Faxi - 01.12.1962, Side 61
ÆGISÚTGÁF AN
HURÐIR
Undir málningu.
Spónlagðar með eik
Spónlagðar með teak.
Spónlagðar með maghony.
Einnig innihurðir í körmum, járnaðar.
Teak, spónlagðar, plasteinangraðar.
Stærðir: 90x206 cm.
Stærðir: 81x206 cm.
Rúðulistar — Gólflistar — Geirrefti.
Karma- og gluggaefni.
Gerið pantanir, stuttur afgreiðslufrestur.
Kaupíélag Suðurnesja
Kaupfélag Arnesinga.
Sími 1505.
Mínir menn — VERTIÐARSAGA
eftir Stefcin Jónsson, fréttamann
Kaflaheiti:: Tvær krónur sjötíu og fimm — Pétur tólfti og tóbakk-
us konungur — Ó þessi neisti — íslands þúsund ár — Heimilis-
hættir í Gandsbúð — Mannvit í knérunni — Eggjareikningur —
Hann gefur sig til sá guli — Allar hænur hvítar — Maskínuskáld
— 899 — Fast í botni — Ornaðu mér nú eina stund — Beðið eftir
nýjum báti — Uthverft brim um allan sjó.
Þetta er sérstæð bók um efni, sem hugstætt er íslendingum. Vertíðarsaga frá upphafi
til lokadags í annasömum útgerðarstað. Lesandinn fylgist með sjómönnum á sjónum,
lifir með þeirn aflatregðu og ógæftir, mokafla og stillur, óhöpp og erfiðleika. í land-
legum ber margt á góma, menn fá sér í staupinu og gera út um ágreining sinn með
hnefunum, kvenfólk er ekki alveg utan þessa leiks og margir skrýtnir fuglar spranga
um sögusviðið.
Stefán hefur áður skrifað bók, sent seldist upp á svipstundu og þótti sérstæð um alla
gerð. Nú er sögusviðið afmarkaðra og drættirnir skýrari. Þetta er bók, sem allir lesa
sér til ánægju. Hún á ekki sinn líka með íslenzkra bóka. Upplag fyrri bókarinnar
þraut löngu fyrir jól og vænta má að ráðlcgra sé að tryggja sér eintak af þessari í tíma.
ÆGISÚTGÁFAN
Innihurðir
Otihurðir
„Ægisútgáfan" hefur nýverið sent Faxa sex
nýjar bækur til umsagnar. Því miður var
blaðið að verða fullsett, þegar bækurnar
bárust og verður því ekki nema með örfáum
orðum hægt að geta þeirra að þessu sinni.
í fyrra birtust í Faxa umsagnir um bækur
Ægisútgáfunnar, t. d. var því þar spáð, að
„Krossfiskar og hrúðurkarlar" Stefáns Jóns-
sonar mundu fá góða dóma. Sá spádómur
rættist og bókin seldist upp á mjög skömmum
tíma.
Ein af hinum nýju bókum Ægisútgáfunnar,
Mínir menn, er einnig eftir Stefán Jónsson
fréttamann útvarpsins, og þarf þá naumast
að spyrja um hvað hún muni fjalla. Auðvitað
um sjómannslífið í þess óteljandi litbrigðum.
Munurinn er bara sá, að í bókinni Krossfiskar
og hrúðurkarlar voru hinir snjöllu og víð-
frægu samtalsþættir Stefáns við sjómenn, út-
vegsbændur og aðra forustumenn og öflun og
nýtingu sjávarafurða, en þessi nýja bók hans
er vertígarsaga úr lífi og starfi vina hans við
sjávarsíðuna. Faxi spáði bók Stefáns í fyrra
miklum vinsældum. Sú spá rættist. Hinni
nýju bók má þó áreiðanlega gera meiri frama-
vonir. Hún mun verða metsölubók og seljast
upp á fáum dögum, svo fagurlega er þar á
penna haldið og svo mikil er frásagnargleðin.
