Faxi - 01.03.1973, Qupperneq 7
Þó hefur Guð ekki yfirgefið okkur.
„Því að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki, held-
ur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3, 16).
Þegar svo Kristur kom í þennan dimma
heim, var vissulega hægt að segja með
sannfæringu: „Guð er með oss,“ enda
er einn sá titill, sem Jesú var gefinn við
komu hans í þennan heim, einmitt þessi:
þ.e. Immanúel, sem þýðir: Guð er með
oss.
Hafdís
Þetta nafn Krists er okkur mjög mikil-
vægt, því a'ð án Guðs ættum við enga
framtíð, já, enga von um eilíft líf. Sjálfur
sagði Jesús: „Sjá, ég er með yður alla
daga, allt. til enda veraldarinnar.“ (Matth.
28, 20).
A meðan við erum ung og áhyggjulaus
leikur allt í lyndi. En lífið er víst ekki
allt þannig, því vandamál, mótlæti, hætt-
ur og sorgir steðja að okkur fyrr en varir.
Hvert eigum við þá að leita? Hvar er þá
uppörvun að fá? Hver veitir okkur skjól
í tíðum stormuin lífsins? Mér finnst 23.
sálmur Davíðs bezt svara þessum spurn-
ingum:
Drottinn er rninn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
A grænum grundum lætur hann inig
hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta.
Hann hressir sál, leiðir mig um rétta vegu
sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
bú býrð mér borð frammi fyrir fjendum
mínum;;
þú smyrð höfúð mitt með olíu;
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Sálmw 23.
í slíkuin fyrirheitum í Orði Guðs vil
ég leita mér styrks. Það er fullt af slíkum
kærleiksboðskap um umhyggju og nær-
veru Guðs. En það er athyglisvert, að
Biblían byrjar og endar með því að segja
frá hindrunarlausri nærveru Gúðs við
börn sín. Sá tínri mun koma, að engin
synd né nokkur skuggi mun valda að-
skilnaði milli okkar og Guðs, ef við á
annað borð viljum tilheyra honum. Tak-
ið eftir þessari yfirlýsingu Biblíunnar um
nærveru Guðs í eilífðinni hér á þessari
jörðu: „Og ég heyrði raust mikla frá há-
sætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er
meðal mannanna, og hann mun búa hjá
þeim, og þeir munu vera fólk hans, og
Guð sjálfur mun vera hjá þeim Gúð
þeirra.“ (Opinberunarbókin 21, 3). Þá
verður dásamlegt að lifa, en við getum
byrjað að smakka af slíkri reynslu, með
því að treysta á nærveru Guðs með okk-
ur hér, rtúna, því áð vissulega er Jesús
Kristur, Immanuel, sem þýðir: Gúð er
ineð oss.
Hafdís Hreiðarsdóttir
„Mismunondi tungmál koma ekki
í veg fyrir samheldnina"
Ég er skitpinemi frá Sviss. Og í kvöld
langar mig til að segja ykkur svolíti'ð frá
landinu mínu.
Segja má, að margt sé sameiginlegt
rneð Sviss og íslandi. Sviss er lítið land,
eins og nokkurs konar eyja í miðri Evr-
ópu. Þa'ð er hlutlaust land, með sína sér-
stöku sögu. Og það hefur mjög mikla
hernaðarlega þýðingu, eins og ísland
virðist hafa. í Sviss eru töluð fjögur
tungumál, tveir þri'ðju hlutar þjóðarinn-
ar er þýzkumælandi, innan við einn þriðji
talar frönsku, nokkrir ítölsku og auk þess
tala fáeinii' svokallaða rómönsku, senr er
rnjög svipuð latínu. Sérhver Svisslend-
ingur get.ur bjargáð sér í öllum þessum
málum, en þeir sem búa í þýzka hlutan-
um, virðast eiga auðveldast með að til-
einka sér hin tungumálin.
Sjálfur á ég heima í franska hlutan-
um, í norðvesturhluta landsins. Sá hluti
er mjög þekktur fyrir framleiðslu á úr-
um, en sú framleiðsla hófst þar. Súkku-
laðið okkar er líka mjög gott. Og það er
ekki neina hálftíma akstur frá heimili
mínu til þess staðar, sem svissnesku og
íslenzku frímerkin eru prentuð.
Þar sem ég á heima er landið einna
lægst, .um 400 m yfir sjávarmáli. Loftið
er meginlandsloftslag, kalt á vetrum og
heitt á sumrin. Það er gott loftslag fyrir
vínviðinn, sem er mjög þýðingarmikill
fyrir þjóðarbúskapinn.
Sviss á 700 ára afmæli árið 1991.
Forfeður okkar, hinir þýzkumælandi,
komu frá Austurríki og Prússlandi, hinir
frá Ítalíu og Frakklandi. Sá hulti, sem
ég er frá, gekk í ríkjasambandið fyrir
160 árum. Hin mismunandi tungumál
korna alls ekkert í veg fyrir samheldni
okkar. Og það er með okkur eins og all-
ar smáþjóðir, að við erum mjög stolt af
Rene
landinu okkar, sérstaklega þegar við er-
um að heiman.
í Sviss er lútherska kirkjan fjölmenn-
ust. Allsterk kristileg vakning hefur átt
sér stað á tveimur síðustu árum meðal
unga fólksins, eins og víðar í Evrópu,
fyrir áhrif frá Jesúbyltingunni svonefndu,
og mörgum öðrunr kristilegum hreyfing-
um.
Hlutverk nemendaskipta kirkjunnar er
að minu áliti fyrst og fremst í því fólgið,
að skapa alþjóðlegan skilning á krist.num
grundvelli. Og það er mín reynsla, sem
skiptinemi hér á íslandi, að inaður verð-
ur að dvelja með fólkinu í þess eigin
landi, til þess að slíkur skilningur geti
skapazt. Bæði ísland og Sviss eru í
Evrópu. En þið eruð afkomendur vík-
inganna, við erum af rómönskum upp-
runa. í því er mikill mismunur fólginn,
hva’ð hugsunarhátt snertir, jafnvel á 20.
öldinni. Og þáð er skoðun mín, að hinn
kristni skilningur sé mjög þýðingarmikill
þáttur í því að brúa bilið og tengja
saman.
Að lokuin æt.la ég svo að syngja fyrii
ykkur tvo söngva á frönsku. Eiginlega
byrjaði ég nú ekki áð syngja fyrr en ég
kom hingað til íslands. Þið syngið svo
mikið, og það finnst inér mjög skennnti-
legt ,Ég gleymi því ekki, þegar ég vai
austur í Skálholti um daginn í hópi ís-
lenzkra og erlendra skiptinema, þar var
nú sungið af lífi og sál. Heima syngjum
F A X I — 43