------—--------------------- ÚTGERÐARMENN Vegna væntanlegrar skipaskoðunar verðum við eins og að undanförnu birgir af eftirtöldum vörum: Skiparakettum Bjarghringjum Bjarghringsbaujum Flotlínum Bjargbeltum Slökkvitæk j um og Karhítsljósum KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn- og skipadeild.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.