Aðrar bækur Ægisútgáfunnar eru þessar:
Astir og mannlíf, eftir dr. Marion Hilliard,
reyndan kvenlækni, sem er ráðgefandi í öll-
um vanda: ástalífi karls og konu, barna-
uppeldi, einlífi og elli. Þessi bók mælir með
sér sjálf, enda mun hún fljúga út og verða
vinsæl gjafabók. Hún er skrifuð af mennt-
aðri konu, sem í starfi sínu hefir kynnzt
óteljandi vandamálum fólks á öllum aldri.
Hún er fjörlega skrifuð og spennandi af-
lestrar, án þess nokkurs staðar að vera gróf.
Þriðja bókin, sem er ástasaga, heitir Hulin
fortíð. Efni þessarar skáldsögu fjallar um
mannrekald, sem rak á land í eyju nokkurri.
Þar kynntist hann Fionu og föður hennar og
í höndum þeirra varð hann að nýjum og
gæfusömum manni. Þessi ástasaga er bæði
heillandi og magnþrungin. Þetta er þýdd bók
eftir Anne Bill.
Fjórðu bókina þarf naumast að kynna.
Það eru stríðsminningar Jóns Kristófers:
Syndin er lævís og lipur, eftir hinn snjalla
rithöfund, Jónas Arnason. Líf Jóns Kristó-
fers hefir verið svo ævintýralegt, að slíks
munu fá dæmi meðal núlifandi Islendinga,
eins og segir á baksíðu bókarinnar. Jón Kristó-
fer gekk ungur í Hjálpræðisherinn. Úr hern-
um lenti hann í Hafnarstræti, úr Strætinu í
siglingar, úr siglingum í brezka herinn og
þaðan svo aftur í Strætið. En hvernig sem
allt veltist gleymdi hann aldrei þeim kristin-
dómi, sem hann hafði lært hjá gamalli konu
í Fagurey á Breiðafirði.
Fimmta bók Ægisútgáfunnar heitir: Margt
gerist á sjó. Er hér um að ræða allmikið
safn af sönnum sjóferðasögum, víðs vegar að.
Frásagnir af drýgðum hetjudáðum, svaðilför-
um og sjóslysum. Hér skulu nefnd örfá sögu-
heiti úr bókinni: Heimtir úr helju, Strönd
fimmhundruð flaka, Vaskur piltur, Hákarla-
stríð upp á líf og dauða, Skipbrotsmennirnir
á Dundonald, Blóð og ís, Skrítið ferðalag og
Yfirgefna olíuskipið.
Sjötta bókin, sem blaðinu barst frá Ægis-
útgáfunni, er Söngur hafsins, eftir A. H.
Rasmussen, sem er norskur, hefir skrifað 4
bækur um sitt ævintýralega sjómannslíf, en
hann hefir siglt um öll heimsins höf. Hafa
bækur hans aflað honum mikilla vinsælda
í Noregi, enda munu fáir þar í landi hafa
lifað jafn ævintýraríku lífi. I bókinni Söngur
hafsins kveður nokkuð við annan tón. Hún
er ekki saga ævintýramannsins Rasmussen,
heldur skipsins Sari Marais, sögð af því sjálfu
á svo snilldarlegan hátt, að einstætt þykir.
Því miður gafst mér ekki tími til að lesa
bókina, aðeins fletti henni. En vinur minn,
sem hefir gott vit á bókum og hefir lesið
hana, segir, að hún verði sér ógleymanleg.
Hún sé í senn, raunsæ, dramatísk og heill-
andi.
Hér verður látið staðar numið. „Ægisút-
gáfan“ á þakkir skilið fyrir þessar bækur.
Annars held ég, að sú bókaútgáfa hafi aldrei
gefið út neitt bókarusl, heldur eingöngu
vandaðar úrvals bókmenntir, og að maður
geti nokkurn veginn treyst því, að sé bókin
gefin út af Ægisútgáfunni, þá eigi hún brýnt
erindi til allra fróðleiksfúsra, hugsandi
manna.
Ritstj.
F A X I — 221