Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1973, Page 10

Faxi - 01.03.1973, Page 10
Leopoldo Calvete, Kristjana Arnadóttir, og Sylvia, dóttir þeirra Fannst þetta vera óttalegur draumur Rætt við hjón, sem bjuggu í Vestmonnaeyjum er gosiS hófst — Ég var búinn að heyra svo mikið um náttúrufegurð íslands hjá sambýlis- manni mínum, sem var íslenzkur piltur, þegar ég dvaldi í Kaupmannahöfn, að mig langaði til að sjá þetta land í norðr- inu með eigin augum, en ég var ekki það auðugur, að ég gæti leyft mér slíkt ferða- lag, án þess áð vinna. . . . Ekki er það Dani, sem segir þessa setningu, heldur Spánverji, Leopoldo Calvete, sem búið hefur á íslandi í um það bil sjö ár, þar af lengstum í Vest- mannaeyjum, en varð eins og aðrir að yfirgefa Eyjar, þegar náttúruhamfarirnar hófust þar, hinn 23. jan. sl., ásamt konu sinni, Kristjönu Árnadóttur, ættaðri frá Vopnafirði, og tæplega ársgamalli dótt- ur, innfæddum Vestmannaeying, Sylviu að nafni. Sem stendur búa þau að Völl- um í Garði, og þegar við litum inn hjá þeim var einmitt verið að halda upp á eins árs afmæli Sylviu litlu, með rjóma- tertu og tilheyrandi, og tók hún svo ó- spart til matar síns, að munnurinn hafði ekki við að taka á móti, kinnarnar fengu því sinn skammt, eins og títt er hjá börnum. — Ástæðan til þess að ég kom til Vestmannaeyja var sú, að hinn íslenzki kunningi minn í Kaupmannahöfn, sem raunar var óþreytnadi á að sýna mér myndir frá ættjörð sinni, benti mér á, að bezt væri að fara til Eyja í atvinnuleit. Ég hafði því skamma viðdvöl í höfuð- borginni og hélt til Eyja og fékk strax vinnu í Hraðfrystistöðinni, hjá Einari ríka, g þar hef ég unnið síðan, að und- anskildum nokkrum mánuðum í síld, á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Satt bezt a’ð segja, þá ætlaði ég alls ekki að dvelja hérna mjög lengi. Ferðinni var heitið til Canada, en ég kunni það vel við mig hér á landi, að áhuginn dvín- aði fljótt. Hérna hafði ég líka ávallt nóg að starfa. Mér fannst, því ekki ráðlegt að halda út í óvissuna vestra, og fór hvergi. Ég hafði nú einu sinni ákveðið það, að þegar ég kvæntist, þá yröi það spönsk kona, sem gengi með mér upp að altar- inu, en ástin spyr ekki um þjóðerni þeg- ar hún kemur yfir menn, það veit ég núna. í Hraðfrystistöðinni kynntist, ég Kristjönu og við felldum hugi saman og hún ól mér dóttur fyrir ári síðan. Við bjuggum í Vestmannaeyjum hjá Sigurði Bjarnasyni, miklum ágætismanni, en svo kom gosið og við urðum að yfirgefa Eyjarnar í skyndi. — Ég var ekki mjög óttasleginn. Ég hafði lesið dálítið um eldgos og var ekk- ert. hræddur um að hraun og aska myndi granda okkur. Aftur á móti var ég smeyk- ari við eitraðar lofttegundir, svo og jarð- skjálfta, enda yfirgáfum við húsið strax og héldum út á götu og gengum svo niður að höfn, eins og aðrir bæjarbúar. — Það var erfitt að trúa því, að gos væri hafið, sagði Kristjana, er við sner- um tali okkar til hennar. — Við vorum vakin með því að barið var á gluggann. Einhver sagði að þáð ætti upptök sín í miðjum bænum, en sem betur fór reynd- ist það á misskilningi byggt. Ég greip með mér nokkrar bleyjur á barnið og pel- ann, og flýt.ti mér út með Sylviu litlu, af ótta við að húsið gæti hrunið, ef jarð- skjálfti kæmi. Allt gerðist svo fljótt, að ég áttaði mig alls ekki á hlutunum. Meira að segja eftir að við vorum komin um borð í bátinn, sem flutti okkur til Þor- lákshafnar, óskaði ég þess, að mig hætti að dreyma þennan óttalega draum. Þótt ég sæi berum augum, hvar eldsúlurnar stigu í átt til himins upp frá Heimaey, gat ég ekki trúað að það væri raunveru- leiki. Það var eiginlega sjóveikin, sem vaktí bæði mig og Leopoldo til meðvit- undar um, að við værum í raun og veru á leið frá Eyjum, og ekki fór Sylvia litla heldur varhluta af henni. — Já, ég undrast það mjög, sagði Leopoldo, — hvað allir hafa brugðið skjótt og vel við, og vil mjög gjarnan koma því á framfæri, hvað íslendingar eru hjálpsamir og fljótir til og ósérhlífnir, ekki hvað sízt Rauði krossinn, sem veitt hefur okkur ómetanlega aðstoð. Það er mikið öryggi fyrir landsmenn að hafa slíka stofnun. Ástæðan til þess að við erum hérna út í Garði, er kannski svo- lítið sérstæð, en hugljúf. Síðan við Kristj- ana hófum búskap, höfum við leigt hjá Sigurði Bjarnasyni, öldruðum ekkju- manni. Eftir eldgosið fluttist hann til skyldmenna sinna í Garðinum og fékk þar einnig vinnu, en hann hafði tekið svo miklu ástfóstri við Sylviu litlu, að hann mátti varla af henni sjá, svo að við leituðum eftir að komast í nábýli við hann.... Óþarft er að geta þess, að Sigurður var mættur í afmælisboðið, og þegar af- mælisbarnið, Sylvia, var búin að borða nægju sína af kræsingunum, fannst henni öruggast að halla höfði sínu að Sigur'ði 46 — F AX I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.