Faxi - 01.03.1973, Side 14
Víkurbœr - vinsœll
hafa varla undan að panta vörurnar
Með hverju árinu sem líður verður
Hafnargatan, mesta verzlunargata bæjar-
ins, fjölskrúðugri á áð líta, hvað vöru-
tegundir snertir, svo að hreinasti óþarfi
fer að verða fyrir Suðunesjamenn að
leita út fyrir héraðið í verzlunarerindum
sínum. Nú, og jafnvel þótt varan fáist
ekki við Hafnargötuna, þá eru til fleiri
verzlanir á öðrum stöðum í bænum, er
hafa sitt hvað eina á boðstólum, sem
fólk vanhagar um. Á Hringbraut.inni,
Tjarnargötunni og jafnvel Túngötunni,
eru stórar verzlanir.
Á hinum seinni árum er það mjög á-
berandi, hvað yngri kynslóðin hefur hazl-
að sér völl í viðskiptalífinu, sérstaklega
við Hafnargötuna, og ganga óhræddir til
samkeppni við hina stóru og rótgrónari í
verzluninni, eins og kaupfélagið og hvað
þeir nú annars allir heita. Þegar litið er
á húsakostinn, sem þeir hafa yfir að
ráða, dettur manni einna helzt í hug sag-
an um Davíð og Golíat.
Það sem einna helzt einkennir verzl-
anir hinna ungu manna er, að þær eru
flestar sérverzlanir; marka sér bás á af-
mökuðu sviði, en reyna að hafa mikið
úrval. Má þar nefna Eirík Hjartarson í
Valhöli, með karlmannafatnað, Hjört
Vilhelmsson, méð vinnufatnað, þá félaga
Magnús Haraldsson og Jón Ólaf Jónsson,
báðir þekktir knattspyrnumenn, og enda
þótt í sitt hvoru félaginu séu, kemur þeim
vel saman í sinni ágætu verzlun, Sport-
vík, þar sem þeir hafa á boðstólum alls
konar íþróttavörur og skófatnað. Ekki
er langt síðan Georg V. Hannah fór að
leggja sitt af mörkum, til að við gætum
fylgzt vel með tímanum og skreytt okkur
sjálfa eða híbýlin með silfurmunum og
gæruskinnum. Kvenþjóðin hefur heldur
ekki látið sitt eftir liggja. Verzlunin Eva
hefur á boðstólum bæði kjóla og snyrti-
vörur, og alveg ný verzlun er komin við
Tjarnargötuna, Sallý, með velflest, sem
prýða má konuna í fatnaði.
Vegfarendur þeir, sem átt hafa leið
um Hafnargötuna að undanförnu, hafa
vafalaust heyrt glymjandi tónlist hljóma,
þegar þeir nálguðust gatnamót Hafnar-
götu og Tjarnargötu, og ó, jú, ekki ber á
öðru, ný verzlun er búin að opna þar, og
ber nafnið Víkurbær — sérverzlun fyrir
ljósmyndavörar, tónflutningstæki, hljóm-
plötur, útvörp og sjónvörp, og þar er
einnig viðgerðraþjónusta.
Verzlunarstjóri í hinni nýju og glæsi-
legu verzlun er Einar Júlíusson, þekktur
söngvari, og flestum hnútum kunnugur í
þeim vörutegundum, sem í Víkurbæ er
höndlað, eftir margra ára starf á Kefla-
víkurflugvelli. Eigandi Víkurbæjar er
Árni Samúelsson, fyrrum handknattleiks-
snillingur.
— Hugmyndin að þessari verzlun
fæddist ekki fyrr en rétt um seinustu ára-
mót. Húsnæðið losnaði, þegar leigjend-
urnir fluttu verzlun sína, svo að mér
kom til hugar að reyna að setja upp
verzlun með þær vörur, sem við höfum
hérna á boðstólum, enda var ekki úr
mjög miklu að velja hér í Keflavík, fyrir
þann stóra hóp, sem hefur áhuga fyrir
tónlist og myndagerð.
Að okkur tókst að opna svo fljótt sem
raun ber vitni um, á ég þeim Guðmundi
Sigurðssyni, rafvirkja, og Boga Pedersen,
trésmið, að þakka. Þeir lögðu sig mjög í
framkróka með að hraða verkinu og
gera verzlunina sem snyrtilegasta úr
garði, bæði hváð innréttingar og lýsingu
snertir.
Sérverzlun af þessu tagi á hiklaust
fyllsta rétt á sér. Hin öru viðskipti, síðan
Víkurbær opnaði, sanna það bezt, enda
hefur salan farið frarn úr öllum vonum.
Við höfum tæpast haft undan að panta
inn vörur, en þess ber að gæta, að ég hef
úrvalsmann hér við störf, Einar Júlíus-
son, og á hann sinn þátt í velgengninni.
Við höfum tekið upp þá nýbreytni, að
hafa til leigu S mm kvikmyndasýninga-
vélar og filmur, sem virðist mjög vinsælt.
í myndavörudeildinni er allt sem nöfnum
tjáir að nefna fyrir áhugamennina, bæði
til myndatöku og myndgerðar. Við höf-
um þegar selt t.d. í einu lagi, kvikmynda-
Skyldi vera til svo nizk manneskja, að hún geti staðizt þó freistingu að verzla
í Víkurbæ, eftir að hafa skoðað hinn eigulega varning, sem þar fæst? Varla.
50 — F A X I